Er þetta hlutverk forsetans?

Mér finnst forsetinn kominn út á heldur hálan ís með þessum ummælum sínum.  Nógu slæmt er ástandið þó hann reyni að halda sér í sviðsljósinu með þessum svigurmælum.  Til sanns vegar má færa að yfirlýsing hans eigi við rök að styðjast.  Þetta er bara ekki hlutverk hans að gefa yfirlýsingar sem þessar.  Til þess höfum við ríkisstjórn. 

Svona bull er alveg sambærilegt við það sem kemur frá seðlabankastjóranum og er búið að valda okkur ómældum skaða.  Enda eru þeir líkir um margt, athyglissjúkir hrokagikkir, tilbúnir hvenær sem er að vekja athygli með alls kyns yfirlýsingum og fjölmiðlabrellum.

Betur þeir geri sér grein fyrir muninum á neikvæðri athygli og jákvæðri. 


mbl.is Þjóðverjar fái engar bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Maelstrom

Yfirlýsingin á ekki við nokkur rök að styðjast.  Ítrekað hefur komið fram að ekki muni falla króna í íslenskan almenning út af erlendum innlánum Kaupþings.  Kaupþing hefur gefið upp að peningur til að borga þýskum innlánseigendum sé tilbúinn en greiðslan strandi á frystum eignum í þýskum bönkum. 

Vandamálið er pólitísks eðlis milli stjórnvalda landanna!!!  Þetta mun því örugglega hjálpa mikið á þeim vettvangi.

Maelstrom, 10.2.2009 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband