....augnablik meðan ég........................

Mál Al-Thani þess katverska bróður emírsins af Katar fær stöðugt á sig einkennilegri mynd. Ef minnsti flugufótur er fyrir þessari frétt Stöðvar 2 um málið þá staðfestir það þá glórulausu siðspillingu sem virðist hafa grasserað með kaupahéðna og fjárglæframanna landsins.

Á mannamáli er þetta ekkert flókið.  Hér hafa ótíndir svikahrappar verið á ferð ef satt er.  Í ljósi þessa vaknar spurningin hvers vegna svikin hafa ekki verið kærð?  Getur það verið að sá er hlunnfarinn var (Kaupþing) hafði einnig óhreint mjöl í sínu pokahorni og þoli því illa skoðun?

Nú reynir  á ríkissaksóknara sem lögum samkvæmt ber að hefja að eigin frumkvæði rannsókn á þessum ótrúlegu grunsemdum.  Ég bíð eftir því að sjá lögreglumenn með handjárn á lofti.  Svo erum við beðin um að persónugera ekki vandann.......

.....augnablik meðan ég.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sveinn í okkar fjármálaumhverfi telst það eðlilegt þegar keyptur er 25miljarða hlutur í banka tapar bankinn 37miljörðum,eðlileg viðskipti-spurðu bara FME,seðlabankann,alþingi,ríkisstjórnina já bara hvaða opinbera eftirlitsstofnun sem þú vilt,hættu þessari afskiptasemi.nú er bara tími til að ræða hvort við eigum að fara í aðildarviðræður um inngöngu í evrópusambandið.(sem svona þér að segja vilja örugglega ekki fá svona spillingu inn til sín) 

árni aðals (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 23:46

2 identicon

Skyldi hann hafa verið sá eini sem fékk slíkan díl?

Hvað með gaurinn sem keypti í Landsbankanum korter í fall fyrir milljarða?

Ég legg til að íslenska þjóðin semji opin bréf til td., USA, Bresku og allra ríkisstjórna á Norðurlöndum, sem við fengjum örugglega birt í helstu fjölmiðlum þessara landa, og hreinlega biðjum um hjálp. Hjálp gegn ráða- og dugleysi stjórnvalda.

ÞA (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 00:45

3 identicon

Það er svo margt gruggugt við viðskiptahætti í íslenskri menningu að það er ótrúlegt, og það kemur væntanlega margt óhugnalegt í ljós er ráðherrar byrja að víkja en á meðan engin segir upp og allir halda spilunum að sér þá verðum við bara að vona það besta þ.a.e.v að spillingin verði upprætt....

Hermann (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 00:58

4 identicon

Annars er einhvað að gera í ökukennslunni núna, er fólk að prútta niður verð?

Hermann (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 01:00

5 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Og tætararnir ganga og ganga .

Hörður B Hjartarson, 19.1.2009 kl. 03:19

6 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Hermann, nú er sá árstími þegar rólegast er í ökukennslunni.  Um leið og sól hækkar á lofti vilja allir fara að læra.  Ég verð ekki var við að það sé prúttað meira um verð en verið hefur á undanförnum árum.

En að svikamyllu bankamannanna eða svikahrappanna eins og réttast er að kalla þá verða stjórnvöld að sýna myndugleik og sækja þessa menn.  Ræflar sem stela sér til matar í kjörbúðum eru umsvifalaust leiddir á brott í handjárnum og jafnvel úrskurðaðir í gæsluvarðhald en þessir ands.. skúrkar stela án nokkurrar miskunnar framtíðarmöguleikum barna minna og barnabarna; Til hvaða ráðstafanna er gripið þar:  FME er búið að gaufa síðan í haust að "kanna" málið!  Hvurn ands... eru þeir að kanna.

Mér er spurn.

Sveinn Ingi Lýðsson, 19.1.2009 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband