Sjáið myndbandið þegar Davíð hringdi "viðvörunarbjöllum" 3. mars 2008.

Margt góðra gripa er að finna í safni Seðlabanka Íslands.  Þar mun meðal annars að finna hinar merku viðvörunarbjöllur sem Davíð Oddsson bankastjóri hafi hringt reglulega vegna hættulegrar stöðu íslensku bankana og vegna bliku sem dregið hafi á himinn hins íslenska efnahagslífs.

Í ljósi þess er áhugavert að skoða þetta viðtal þar sem Davíð "hringir" bjöllunum.  Er ekki rétt að þessar "bjöllur" verði geymdar á Þjóðminjasafninu með öðrum gersemum þjóðarinnar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Já þarna kemur þetta all skýrt fram hjá DO: dont worry be happy..

hilmar jónsson, 10.2.2009 kl. 22:46

2 identicon

Hvað átti hann eiginlega að segja? ,,ekki leggja peninga inn í Íslenska banka því þeim er illa stjórnað og vid getum ekki staðist skuldbindingar"? 

Jón Sigm. (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 22:46

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég get ekki betur séð en að Davíð hafi varið íslensku bankanna og taldi skuldatryggingaálagið vera ósanngjarnt.  Samt finnst mér eftirfarandi vera það besta af því sem hann sagði:

These banks are so sound that nothing like that will happen.  If something like that will happen we will never be talking about the whole.  And even though that will happen the state is debtless and that would not be too much to swallow it. (Nokkurn veginn orðrétt haft eftir manninum sem varaði við.)

Marinó G. Njálsson, 10.2.2009 kl. 22:47

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Jón, hvernig er hægt að trúa manninum, ef hann talar um "so sound" og ósanngjarnt CDS.  Hafi hann talið stöðuna svona alvarlegra, þá hefði hann átt að neita mönnunum um viðtalið frekar en að tala sér þvert um hug (miðað við það sem hann heldur fram í dag).

Marinó G. Njálsson, 10.2.2009 kl. 22:52

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Hvar fanstu þetta Sveinn ?

hilmar jónsson, 10.2.2009 kl. 23:12

6 identicon

Já Marínó. Hann átti sem sagt að fara í erlenda fjölmiðla og segja að Ísland væri gjaldþrota.

Einmitt!

Þá held ég nú að allt hefði orðið brjálað.

OskarJ (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 23:22

7 Smámynd: Marinó G. Njálsson

OskarJ, það er auðvelt að snúa út úr, ekki satt? Mín orð voru:

Hafi hann talið stöðuna svona alvarlegra, þá hefði hann átt að neita mönnunum um viðtalið frekar en að tala sér þvert um hug

Ég held að skoðun mín hafi alveg verið skýr.

Marinó G. Njálsson, 11.2.2009 kl. 00:10

8 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Hann vissi hreinlega ekkert hvað hann var að gera þarna í Seðlabankanum, þetta er og hefur alltaf verið punt-embætti, og er það ekki lýsandi fyrir Sjálfstæðismenn sem eru að svara hér að snúa út úr, að viðurkenna misstök er ekki til í heilabúi Sjálfstæðismanna, ekki einu sinni þegar þeir sjá það hér, þetta er svo ótrúlegur hroki að maður situr bara lamaður eftir eða er þetta bara svona hræðileg heimska ???

Er ekki líka til myndband af Davíð þegar hann er að taka við Seðlabankanum, og hann sagðist ekki hafa hugmynd um hvað biði hans ???

Sigurveig Eysteins, 11.2.2009 kl. 03:21

9 identicon

Marinó, seðlabankastjóri hlítur að þurfa að verja Íslensk fyrirtæki, og þá sérstaklega fjármálastofnanir. Hvort sem hann trúir því sem hann segir.

Ég man eftir að hafa lesið ræðu eftir Davíð, ekki svo fyrir löngu, sem var síðan 2006 - 2007 og þar sem hann varar við alvarlegri stöðu bankanna.

Jón Sigm. (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 04:03

10 Smámynd: Tryggvi

Hvað haldið þið að hefði skeð ef Davíð hefði sagt í þessu viðtali að hann teldi engar líkur á að bankarnir lifðu af ? Fréttamenn hefðu slegið því upp í forsíðufrétt að seðlabankastjóri Íslands teldi peningana þeirra í hættu og reikningar Icesave og Edge hefðu verið tæmdir á einni nóttu. Það hefði síðan sett þá strax á hausinn. Davíð hafði svo verið kennt um fall bankanna. Hann sem einn af yfirmönnum bankanns gat ekki svarað þessum spurningum öðruvísi en hann gerði. Hann sagði að vísu að enginn banki með svona kredit-rating gæti lifað til langframa !

Tryggvi, 11.2.2009 kl. 05:48

11 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Myndbandið fékk ég sent í tölvupósti, skoðaði það og fannst skelfilegt að sjá þessa umfjöllun og orðræðu DO.  Eitt er það lögmál sem skal í hávegum haft lendi menn í djúpum skít:  Hafðu hægt um þig og forðastu fjölmiðla.

Hvurn fj.... var maðurinn að fabulera ef hann var að tala þvert um hug sér?  Svona viðtöl nálgast það að vera skemmdarverk.  Reyndar  held ég að hann hafi alltaf ætlað sér vel en ekki ráðið við það.  Tvennt hafi þar komið til:  Vanþekking á grunnhugtökum alþjóðafjármála og hagfræði auk takmarkalausrar sjálfdýrkunar þar sem hann var mestur og bestur og gat allt.

Því miður.

Sveinn Ingi Lýðsson, 11.2.2009 kl. 08:28

12 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Ég sé að þetta myndband er líka birt á vef Egils Helgasonar.

Svo öllu sé til haga haldið þá er fráleitt að halda fram að hrunið sé DO að kenna.  Hitt er ljóst að hann gengdi lykilhlutverki í því gangverki fjármála sem nú hefur stoppað.  Í því hlutverki brást hann.  Það eitt og sér er nægilegt til að rýja bankann trausti okkar og umheimsins.  

Það er fátt sem lýsir mikilmennsku hans og stærilæti og setja sjálfan sig framar hagsmunum lands og þjóðar.  Honum virðist lífsins ómögulegt að stíga af stallinum og viðurkenna vanmátt sinn.

Sveinn Ingi Lýðsson, 11.2.2009 kl. 08:32

13 Smámynd: Terminator

Reitti hár mitt í gær þegar ég sá Siv Friðleifs lýsa því fjálglega yfir að framsóknarmenn ættu nú eftir að gera breytingar á seðlabankafrumvarpi ríkisstjórnarinnar, á þann veg að víkka ætti út hæfisskilyrði bankastjórans næstkomandi í að vera maður með reynslu af peningamálum....  Þetta er þyngra en tárum taki að horfa upp á þetta...  Framsókn ætlar greinilega að hafa hönd í bagga með hver verður ráðinn í seðlabankann næst..   þetta er hreint með ólíkindum allt saman..

Terminator, 11.2.2009 kl. 08:55

14 Smámynd: Kristján Þór Gunnarsson

Marínó - ef þú ert að hafa orðrétt eftir DO; þá verður að gæta sanngirni.

Þú botnar ekki með því sem er mikilvægt í setningunni. Þú hefur orðrétt eftir " and that would not be too much to swallow it." en sleppir því sem á eftir kemur og það er " if it would like to swallow it "

Hann segir einnig " No banks can live forever with CDS 500-600 " .............

Hvað fór CDS upp í áður en bankarnir féllu að lokum ????? 

Kristján Þór Gunnarsson, 11.2.2009 kl. 16:35

15 identicon

Sammála Kristjáni Þór.

 DO sagði heilmargt rétt þarna.

Hátt CDS lýsir atlögu að bönkunum sem þeir lifðu ekki af. Ef DO hefði sagt eitthvað í líkingu við það upphátt hefði hann framkallað hrun.

Það er vitað að það var verið að reyna að fá bankana til að draga úr erlendri 'exposure' með að fá Glitni til að selja norskar eignir og KB til að flytja úr landi en þeir vildu ekki yfirgefa hreiðrið - og ríkisábyrgðina.

DO á allar ásakanir skildar sem fyrrum forsætisráðherra en sem Seðlabankastjóri veitti hann meira viðnám gegn fallinu en restin af stjórnvöldum til samans.

AV (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 18:08

16 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það sem hann er beisikallí að segja er að bankarnir séu pottþéttir og eina vandamálið sé samsæri gegn þeim varðandi CDS.

En ef svo ólíklega vildi til að þeir lentu í vandræðum eða færu á hausinn (sem væri nánast útilokað að mati Seðlabankastjóra Íslands) þá myndi ríkið náttúrulega bjarga öllu.

Auðvitað vissi kallinn ekkert um hvað hann var að tala.  Hann skilur náttúrulega ekki hagfræði.  Var bara að syngja útrásarsönginn við raust þarna.

Það var ekki fyrr en í Apríl að hann frétti það á skotspónum í London að bankarnir væru í vondum málum - og þá kom Seðabankastjóri Íslands af fjöllum og var mjög brugðið, að eigin sögn minnir mig.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.2.2009 kl. 18:31

17 Smámynd: Sveinn Tryggvason

Þetta er mjög góð fréttaskýring hjá Channel 4 sem lýsir ágætlega vandamálunum og óvissunni (og þar með áhættunni) varðandi innlánstryggingar erlendra banka í UK. 

Hvernig tilteknir aðilar á markaði voru farnir að spékúlera í CDS - og í raun gefa út "self-fulfilling prophecies" - er náttúrulega stúdía í sjálfu sér og mér sýnist ummæli Davíðs um CDS mál bankanna vera í lagi.

Síðari ummæli Davíðs (t = 08:07) um að bankarnir sé "so sound" etc. sýna hins vegar að útávið hefur Davíð gengið ansi langt í að verja hagsmuni bankanna... Honum hefði reyndar örugglega verið legið á hálsi hefði hann ekki gert það.

Ég hef reyndar haldið því fram að ofuráhersla á að bola Davíð og co. út úr Seðlabankanum sé sýndarmennska sem sé ekki til gagns og fremur til þess fallinn að draga athyglina frá raunverulegum viðfangsefnum. 

Sveinn Tryggvason, 11.2.2009 kl. 21:08

18 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

"Ég hef reyndar haldið því fram að ofuráhersla á að bola Davíð og co. út úr Seðlabankanum sé sýndarmennska sem sé ekki til gagns og fremur til þess fallinn að draga athyglina frá raunverulegum viðfangsefnum".

Sveinn Tryggvason: Ef málið snerist bara um pesónuna DO þá væri þetta ósköp einfalt. Í raun skiptir DO engu máli sem persóna. Hann skiptir hins vegar miklu máli sem seðlabankastjóri sem hefur misst traust. Hvernig það traust tapaðist er orðið að aukaatriði. Aðalatriðið er að endurvekja traustið. Það verður að segja þá sögu eins og hún er að DO mun varla ná að sækja traust umheimsins á næstunni.

Því er algjör nauðsyn að hann víki og hægt verði að skapa bankanum starfsfrið og hann verði mannaður af þeim sem vænlegir eru til verka, þ.e. endurheimta traust og trúverðugleika.

Sveinn Ingi Lýðsson, 11.2.2009 kl. 22:07

19 identicon

Sveinn

Ef þú hættir að hugsa um Davíð sem persónu, eins og Sveinn Ingi biður þig um, þá hlýtur þú að sjá að eftir þessa og aðrar útgáfur heilbrigðisvottorða og staðfestingar á styrkleika íslenska bankakerfsins verður afar erfitt fyrir nýja banka að öðlast nauðsynlegan trúverðugleika á erlendum mörkuðum með nákvæmlega sömu yfirstjórn Seðlabankans og óbreytta umgjörð. Svo bætist við þetta fjölmargt annað sem hefur dregið úr trúverðugleika Seðlabankans. 

Hagsmunir íslensks atvinnulífs af því að hafa hér sæmilega stæða banka sem séð því fyrir nauðsynlegri þjónustu eru einfaldlega svo margfalt margfalt meiri og mikilvægari en persónulegir hagsmunir stjórnenda Seðlabankans af því að þrásitja áfram. Enda hafa kröfur um afsögn þeirra komið fram þvert á allar flokkspólitískar línur.

Arnar (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband