Eitthvað til að hafa áhyggjur af?

Er ekki bara þjóðin að endurheimta eignir sínar úr höndum braskara?  Mun það ekki skapa ný sóknarfæri?

Mér er spurn?


mbl.is Sjávarútvegsfyrirtæki berjast fyrir lífi sínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jú nú þarf ríkið að leysa til sín veiðiheimildirnar og taka á þessu frjálsa framsali.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.1.2009 kl. 14:41

2 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Ég  hef áður lagt fram grunn að skipan á úthlutun aflaheimilda við Íslandsstrendur en þær eru í grófum dráttum þessar:

  • A. Kvótinn er sameign almennings.
  • B. Kvótatímabilið er 5 ár í senn.
  • C. Afnotarétturinn er boðinn út til fimm ára, fimmtungur árlega þannig að kerfið rúllar á fimm árum (20% á ári til 5 ára).
  • D. Öllum er heimilt að bjóða í. Ekki er skilyrði að bjóðendur eigi skip. Slíkt skiptir engu máli. Það þarf hvort eð er skip til veiðanna. Þau eru til.
  • E. Kvóti er bundinn svæðum, þó er 5% hans færanlegt milli svæða innan tímabilsins. Hverjum bjóðanda er bara heimilt að leigja allt að 5% kvótans innan hvers svæðis og að auki 2,5% á öðru svæði.
  • F. Öllum afla er landað á löglegan markað. Markaður er ábyrgur fyrir skilum á afgjaldinu. Framsal til þriðja aðila er óheimill en fá má aðra til að veiða kvótann.

Þarna er farin einföld útboðsleið á takmörkuðum gæðum. Leið sem víða er farin, s.s. í veiðirétti, námrétti o.fl. sem er almannaeign. Með þessu er tryggð hámarksarðsemi, jafn aðgangur allra að réttinum til veiða auk þess að eigandi nýtur afraksturs af eign sinni.

Í dag er tvennt í stöðunni. Í fyrsta lagi að láta veðin falla og þá eignast væntanlega erlendir kröfuhafar kvótann. Í öðru lagi leysir ríkið (almenningur) kvótann til sín og endurúthlutar honum með útboði eins og hér er lýst eða án annan hagkvæman hátt.

Ef almenningur á að taka á sig skuldbindingar og láta sömu menn halda áfram að misfara með þess eign okkar er komið í mikið óefni sem ég vil varla hugsa til enda.

Sveinn Ingi Lýðsson, 13.1.2009 kl. 15:15

3 identicon

Alveg sammála.

Forstjóri Hafró með sínar athugasemdir við þessi örfáu tonn sem bætt var við aflaheimildir í þorski.

Forstjóri Hafró er eins og mjög slæmur bóndi sem mundi ekki lifa lengi af sauðfjárbústofninum. Bóndi á 1000 fjár en aðeins hey handa 200 og setti allt á veturfóðrun. Hvað yrðu margar lifandi að vori og hvernig ástand yrði á bústofninum?

En þetta er sú stefna sem Hafró er búin að predika og framfylgja alla tíð. En þorskurinn hefur það framyfir sauðkindina að hann borðar aðra smærri þorska og útkoman slæm fyrir alla. Þorskkvótinn ætti að vera föst tala 300000 tonn á ári og settur á markað.

Jón Halldór Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 13:17

4 identicon

Þetta er flott hjá þér Sveinn Ingi,,,Við fín pússum þett,lesum þetta svo upp á alþingi,og látum þá sem þar sitja aðgerðarlausir(ekki þó vegna lélegrar verkefnastöðu)samþikkja.Verðum að fara varlega í að svæðisbinda úthlutunina,það gæti þítt,nauðungar fluttninga á fólki,og ekki meigum við gleima því að fiskar hafa sporð og talsverðan áhuga á ferðalögum.Nú aðilar sem fá úthlutun(bjóða hæst)en ekki nýta úthlutunina,innan ákveðins tíma,skila henni að sjálfsögðu aftur í ríkissjóð..Því að ræðan okkar á alþingi byrjar á ALLT brask , með veiðiheimildir er bannað,,,sem sagt sá sem bíður í og fær aflaúthlutun,nýtir hana sjálfur fyrir sína útgerð,ef ekki þá einfaldlega skilar hann henni.

Julius kristjansson (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband