Miðvikudagur, 7. janúar 2009
Braskarar í útgerðarstétt missa fiskveiðiheimildir í hendur útlendinga.
Hvernig stendur á þessari skelfilegu skuldsetningu í íslenskum sjávarútvegi. Ein helstu rök andstæðinga ESB hafa verið að eignarhaldið fiskveiðiréttarins megi ekki færast til útlendinga. Þá spyr ég: Hefur það ekki færst sjálfkrafa með kvótabraski, tilheyrandi skuldsetningu sem nú kemur illa í hausinn á bröskurnum? Hverjir eiga veðkröfurnar í þrotabú bankanna? Skyldu þeir vera einhverjir ótætis útlendingar?
Er þá ekki ljóst að raunverulegt eignarhald á fiskveiðiréttinum á Íslandsmiðum er komið í hendur erlendra? Ef svo er eru þá ekki rökin gegn ESB aðild fokin fjalla til? Ég get ekki betur séð en ef eignarhaldið eigi að haldast innanlands að ríkið verði að leysa til sína aflaheimildir og sjá til þess að veð útlendinga í veiðiréttinum verði greiddar.
Annað tveggja gerum við það núna strax eða aldrei.
Erlendir bankar með veð í kvóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Vefurinn, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Ég er ekki lögfróður maður en ef ekki eru lög eða reglur sem banna sölu veiðiheimildanna út úr landinu þá geri ég fastlega ráð fyrir að yfirvöld reyni að koma því svo fyrir að það verði ekki leyfilegt. Það hlýtur að vera grundvallaratriði að afli veiddur á Íslandsmiðum leiði aðallega til atvinnusköpunar og tekna hér innanlands.
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 09:05
Ansi er ég hræddur um að eiganda veðsins sé nokk sama um hvort einhver lög hafi verið brotin. Lögbrjóturinn yrði þá væntanlega bankinn sem framseldi veðið eða upphaflegi skuldarinn sem veðsetti bankanum kvótann.
Það eitt og sér er tæpast löglegt og gengur á skjön við ákvæði 1. gr. laganna þar sem segir fiskinn í sjónum sameign þjóðarinnar. Alla vega gengur það gegn allri siðrænni hugsun að veðsetja eigur annarra nema þá með formlegu veðleyfi. Mér vitandi hefur það ekki verið gefið út.
Eigandi veðs mun að sjálfsögðu ganga að því standi skuldarinn ekki í skilum. Skuldarinn í þessu tilfelli er íslenskur banki sem framseldi veðskuldabréf í svokölluðum skuldabréfavöndli.
Sveinn Ingi Lýðsson, 7.1.2009 kl. 09:35
Ef að útlendingur eignast kvóta þá er honum óheimilt að gera sjálfur út skip til að veiða hann og verður að selja hann innan árs.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 11:38
Það er rétt en hann getur líka haldið veðinu á meðan skuldarinn greiðir. Á meðan því stendur getur veðhafinn sagt skuldaranum að stitja og standa að vild.
Ekki satt?
Sveinn Ingi Lýðsson, 7.1.2009 kl. 12:17
Getur verið að einhver innan LÍÚ hafi ætlað að komast í sjúklegar álnir með því að kaupa kvótann af germanska bankanum?
Diesel, 7.1.2009 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.