Mánudagur, 13. apríl 2009
Er þetta nóg Guðlaugur
Guðlaugur sem virðist vera flæktur í slæm mál hefur nú óskað eftir rannsókn Ríkisendurskoðunar. Með tilliti til eðlis málsins væri mun réttara að afhenda málið saksóknara og lögreglu til opinberrar rannsóknar eins og ég lagði hér til.
Málið er komið á það stig að litlu skiptir fyrir Sjálfstæðisflokkinn hvort Guðlaugur er saklaus af þessum áburði eða ekki. Þetta er að valda flokknum á landsvísu miklum skaða er því væri réttast af Guðlaugi að draga sig í hlé á meðan rannsókn á málum hans fer fram. Með því tæki hann hagsmuni flokksins fram yfir persónulega hagsmuni sína.
Og það er ekki bara Sjálfstæðisflokkurinn sem þarfnast rannsóknar. Hana þarf að framkvæma hjá öllum flokkum. Hvaðan komu t.d. Samfylkingunni fjármunir til að kosta einhverja dýrustu kosningabaráttu íslandssögunnar 2007?
Óskar úttektar á störfum sínum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Sveinn.
Er hjartanlega sammála þér með þetta. Guðlaugur Þór verður að stíga til hliðar a.m.k. á meðan rannsókn fer fram. Það þjónar engum tilgangi að gefa út yfirlýsingar um að óska eftir úttekt ríkisendurskoðunar á störfum sínum, það virkar bara hjákátlegt ! Hann verður að taka hagsmuni flokksins fram yfir sína eigin. Hann ætti þá hugsanlega seinna meir tækifæri á að koma inn að nýju eftir að slíkri rannsókn lyki.
andri kárason (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 21:51
Sæll Sveinn
Er nú ekki verið að snúa hlutum á haus?
Saklaus maður verður að segja sig frá opinberu starfi vegna þess að vinstri menn eru með dylgjur og rangfærslur í hans garð. Það yrði nú fátt um frambærilega kandidata hjá hægri mönnum ef þeir þyrftu að segja sig frá starfi í hvert sinn sem vinstri menn opna munninn um þá til að lýsa mannkostum þeirra eða karaktereinkennum.
Ólafur (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 23:26
Hver samþykkti kaupréttarhafana? Á sínum tíma samþykkti Svandís Svavarsdóttir listann sem kaupréttarhafar, í títtnefndu REI máli, voru á. Síðar fékk hún fyrrverandi eiginmann sinn til að gera smá skýrslukorn um málið sem kostaði 800 000 kr. Hefði Svandís verið svo klók eins og látið er af hefði hún ekki snert við listanum. Svandís skorar á Guðlaug Þór og Vilhjálm Ábyrgðarmaður færslu Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook « Síðasta færsla Athugasemdir Augnablik... Vakta athugasemdir Þú ert að vakta athugasemdir við þessa færslu. Hætta að vakta 1 Lifi fjalldrapinn! Ásgeir R. Helgason, 13.4.2009 kl. 19:49 2 Svandís Svavarsdóttir er einhver spilltasti stjórnmálamaður landsinns. Færði kaupréttarhöfunum fúlgur fjár á silfurfati og nauðsynlegt að rannsaka hvort og hvað mikið hún fékk í sinn hlut. Allavegana stakk maðurinn hennar áttahundruð þúsundkall í vasann úr verkefninu. Svandís fór mikinn í stjórnarandstöðu var ekkert nema kjafturinn og klofið eins og segir einhverstaðar,en var eins og sprungin blaðra þegar í stjórn var komið. Algerlega getulaus. Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 21:07 Bæta við
Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 00:12
Mikið skelfilega eru þeir Ólafur og Ómar sem rita hér að ofan siðlausir menn - og fávísir.
Skiptir engu máli hvað þeir segja hér og víðar - það veit það öll þjóðin að Guðlaugur Þór hefur ekki hreina samvisku í þessum málum.
Sjáið hvað hann viðurkenndi í Mannlífi - maí 2008 - hann viðurkenndi að hafa gert sér nýja kennitölu fyrir prófkjörssjóð sinn - starfsemi þeirrar kennitölu var góðgerðarstarfsemi og mannúðarsamtök -
Nánar tiltekið:
Guðölaugur Þór Þórðarson
nafn góðgerðarsamtaka: Guðlaugur á Alþingi - félag
Logafold 48. Guðlaugur sjálfur forsvarsmaður.
kt.: félags/stjóðs: 451102-2060
Greiddi ekki skatta - gaf hvergi upp fjárhæðir - segist sjálfur vera búinn að henda bókhaldi (Mannlíf maí 2008 - viðtal við Guðlaug Þór sjálfan)
Ætlið þið svo herramenn að halda áfram í þessu fáránlega leik
Alma Jenny Guðmundsdóttir, 14.4.2009 kl. 00:32
Ég sá eftirfarandi ummæli á netinu, skoðið og sannfærist um siðblindu Sjálfstæðisflokksins => Hér er ágæt innsýn í vinnubrögð Flokksins, tekið úr ævisögu Jóns Ólafssonar:
“....Auðvitað má segja að Jón og félagar hafi verið að safna glóðum elds að höfði sér með því að vera með derring við Flokkinn. Það má til dæmis segja frá því að fyrst um sinn eftir að Sýn varð að alvörusjónvarsstöð árið 1995 var heimilsfang hennar á Suðurlandsbraut 4a, lögmannsstofu stjórnarformannsins Sigurðar G. Guðjónssonar. Og þangað komu um það leyti stafnbúar úr Sjálfstæðisflokknum, þeir Sigurður Gísli Pálmason og Páll Kr. Pálsson, fyrir hönd fjármálaráðsins, og sögðu Sigurði að ÍÚ ætti að borga fimm milljónir á ári til Flokksins; sú upphæð væri bara reiknuð út frá stærð og veltu fyrirtækisins. En Sigurður svaraði því til að þeir myndu ekki borga í flokkssjóði. Félagið hefði þá stefnu að styrkja pólitískar hreyfingar í kringum kosningar, og þá með því að bjóða þeim öllum 50% afslátt af auglýsingaverði. Svo að mennirnir gengu tómhentir á dyr.
Jón segir núna að í ljósi sögunnar hefði líklega verið viturlegra af Sigga að borga þetta - bara til að kaupa þeim frið; það hefði verndað þá fyrir miklu veseni. En sjálfur hafði hann átt samtal við Kjartan Gunnarsson framkvæmdastjóra flokksins tæpum áratug fyrr, eða þegar Bylgjan fór í loftið. Þá sagði Kjartan að hann reiknaði með að Flokkurinn myndi fá samskonar afslátt af auglýsingum og hann nyti hjá Morgunblaðinu. En Jóni var vel kunnugt, því hann var þá ritari Varðar, að flokkurinn fékk 100% afslátt í Mogganum. Hann svaraði Kjartani því til að það gæti hann ekki boðið, bara aað þeir fengju hæsta afslátt sem stöðin myndi yfirleitt veita. Jón segir að Kjartani hafi augljóslega mislíkað þetta svar, og að það hafi örugglega átt sinn þátt í því að menn í Valhöll vildu ekki með nokkru móti fallast á að hann yrði varaformaður Varðar ekki löngu síðar..:”
Einar Kárason - Jónsbók. Bls. 421-422
Valsól (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 02:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.