Að mæta með smjördollu í kastljósviðtal.

Borgi ekki skuldir óreiðumanna? Hvurn ands.... á maðurinn við? Dettur honum virkilega í hug að þjóðin þurfi ekki að borga skuldir okkar hvert okkar sem stofnaði til þeirra. Bakland bankamannana var Seðlabankinn og íslenska ríkið. Halda menn virkilega að Bjarni Ármanns og co hafi fengið stóru lánin út á andlitið? Davíð er leifturskýr og fyrir löngu búinn að átta sig á trúgirni þjóðar sinnar og hagaði sér í samræmi við það. Viðtalið og skrautlegar yfirlýsingar hans verða sennilega til að sturta því litla lánstrausti sem eftir er af lánstraunsti þjóðarinnar í niðurfallið.
Davíð var sjálfum sér líkur þarna. Mætti með smjördollurnar og klíndi í allar áttir. Hann er hreinn snillingur í að drepa málum á dreif svara ekki því sem hann er spurður um en gera stórmál úr aukaatriðinum. Það er ekki annað hægt en dást að kallinum, þessum mesta sjónhverfingamanni íslenskra stjórnmála, sennilega frá upphafi vega.
Ég saknaði spurninga hvers vegna bindiskylda bankanna var afnumin, spurninga um vaxtastefnu sem ekki virkaði, spurninga um hvers vegna fólk hraktist út í lántökur í erlendum gjaldmiðlum, spurninga um hrun krónunnar svo eitthvað sé nefnt.
Ég er alveg viss um að fjöldi fólks er núna með stjörnur í augum yfir snilli gamla landsföðurins. Ég skil það vel, fólk er almennt hrifnæmt og kallinn fór á kostum. En varla hafa erlendir lánardrottnar orðið hrifnir.
Svo mikið er víst!
mbl.is Ríkið borgi ekki skuldir óreiðumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viggó H. Viggósson

Af hverju ætti þjóðin að borga fyrir skuldir bankana? Þetta eru jú einu sinni bara viðskipti - ekki satt? Þeir sem lána taka áhættu - eiga að taka áhættu.

Blasir það ekki við að "kallinn" var ekki þarna til þess að gleða lánadrottna!

Þarf ekki að skoða upphaf og endi á þessum hrakningum þjóðarinnar yfir í lán í erlendum gjaldmiðli. Var það nauðsynlegt að kaupa nýjan bíl, dýrari bíl, miklu dýrari bíl, annan bíl, hjólhýsi, mótorhjól, fjórhól og bara allskonar hjól. Var nauðsynlegt að fara þrisvar sinum, fjórum sinum, fimm sinnum eða hvað það var oft sinum til útlanda á hverju ári, í hverju mánuði - á tónleika, á fótboltaleik, á eitthvað bara.

Færum okkar ofar í keðjuna var það nauðsynlegt að fá sér nýtt hús, stærra hús, rífa hús, taka hús í gegn, demba sér í skuldsettar yfirtökur ... Æi þú veist hvað ég meina.

Hvernig færð þú það út að fólk hafi hrakist út í erlendar lántökur?

Ef einhver hrakti okkur (jú, jú ég er brenndur) út í þessar lántökur þá var það þeir frændur neyslupúki og gnóttarpúk. hum og svo bankarnir sem græddu nú sitt á þessu.

Eða hvað?

Viggó H. Viggósson, 7.10.2008 kl. 22:50

2 Smámynd: Kristinn Sigurjónsson

Íslendingar hafa alltaf þurft að eyða laununum löngu áður en þeir hafa aflað þeirra,   Þeir eru svo hissa ef illa fer.  Það er nú einu sinni svo að skuldsettur maður getur þurft að sæta afarkostum, en það sem verra er, það er dýrt eð eyða umfram efni og lifa á lánum í stað þess að safna fyrir þeim gæðum sem maður óskar þér.

Kristinn Sigurjónsson, 8.10.2008 kl. 02:02

3 identicon

Sæll Sveinn,

   Æi þurftirðu nú að eyðileggja það sæmilega álit sem ég hafði á þér. Ég hélt á tímabili að þú værir málefnanlegur, og nú ertu jafnvel búinn að eyðileggja þá þó trúverðulegu gagnrýnir sem þú hafði á seðlabankastjóra(ég læt þig þó ekki eyðieggja hana).

Sveinn sagði, 

"Dettur honum virkilega í hug að þjóðin þurfi ekki að borga skuldir okkar hvert okkar sem stofnaði til þeirra."

     ---Voðalega er erfitt fyrir þig að skilja þetta. Það var ekki þjóðin sem stofnaði til þessara skulda. Það voru örfáir "milljarðamæringar". Það var almenn samstaða í samfélaginu um þessa útrás. Það ætluðu allir að komast í kjötkatlana, og þannig fékkst samstaða á meðal þjóðarinnar um þetta rugl(þú hefur eflaust látið glepjast, miðað við biturleikann).  Davíð Oddsson stjórnmálamaður ber náttúruega stjóra ábyrgð þar, en að vera nota heift sína gagnvart honum, núna sem seðlabankastjóra, er náttúrulega það sem hann vill fyrir alla muni!!!

     Fór hann með lánstraust Íslendinga í svaðið  Hérna ertu náttúrulega orðinn hlæilegur. Stóð hann persónluega að Icesave t.a.m.?? Hann hefur einnig ekki verið í pólitík síðustu 3 árin.

Var það hann sem kom á 100% lánum? Var það ekki þáverandi félagsmálaráðherra, sem "sælla" minninga var kominn inn undir hjá Glitni nokkrum misserum síðar.

  Varðandi bindiskyldur, vaxtastefnu, o.fl. þá ef þú hefðir einhverja lágmarksþekkingu á hagfræði og störfum Seðlabankans, þá hefði engu breytt hvort Davíð Oddsson hefði verið þar eða ekki. Þetta sjá allir, nema þú.

  Farður frekar sálfræðings varðandi hatur þitt á manninum, heldur en að eitra og skemma málefnanlega umræðu........sem notabena hjálpar engum nema Davíð Oddssyni......ef hann á svona óvini eins og þig....þá þarf enga vini, og ætli þar liggi ekki frekar snilligáfa mannsins.

Jóhannes (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 10:28

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Tek heilshugar undir orð kristins og Jóhannesar, ég hefði ekki orðað það betur sjálfur;-)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.10.2008 kl. 11:05

5 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Jóhannes

Þjóðin (Seðlabankinn í umboði hennar) ber ábyrgð á íslenskri bankastarfsemi og Seðlabanka og Fjármálaeftirliti er falin umsjón þess.  Svo einfalt er það.  Að lýsa því yfir að ætla ekki að borga skuldir sínar er ekki til traust fallið.  Svona segir enginn ábyrgur seðlabankastjóri og ég velti fyrir mér hvað honum gangi til.

Icesave er Landsbankinn og enn og aftur fékk þessi banki að leika lausum hala án neinna afskipta eftirlitsapparatsins.  

Við verðum að setja í gang aðgerðaplan sem verður að vera til trausts fallið.  Til þess þarf að hreinsa til.  Eitt það fyrsta sem þarf að gera er að skipta um yfirstjórn í Seðlabankanum.  Hún nýtur ekki trausts.  

Og til að þér sé það alveg ljóst þá er Davíð einhver mesti stjórnmálaskörungur sem þjóðin hefur átt og ég virði hann sem slíkan.  Hann hefur hins vegar reynst gjörsamlega óhæfur sem æðsti stjórnandi efnahagsmála landsins.  

Hann verður að axla sína ábyrgð eins og aðrir.

Annað sem þú skrifar er ekki svaravert og skiljanlegt að þú þorir ekki að koma fram undir nafni.

Sveinn Ingi Lýðsson, 8.10.2008 kl. 11:15

6 identicon

Sammála.

Í viðtalinu í gær var Davíð ekki seðlabankastjóri, heldur pólitikus. Varði sig og sína og stappaði stálinu í íslensku þjóðina sem aldrei fyrr - á því sviði er maðurinn snillingur.

En erlendir fréttamiðlar sem fylgdust með eru ónæmir fyrir sjarma Davíðs. Við þessar aðstæður áttu þeir allir von á því að heyra seðlabankastjóra styðja við þau fjármálafyrirtæki sem enn standa í lappirnar. Horfa fram á veginn og byggja upp traust og lánstraust íslendinga og íslenskra fyrirtækja. En nei, ekki kom eitt einasta orð frá seðlabankastjóra sem nýtist starfandi fjármálafyritækjum í dag til að byggja upp sitt lánstraust.

Í staðinn valdi hann að sparka í blórabögglana. Þeir eiga það nú aldeilis skilið, en hverjum datt í hug að það væri einmitt hlutverk seðlabankastjóra? einmitt á þessum tímapunkti?

Það sem Davíð fannst mikilvægast að koma á framfæri til heimsbyggðar allrar á þessum viðkvæma tímapunkti var að íslenskir viðskiptamenn væru "óreiðumenn" og að "við ætlum sko ekki að borga erlendar skuldir þessara óreiðumanna" auk þess sem hann slátraði Glitni í beinni. Hefur einhver lesið starfslýsingu seðlabankastjóra? Er þetta hlutverk hans?

Það láta allir eins og það sé nú bara fínt og gott á þessa ríku kalla að bankarnir fari sem flestir á hausinn. Hefnigirnin í garð útrásarvíkinganna er skiljanleg og réttmæt, en almenningur græðir samt ekki á því að þeir bankar sem enn starfa séu talaðir niður í svaðið. Þeir sem tapa á óförum bankanna eru lífeyrissjóðirnir, almennir hluthafar, fólk sem fjárfesti í "öruggum" peningasjóðum, og 300 þúsund manns í bretlandi tapa líka sínum sparnaði. Almenningur tapar. Milliríkjadeila við Breta í aðsigi.

Var þetta virkilega það sem Davíð fannst mikilvægast að tala um á þessum tímapunkti? Er hann að vinna að hagsmunum þjóðarinnar eða að reyna að bjarga sínu pólitíska skinni?

Jóhanna (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 11:17

7 identicon

Ég á erfitt með að skilja þessa tröllatrú sem menn hafa enn á Davíð Oddssyni og að vera að verja það sem hann sagði í Kastljósi er algjörlega forkastanlegt.

Hversu oft þarf Davíð að skíta upp á bak og láta þjóðina gjalda fyrir til þess að menn átti sig á því að hann er ekki starfi sínu vaxinn!

Hjalti Þór Sveinsson (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 18:03

8 Smámynd: ÖSSI

Comon...Auðvitað er þetta sök nokkurra bjartsýnisgutta að svona fór. Þetta hefur ekkert með seðlabankann eða stjórnvöld að gera. Þeir sem stofna til skulda eiga að greiða þær skuldir.

ÖSSI, 8.10.2008 kl. 20:56

9 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Hlutverk seðlabanka er m.a. eftirlitsskylda ásamt FME. Umræða dagsins hefur fært okkur heim sanninn á því hversu arfaslök vinnubrögð seðlabankans hafa verið. Meira að segja valdið meiri skaða en eðlilegt er.

Því er ábyrgð aðalbankastjóra Seðlabankans mikil.

Sveinn Ingi Lýðsson, 8.10.2008 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband