Að skríða úr híði fyrir kosningar

Á vorin gerast undrin, örsmáir grænir angar stinga upp kolli undir suðurveggnum, farfuglar gleðja augu og eyru og smátt og smátt slaknar á kaldri krumlu Veturs konungs.  Sum dýr hafa legið í dvala allan veturinn en skríða eitt og eitt úr híði sínu.  Mér finnst gaman á vorin.  Þá sannfærist maður um blessunarlega árssveiflu móður náttúru.  Hún klikkar ekki.

Í pólitíkinni vorar á fjögurra ára fresti.  Þá er kosið.  Valdið til fólksins segja pólítíkusar á hátíðastundum.  Það er ýmislegt sem kviknar í kring um kosningar.  Upp gægjast frjóir angar sem kannski verða að fögru blómskrúði.  Kannski.  Sumir angarnir eru bara arfi og annað illgresi.  Þeir verða aldrei neitt annað.  Alls kyns furðufuglar fara á kreik en ein dýrategundin virðist bara koma upp úr híðinu síðustu daga fyrir kosningar.  Framsóknarmenn.  Allir halda að þeir séu deyjandi dinosaurar og fáir þeirra kannast við upprunann nema rétt fyrir kosningarnar.  Þá fer þeim allt í einu fjölgandi en enginn veit hvaðan þeir koma eða hvert þeir fara að kosningum loknum.

Þeir eru eins og nútíma huldufólk eða álfar, við bara vitum af þeim á kosningum á fjögurra ára fresti en álfar og huldufólk dansar á þrettándanum.

Þá fá líka kýrnar mál.

Er þetta ekki skrítið?  Spyr sá er ekki veit. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, hún er skrýtin þessi pólitík. Ég veðja á spennandi kosningar á laugardaginn kemur og verð að öllum líkindum límd við sjónvarpið........ekki þarf maður að sitja spenntur yfir Eurovision fyrst fór sem fór í kvöld. Mér fannst Eiríkur standa sig mjög vel, og vel það !

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 00:10

2 Smámynd: Ólafur Þór Gunnarsson

Framsóknarmenn segja eins og Marcos á Filipseyjum; það er ekki aðalatriðið að vinna koningarnar heldur talningu atkvæðanna.

Í Alvöru talað! 

Ólafur Þór Gunnarsson, 11.5.2007 kl. 14:14

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

...aðalatriðið er að nú er kosningunum að ljúka, það er óborganleg skemmtun að sjá leiðtogana afslappaða enda þurfa þeir ekkert að slá í gegn eftir kl:22, slakir í herðum og komast næst því að vera þeir sjálfir síðan...

Benedikt Halldórsson, 12.5.2007 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband