Sunnudagur, 31. desember 2006
Köld slóð
Settist með popp og kók í lúxussalinn í Smárabíó, hallaði mér aftur í sætinu og horfði á þessar illþolandi "trailera" sem allaf fylgja á undan myndunum. Myndin er auglýst sem spennu- og hasarmynd en hún stendur tæplega undir því nafni. Til þess er atburðarásin allt of hæg og framan af myndinn gerist allt of lítið.
Eftir hlé (sem er jafn illþolandi og treilerarnir) fara hlutirnir fyrst að gerast, söguefnið er gott en hér komum við að helsta veikleika íslenskra kvikmynda sem er lélegt handrit. Ýmsir hlutir í sögunni ganga mjög illa upp eða eru fyrirsjáanlegir. Það er margt í handritinu sem ekki virka. Því miður.
Það margt vel gert þarna, myndatakan afbragðsgóð og leikmyndin mögnuð. Þarna á Þröstur Leó afbragðsleik svo og þau Elva Ósk, Helgi Björns og Anita Briem. Aftur á móti fannst mér Hjalti Rögnvaldsson ekki ná sér á flug í myndinni og hafa oft gert betur.
Þrátt fyrir ágallana eru kostirnir yfirgnæfandi í mínum huga og ber að hvetja alla sem vettlingi geta valdið að sjá hana. Þó ekki nema til að sjá ofangreinda stórleikara fara á kostum.
Góða skemmtun
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.