Föstudagur, 9. janúar 2009
Björn Bjarnason að láta af embætti?
Þrálátur orðrómur hefur verið um að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra muni segja af sér ráðherradómi fyrr en síðar. Þessi frétt birtist síðan á visi.is þar sem Björn svarar aðspurður að alltaf hafi legið ljóst fyrir að hann myndi ekki sitja út kjörtímabilið.
Varla er Björn að axla sín skinn vegna Íslandshrunsins. Örugglega eru ráðherrar þar sem væri sæmra en Birni. Björn hefur verið mjög umdeildur sem ráðherra og margir sýnt lítinn skilning á stjórnarathöfnum hans. Þó að sumar gjörðir hans orki vissulega tvímælis er í mínum huga ljóst að Björn hefur lyft grettistaki í málefnum löggæslunnar. Lögregluna hefur hann fært í mun skilvirkara og nútímalegra horf. Hann hefur einnig sýnt bæði skilning og framsýni með því að efla sérsveit og búnað lögreglu í ljósi gjörbreyttrar heimsmyndar.
Björn er ekki allra og örugglega munu einhverjir segja að þar hafi farið fé betra. Það tek ég ekki undir og heilstætt séð hefur hann verið einhver besti ráðherra lögreglumála síðustu áratuga. Þetta þekki ég vel eftir langa reynslu í lögreglunni fram til aldamóta en til fjölda ára þar á undan var aðbúnaður og tækjakostur lögreglu nánast því aftan úr grárri forneskju.
Birni óska ég velfarnaðar í hverju því sem hann mun taka sér fyrir hendur.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Athugasemdir
Er einhver að gráta?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 9.1.2009 kl. 23:34
Mikið er ég sammála þér. Björn er starfsamur og duglegur ráðherra. Hann hefur einnig unnið gott starf í sifjamálum, m.a.
Meginmálið er að hann er starfsamur og hann fylgir sinni sannfæringu, jafnvel þó það blási á hann timabundið. Fyrir vikið er hann miklu meiri maður en margir stjórnmálamenn sem mynda sér skoðun eftir því hvernig vindurinn blæs hverju sinni. Í mínum huga mætti skipta mörgum ráðherrum út á undan honum.
Gísli Gíslason, 11.1.2009 kl. 18:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.