Björn Bjarnason ađ láta af embćtti?

Ţrálátur orđrómur hefur veriđ um ađ Björn Bjarnason dómsmálaráđherra muni segja af sér ráđherradómi fyrr en síđar.  Ţessi frétt birtist síđan á visi.is ţar sem Björn svarar ađspurđur ađ alltaf hafi legiđ ljóst fyrir ađ hann myndi ekki sitja út kjörtímabiliđ.

Varla er Björn ađ axla sín skinn vegna Íslandshrunsins.  Örugglega eru ráđherrar ţar sem vćri sćmra en Birni.   Björn hefur veriđ mjög umdeildur sem ráđherra og margir sýnt lítinn skilning á stjórnarathöfnum hans.  Ţó ađ sumar gjörđir hans orki vissulega tvímćlis er í mínum huga ljóst ađ Björn hefur lyft grettistaki í málefnum löggćslunnar.  Lögregluna hefur hann fćrt í mun skilvirkara og nútímalegra horf.  Hann hefur einnig sýnt bćđi skilning og framsýni međ ţví ađ efla sérsveit og búnađ lögreglu í ljósi gjörbreyttrar heimsmyndar.

Björn er ekki allra og örugglega munu einhverjir segja ađ ţar hafi fariđ fé betra.  Ţađ tek ég ekki undir og heilstćtt séđ hefur hann veriđ einhver besti ráđherra lögreglumála síđustu áratuga.  Ţetta ţekki ég vel eftir langa reynslu í lögreglunni fram til aldamóta en til fjölda ára ţar á undan var ađbúnađur og tćkjakostur lögreglu nánast ţví aftan úr grárri forneskju.

Birni óska ég velfarnađar í hverju ţví sem hann mun taka sér fyrir hendur.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Er einhver ađ gráta?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 9.1.2009 kl. 23:34

2 Smámynd: Gísli Gíslason

Mikiđ er ég sammála ţér.   Björn er starfsamur og duglegur ráđherra.  Hann hefur einnig unniđ gott starf í sifjamálum,  m.a.

  1. gert sameiginlega forsjá á meginreglu viđ skilnađ foreldra, ţađ er 10-18 árum seinna en norđurlöndin.
  2. hann lagđi niđur sifjalaganefnd en sú nefnd átti ađ endurskođa barnalög.   Ţađ er ljóst ađ Ísland hefur veriđ 10-20 árum á eftir norđurlöndunum á síđustu áratugum.  Sú nefnd hafđi ţví alls ekki unniđ sína vinnu og fór ţađ hljótt ađ hún var aflögđ. Nú hefur hann skipađ nýja nefnd sjá fréttatilkynningu frá ráđuneyti.  
  3. Yfirmađur ţeirra deildar er fór međ og hafđi lengi fariđ međ málefni sifjamála í ráđuneyti fór í leyfi og svo í sérverkefni og nýr yfirmađur skipađur. Ţetta fór hljótt.
  4. hann skipađi nefnd til ađ endurskođa međlagskerfiđ hér á landi eftir ađ hann fékk skýrslu í hendurnar ađ okkar kerfi sé áratugum á eftir norđurlöndum og hinum vestrćna heimi  sjá fréttatilkynningu frá ráđuneyti.

Meginmáliđ er ađ hann er starfsamur og hann fylgir sinni sannfćringu, jafnvel ţó ţađ blási á hann timabundiđ.   Fyrir vikiđ er hann miklu meiri mađur en margir stjórnmálamenn sem mynda sér skođun eftir ţví hvernig vindurinn blćs hverju sinni.   Í mínum huga mćtti skipta mörgum ráđherrum út á  undan honum.

Gísli Gíslason, 11.1.2009 kl. 18:18

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband