Hamingusamasta þorp í heimi

Jæja, þá er ég mættur við tölvuna aftur eftir langt hlé frá öllu bloggi.  Búinn að vera á flakki vestur í henni Ammríku, úða þar í mig hormónastreittum hamborgurum, versta kaffi í veröldinni með þjóðarrétti þeirra vesturheimsku, fylltum donouts.  Því líkt gúmmúlaði!

En það var ekki það sem ég ætlaði að tala um í dag.  Ég ætlaði að tala um veðrið.  Þetta dásamlega veður sem hefur leikið við okkur upp á síðkastið.  Hér á þessu útskeri Atlantshafsins skiptir veðrið svo miklu máli.  Skiptir kannski í sumu öllu máli.  Yfirbragð alls tekur á sig nýja og glaðari mynd.  Fólk verður afslappað og stöku brosvipra tekur sig upp.  Með sólinni vinnum við hormóna sem gefa okkur vellíðan sem yljar sál og líkama.  Fólk fær aukinn kraft, rífur sig upp fyrir allar aldir, gengur glatt til vinnu og leiks og borgarbúarnir þyrpast síðan út í sveitir landsins um helgar með tilheyrandi umferðarteppum hér og þar.  

Ég og mín elskulega ætlum að gera það líka.  Um helgina stefnum við á að heimsækja hamingusamasta þorp í heimi.  Þar eru íbúarnir svo hamingusamir að þeir halda hamingunni sérstaka hátíð á hverju sumri.  Sem sagt haminguþorpið Hólmavík verður heiðrað með nærveru okkar þess helgi.  

Enda er veðurspáin með eindæmum góð! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að heyra frá þér á nýjan leik, velkomin heim 

Byrja í fríi um næstu helgi og þá komum við í heimsókn - þetta gengur bara ekki lengur.

Knús til Dísu og við sjáumst fljótlega.

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 00:04

2 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Það er mörg bábiljan í umhverfismálum. Það er auðvelt fyrir Íslendinga að gagnrýna umhverfissinna af því að Green Peace hafa opnað augu okkar. Ég var einn af þeim sem fyrstur keypti Hybrid bíl hér á landi. Svo fékk ég upplýsingar um þá mengun sem verður við gerð og förgun rafhlaðanna. Við eigum þrjá bíla hjónin og völdum tvo Yarisa og sáum að minni bíll eyðir minna en tvinn bíll og mengun af rafhlöðum er aðeins brot af því sem er í tvinnbílnum.

Þetta er eins með endurvinnslu á pappír sem er eitt af því vitlausasta sem hægt er að gera ef okkur stendur ógn af mengun. Pappír sem við notum er gerður úr trjám sem vaxa jafn harðan upp aftur og binda þannig CO2. Með því að urða pappírinn þá er CO2 sett ofan í jörðina í stað þess sem við dælum upp með olíunni.

Að það sé umhverfisvernd að veiða ekki hvali sem hafa of fjölgað sér er líka álíka vitlaust. þesir menn drepa flugur éta nautakjöt af því flugurnar eru litlar og ljótar og þeir sjá aldrei nautin sem drepin eru. En þeir hafa séð myndir af hvölum og þeir eru fallegir.

Það þarf að minnka mengun. Það er hins vegar alveg óvíst og jafnvel ósennilegt að með því breytist hitastig á jörðinni. Það er nefnilega aðrir þættir sem hafa svo mörgum sinnum meiri áhrif sem valda því þannig að kolefnasambönd eru aðeins örlítill hluti af vandanum.  Hitastig á jörðunni hefur verið miklu heitara áður. Það var t.d. að koma í ljós að það uxu tré á Grænlandi þar sem nú er þykkur jökull.

Jón Sigurgeirsson , 6.7.2007 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband