Föstudagur, 5. janúar 2007
Hættulegustu 15 sentimetrarnir
Fjörutíu og sex óhöpp í umferðinni voru tilkynnt til lögreglu í dag. Væntanlega annað eins sem ökumenn hafa afgreitt á staðnum og sent síðan beint til tryggingafélaga sinna. Hálku er um að kenna. Já að fór ekkert á milli mála að víða var hálka á götum í dag en svo virðist á annað hvort séu ökumenn ónæmir fyrir henni, svo og öðrum aðstæðum, því aksturlag þeirra var eins og á björtum þurrum sumardegi. Í ökukennslunni eru lögð mikil áhersla á að ökuhraði fari í fyrsta lagi eftir ytri aðstæðum, í öðru lagi eftir gerð og búnaði bíls, í þriðja lagi eftir hæfni og getu ökumanns og í fjórða lagi að gildandi reglum um hámarkshraða hverju sinni.
Því miður virðist þetta ekki ná til ökumanna og í morgun varð ég vitni að hreint ótrúlega glæfralegum akstri olíuflutningabíls af stærstu gerð. Ég sá hann fyrst við Engidal í Hafnarfirði og svo ók hann norður Hafnarfjarðarveginn. Þessi bílstjóri lét sig ekki muna um að aka yfir á rauðu ljósi við Lyngás, fara í "stórsvigi" á milli akreina á miklum hraða. Í smástund prófaði ég að aka á sama hraða, þá samsíða honum og þá sýndi GPS leiðsögubúnaður í mínum bíl 105 km hraða. Ég hægði strax á en varð hugsað til hvort vinnuveitandi bílstjórans væri ánægður með hegðun hans. Tæplega trúi ég því þar eð bíllinn var rækilega merkur eiganda sínum. Þetta var snemma í morgun, lítil umferð, en víða voru mjög lúmskir hálkublettir. Það virtist engin áhrif hafa á aksturslag manna en á leiðinni af Álftanesinu niður í bæ ók ég framhjá tveim dæmigerðum "hálkuóhöppum". Þar er einhvern veginn greipt inn í okkar sinni að kenna allaf einhverju öðrum um lendi menn í óhöppum. Það er hálka, lausamöl, illa hannaður vegur o.s.fr.
Auðvitað mega bílarnir vera betri, vegir betri og breiðari en allar rannsóknir sem gerðar hafa verið á orsökum umferðarslysa (eins og annarra slysa) gefa skýrt og greinilega til kynna að flest slys verða vegna vankunnáttu, vanmats á aðstæðum, ofmati á bifreiðinni og eigin getu auk þess sem ökumaðurinn er oft ekki með hugann við aksturinn.
Akstursleiðin frá A til B er X-vegalengd. Það skiptir litlu máli hvað hún er löng og hvaða aðstæður verða á veginum. Hættulegasti vegarkafli leiðarinnar er ekki nema 15 sentimetra langur. Þ.e. 15 sentimetrarnir á milli eyrnanna á okkur sjálfum.
46 umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.