Ríkislandbúnaður lætur í sér heyra

Mann setur hljóðan að lesa svona frétt. Eru þessir skógarbændur svo rækilega komnir á ríkisspenann að fyrsta lausnin? sem þeim dettur í hug er að henda milljón trjáplöntun á haugana?
Ég neita að trúa því að ekki séu til aðrar lausnir á vandanum, reyndar vanda sem ég á svolítið erfitt með að skilja að sé vandi yfirleitt. Það mæla göturnar núna 11 þúsund atvinnulausir. Í sumar verða þeir efalaust komnir í 25 - 30 þúsund. Væri ekki ráð að setjast niður og hugsa í lausnum áður en svona uppsláttur er settur fram.
Jafnvel þótt ég sé í fullri vinnu skal ég vera tilbúinn að taka minn skerf af þessum plöntum og koma þeim í jörðina með eigin höndum.
Eitthvað hlýtur það líka að kosta að keyra þetta á haugana.
mbl.is Milljón trjáplöntur á haugana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sveinn

Hver á svo að borga skógarbændum fyrir að hafa framleitt plönturnar? Ekki ætlast ég til þess að börnin mín fái ókeypis ökutíma hjá þér.

 En af því að  þú talar um ríkislandbúnað þá langar mér að benda þér á að þeir peningar sem töpuðust við hrun bankanna hefðu dugað til að styrkja lanbúnað á Íslandi í heila öld. Frekar væri reyndar að tala um ríkisneytendur af því að hér er verið að greiða úr sameiginlegum sjóðum svo allir landsmenn geti keypt ódýrar, hollar og góðar landbúnaðarvörur.

 Með kveðju úr Sveitinni

Sæmundur Jón Jónsson (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 10:27

2 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Takk Sæmundur. Að sjálfsögðu kostar að framleiða plöntur. Ef væntanlegur kaupandi (ríkið) getur ekki staðið við sinn hluta kaupsamnings finnur maður væntanlega annan kaupanda en vælir ekki á torgum um að henda plöntunum á haugana. Slík framsetning er móðgun og lýsir best hugsunarhætti þess sem fram setur.

Að sjálfsögðu styð ég það sem fram fer í sveitum landsins heilshugar enda þaðan upprunninn. Hins vegar blöskrar mér enn og aftur þessi hugsun að þegar eitthvað bjátar á eigi ríkið að henda út bjarghring.

Breytum hugsuninni, hugsum í lausnum en ekki bölmóði!

Bestu kveðjur í Sveitina

Sveinn Ingi Lýðsson, 18.1.2009 kl. 10:44

3 identicon

Ég myndi frekar vilja hafa grænt í kringum mig heldur en að þurfa að horfa á okkur gera okkur að fíflum í evrovisjón.Hvað kostar það,ekkert hefur verið rætt um að við sleppum þessu kjaftæði.Nú hefur aðrar þjóðir dregið sig úr þessu kjaftæði vegna bankakjaftæðis,erum við ekki blönk líka??

stjani (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 10:51

4 identicon

það að farga plöntunum er fáránlegt og er lausn þeirra sem nenna ekki að sinna starfi sínu. Kostnaðurinn við framleiðsluna er sá hinn sami hvort sem þeim er hent á haugana eða þeim komið á rétta staði með réttum aðferðum - gróðursetningu -

Upplýsið um staðsetningu þeirra - gefið fólki kost á að kaupa þær - svo er annað - er það kanski inni í myndinni að gefa fólki tækifæri tilþess að mæta í gróðursetningarferð þar sem við getum lagt okkar af mörkum - án greiðslu - ? Ég vann við skógrækt sem unglingur og hluti af því starfi sem við unnum þá kallast Kjarnaskógur í dag og er á Akureyri.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 10:56

5 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Bændur fá borgað fyrir að framleiða plönturnar, um það er fréttin ekki. Það er verið að tala um, að vegna aukins kostnaðar og verðbólgu, þá geti þeir ekki komið þeim í jörð. Það ætlast enginn til, að eitthvað sé gert ókeypis, síst af öllu af bændum, sem standa kannski ekki vel fyrir. En að henda plöntunum, sem búið er að framleiða, vegna þess að peningarnir duga ekki alla leið, svoleiðis hótanir eru bara út í hött. Það hafa allir, þurft að taka á sig versnandi kjör, og aukinn kostnað, líka ég, og Sveinn, við verðum hinsvegar að finna einhverja lausn, aðra en að henda verðmætunum á haugana.

Börkur Hrólfsson, 18.1.2009 kl. 10:57

6 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Hvað gera kaupmenn sem sitja uppi með óseldan lager? Þeir lækka verðið og auglýsa útsölu, reyna alla vega að hafa fyrir útlögðum kostnaði. Jafnvel þótt ekki fáist upp í allan kostnaði er betri hálfur skaði en allur.

Ég er tilbúinn að leggja mitt af mörkum, þetta eru milljón plöntur. Þetta eru ekki nema liðlega 3 plöntur á hvern íslending. Okkur ætti ekki að vera ofraun að bjarga plöntunum og koma þeim í jörð án tilhlutan skógarbænda.

Sveinn Ingi Lýðsson, 18.1.2009 kl. 11:40

7 identicon

Sammála þér Sveinn.

það er búið að greiða fyrir framleiðsluna, en vantar greiðslu fyrir niðirsetningu.

En það vill svo til að bændur margir hverjir hafa greitt öðrum fyrir að pota þessu niður, og finnst mér þeir verði bara að sleppa því að kaupa þá þjónustu, og gera þetta sjálfir.

Ég þekki vel til í sveitinni, og tími bænda er ákaflega rúmur  á köflum, því vélvæðingin mikla í sveitunum gerir það að verkum að meðalbúrekstur er hreint ekki full vinna, í það minnsta ekki hjá sauðfjár og kúabændum. Mér hefur alltaf þótt það merkilegt og líka meðan ég var bóndi, þegar ætlast var til þessa að geta lifað af búskapnum án þess að stunda nema hálfa vinnu. það er alveg klárt að venjulegur launamaður getur það ekki.

En þetta með að ætla henda plöntunum minnir á kartöflubændur hér í denn, þá bárúst fréttir af hörmungum bænda vegna uppskerubrests, og svo næsta ár bárust fréttir af gríðarlegri uppskeru, en viti menn þá var allt ómögulegt líka því þá varð verðfallið víst svo mikið. Já lífið er ekki auðvelt hjá þeim blessuðum

(IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 11:58

8 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Ég held ég væri ekki í vandræðum með að koma um eitt þúsund af þessum plöntum í jörð sjálfur á ýmsum gróðurvana stöðum.

Ísleifur Gíslason, 18.1.2009 kl. 18:52

9 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Það sem ég hef kannski fyrst og fremst áhyggjur af er sá sérkennilegi hugsunarháttur að í stað þess að bjarga sér sjálfur á bara að sækja í ríkissjóð.

Sveinn Ingi Lýðsson, 18.1.2009 kl. 20:22

10 identicon

þakka þér Sveinn fyrir að hafa bent á þessa sóun verðmæta sem kemur fram í fréttinni.. 

það hefur verið í tísku hjá þeim sem eitthvað eiga undir sér að kaupa landskika ekki undir 30 hekturum , stofna lögbýli og skrá sig sem skógarbónda..þá skiptir engu að verið er að stofna eyðibyli,, allt  snýst um að svíkja fé úr opinberum sjóðum , fá ókeypis plöntur og  að girða landskikan . Því miður hafa áhuga fólk um skógrækt / landgræðslu varið þessa háttsemi þar  sem hefðbundnir bændur hafa ekki haft fjárhagslegt bolmagn til að vinna úr öllum plöntunum sem hafa verið framleiddar með ríkisstyrkjum.. Hitt verður svo fróðlegt að fylgjast með hvort þessir eyðibíla stofnendur muni ekki reyna að selja skikana sem sumarhúsalóðir þegar trén eru farin að gera garðinn ásjálegan,, og gleymd er hugsjón ræktunnar og landvermdar ,, græðgin hefur sigrað enn og aftur.. 

Ingvar Ingvarsson (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband