Mánudagur, 6. október 2008
Er DO búinn að setja jeppann í bakkgír?
Það kemur æ betur í ljós þvílík fljótfærnisafglöp DO gerði með þjóðnýtingu Glitnis. Og nú á að leysa málið með því að láta Kaupþing og Landsbankann skipta reitum hans á milli sín. Hvernig má það í ósköpunum vera að einn maður niðri Seðlabanka viti betur en allir aðrir og gangi berlega á skjön við álit flestra þeirra hagspekinga sem hafa tjáð sig um efnahagsstjórn Seðlabankans? Svo á almenningur að súpa seyðið þessari dellusúpu. Á meðan sjálftökuliðið veður gullið upp að hnjám borgar almenningur brúsann í formi verðtryggingar og okurvaxta.
Hefur Geir ekki bein í nefinu til að reka kallinn?
Eigendur Glitnis ekki með í ráðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll,
Mér er persónuleg frekar illa við stjórnmálamanninn Davíð Oddsson, og er mun skárra að hafa hann í Seðlabankanum heldur en í ríkisstjórn, og sem formann stærsta flokksins.
Hins vegar snýst þetta nákvæmlega ekkert um DO. Hvað er í gangi í hausnum á fólki. Við erum hérna í einni alvarlegasta ástandi sem skapast hefur á Íslandi á síðari tímum, og menn eru í endalausum sandkassaleik!!!!!
Þetta er svo yndislega fyndið. Davíð Oddsson kemur Glitni, sem er algjörlega búinn að skíta upp á bak, til bjargar, og menn fara að álasa Davíð Oddssyni fyrir þessa tilteknu aðgerð!!!!!
...........Af hverju gagnrýnið þið ekki frekar stefnu í hagstjórn og einkvæðingu síðustu 10 ára. Þið áttið ykkur ekki á því(sem er mjög sorglegt) að Davíð er að hafa ykkur að fíflum, með því að ata ykkur út í sandkassaleik......
Grow up!!!!...og þetta á við mjög marga í dag.
Jóhannes (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 10:35
Rosalega vildi ég vera jafn-ótrúlega gáfaður og Jóhannes. Hann bara veit allt best eins og Ceaucesce Oddsson í Bleðlabankanum!
corvus corax, 6.10.2008 kl. 10:43
Jóhannes. Þetta snýst fyrst og fremst að aðgerðir Seðlabankans veki traust í fjármálaheiminu. Svo er ekki. Gerðir hans eru ein samfelld röð mistaka og ekki að reyna að segja að þetta sé eftiráskýring. Fjöldi reyndra bankamanna og hagfræðinga hafa varað við þessu í mörg ár.
Setja þarf upp markviss skýr vinnubrögð til að öðlast traust á ný. Eitt af því fyrsta sem þarf að gera er að skipta út yfirstjórn Seðlabankans.
Ég skil ekki þá fullyrðingu að DO hafi komið Glitni til bjargar. Þvert á móti. Þá fyrst töpuðu fjárfesta tiltrúnni á íslenska fjármálakerfið. Glitnisaðgerðin verður örugglega notuð sem skólabókardæmi um ókomin ár um hrein og klár afglöp.
Sveinn Ingi Lýðsson, 6.10.2008 kl. 11:00
Lærdómurinn sem við verðum að draga af þessu öllu saman er að það gengur ekki að vera með pólitíkusa í Seðlabankanum. Þar eiga að stjórna hæfustu hagfræðingar þjóðarinnar hverju sinni. Þetta er ekki staður þar sem ónothæfir stjórnmálamenn fara á eftirlaun!
Örn Arnarson, 6.10.2008 kl. 11:09
Sveinn,
Þetta er ekki eins einfalt og þú lætur liggja að.
T.d. eru ákv. lög í landinu um seðlabanka sem þeir verða að fara eftir. Varðandi gjaldeyrisforðann, þá má setja spurningarmerki við hann, en aftur á móti á það ekki að vera hlutverk seðlabankans að vera elta bankana í sinni útrás.
Þetta er náttúrulega viðkvæmt mál, en hluthafar Glitnis verða einfaldlega að átta sig á því að íslenskur fjármálamarkaður er bara ekki traustari en þetta, því miður, síðan bætast við óhagstæðar aðstæður í fjármálakerfi heimsins.
Ég held að þú gerir þér ekki grein fyrir stærð vandans. Þetta er mjög alvarlegt, og við Íslendingar berum ÖLL sök. Ekki einn maður uppi í seðlabanka.
Það má vera að hann eigi ekki að vera þarna sem hann er, en það er ekki vandinn!
Maður þarf ekki annað en að líta á gríðarlega áhættutöku manna í viðskiptalífinu, og gríðarlega bónusa sem þeir hafa verið að fá að þetta snýst um það, en ekki Davíð Oddsson. Einnig að frjálsræði í viðskiptum er orðið það mikið +einkavæðing +gjafakvóti....allt hefur þetta stuðlað að þessu.
Jóhannes (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 12:16
Sveinn, þetta Glitnismál kom ekki heimskreppunni á stað. Davíð kann einhvern tíma að hafa verið valdamikill en það var ekki í hans valdi að breyta því að það eru hrikalegar hörmungar á fjármálavettvangi heimsins og upptök þeirra eru ekki á Íslandi. Afleiðingarnar eru hins vegar alvarlegri fyrir Ísland en aðrar þjóðir.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 6.10.2008 kl. 12:28
Jóhannes.
Eg er aðeins að fjalla um einn mjög þröngt skilgreindan þátt. Hann er ekki orsök í stóru samhengi, heldur afleiðing slakrar efnahagsstjórnar Seðlabankans. Einblínt var á ofurháa stýrivexti á meðan ekki var hugað að bindiskyldu viðskiptabankana. För Davíðs lá því alltaf lengra og lengra út í fenið þar til ekki var lengur snúið við.
Við eigum allt okkar undir tiltrú fjárfesta og fjármálastofnana heimsins. Þeirra augu beinast fyrst og fremst að stjórn efnahagsmála. Efnahagsmálastjórnar sem hefur brugðist. Til að endurvekja traustið þurfum við að taka til í eigin garði.
Að lokum þannig að það sé alveg á hreinu. Sá vandi sem blasir við í dag er gífurlegur, reyndar sá mesti sem við höfum nokkurn tíma þurft að horfast í augu við. Þess vegna verðum við að takast á við vandann af alvöru og einbeittni og gera það sem gera þarf. Þ.a.m. að skipta um skipstjórann í brúnni.
Sveinn Ingi Lýðsson, 6.10.2008 kl. 12:30
Salvör. Vissulega kom Glitnismálið ekki neinni heimskreppu af stað. En einmitt vegna heimskreppunnar þurfti að fara varlega. Við búum svo illa að vera með minnsta gjaldmiðil heimsins og er mjög berskjaldaður yfir utanaðkomandi áhrifum. Því mátti ekki taka þessa fljótfærnislegu illa ígrunduðu ákvörðun að leggja peninga ríksissjóðs í Glitni. Hvar voru þessi ríku eigendur bankans með stóreignirnar sínar í útlöndum. Báru þeir enga ábyrgð.
Þessi gjörð var þess vegna til að margfalda vanda okkar á við aðrar þjóðir. Gjaldmiðillinn krónan varð allt í einu einskis virði og tiltrú um fjármálaheimsins á íslenska hagstjórn fauk út í veður og vind.
Það er mjög erfitt og krefjandi verkefni að endurheimta þessa tiltrú. Það tekst ekki með þá sömu menn við stjórnvölinn og hafa sýnt óhæfni sína til verkanna.
NB. Af hverju ætli þurfi ekki mann með menntun á sviði hagfræði og alþjóðafjármála í stól seðlabankastjóra. Það er ekki nóg að hafa verið ráðherra á mestu velsældardögum þjóðarinnar. Segum sem svo að okkur vanti yfirlækni á skurðdeild og réðum kjötiðnaðarmann til verksins. Jú, hann er svo laginn með hnífinn!
Sveinn Ingi Lýðsson, 6.10.2008 kl. 12:40
Sveinn,
Já, ég skil þig. Ég er samt ekki viss um að það leysi vandann að henda Davíð úr seðlabankanum, þó að það gæti bætt ástandið eitthvað. Það þarf að stokka allt kerfið upp, og að því þurfa ALLIR stjórnmálaflokkar að koma að og leggja sitt að mörkum. Græðgisvæðingu Íslands er lokið.....eða það vona ég.
Salvör,
Já, og vonandi sé Framsóknarflokkurinn búinn að breyta frá villu síns vegar. Þessi gjörspillti flokkur.....sem ég kaus einu sinni........ha...., en miðað við hvernig flokksmenn tala, þá hef ég mjög litla trú á því. Framsóknarflokkurinn á engu minni sök á því hvernig komið er heldur en Sjálfstæðisflokkurinn.
Jóhannes (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 12:47
Góð skrif Sveinn.
Marta B Helgadóttir, 6.10.2008 kl. 14:25
Takk fyrir það. Hlustaði á mjög gott og málefnalegt viðtal við gamla kratahöfðingjann Jón Baldvin. Sigurður G. Tómasson ræddi við hann og JBH fór yfir sviðið. Hann hefur einstakt lag á að tala skýrt og einfalt mál um flókin málefni. Nú á meðan ég skrifa þetta er verið að boða þjóðarávarp Geirs H. Haarde kl. 16:00. Vonandi hefur hann eitthvað að segja við okkur.
Er botninum náð eða eigum við eftir að sökkva dýpra. Ekki gott að segja þar sem við vitum ekki hvað laugin er djúp. Það er líka væntanlega betra að vita í hvaða átt yfirborðið er.
Sveinn Ingi Lýðsson, 6.10.2008 kl. 14:33
Sammála Sveini! Það er einkennileg þráhyggja margra hérlendra að skipa sér í lið og standa með sínum mönnum gegnum þykkt og þunnt.
Stjórnkerfi og þá einkum efnahagaskerfi heimsins byggir það mikið á trausti, að við einfaldlega getum ekki slegið skjalborg um hvern þann einstakling sem einhverju sinni var efnilegur en hefur síðan brugðist þegar á reyndi.
Hættum að berja hausum við steininn, látum þessa menn taka pokann sinn .
Þeir hafa a.m.k. ekki reynst það góðir að áhætta sé að gefa öðrum tækifæri að spreyta sig!
Kristján H Theódórsson, 6.10.2008 kl. 15:05
Stærstu mistökin voru að reka þá ekki út og setja þá á hausinn. Ríkustu menn þjóðarinnar með allt niðrum sig búnir að skíta upp á bak. það á ekki að hleipa slíku fólki inn.
IHG
Ingvar, 6.10.2008 kl. 20:38
Ingvar.
Auðvitað áttu þessir "ríku" eigendur að taka á sig skellinn. 600 millj. Evra innspítingin í Glitni er einfaldlega glatað fé. Enn er möguleiki að hætta við og reyna að lágmarka skaðann.
Núna verður ofurlaunaliðið að taka sig saman í andlitinu og rísa upp af demantaskreyttu gullklósettunum, hysja upp um sig brækurnar og sýna hverra launa þeir voru verðir.
Á sama hátt verður yfirstjórn Seðlabanka að víkja. Íslensks fjármálakerfi mun aldrei njóta traust sem DO og félaga við stjórnvölinn. Svo rækilega hafa þeir gert upp á bak í stjórn efnahagsmála.
Þetta er eitthvað sem þarf að gerast strax. Ekki á morgun.
Núna.
Sveinn Ingi Lýðsson, 6.10.2008 kl. 22:43
Margt gott og rétt sem stendur í þessum athugasemdum.
Eflaust má segja að margar rangar ákvarðanir hafi verið teknar á undanförnum 6-7 árum, en að kenna Davíð um þetta allt er auðvitað fáránlegt.
Að koma á fljótandi gengi var skiljanlegt í ljósi þeirrar umræðu eða tísku, sem var í heiminum á þeim tíma, þótt hún hafi að mínu mati verið röng og henti hugsanlega ekki á Íslandi.
Að einkavæða bankana var einnig rétt ákvörðun. Það voru í raun Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið, viðskiptaráðuneytið og fjármálaráðuneytið, sem klikka að mínu mati. Þarna hefðu menn átt að fatta að svo stórir bankar gengu einfaldlega ekki í okkar litla hagkerfi og það var svo sem búið að vara við þessu.
Það voru sem sagt útrásarliðið sjálft sem klikkaði og stjórnvöld og Alþingi, sem hefði átt að vera búið að setja lög.
En klöppuðum við ekki öll fyrir þessum drengjum fyrir 1 ári síðan?
Létta að vera vitur eftir á!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 7.10.2008 kl. 07:51
Guðbjörn
Ég er ekki að kenna DO um allt sem miður hefur farið. Fráleitt að halda slíku fram. Hins vegar hefur hann og aðir væntanlega í yfirstjórn Seðlabankans gert mjög afdrifarík mistök. Mistök sem mjög margir hafa varað við og hafa mátt þola fyrirlitningu og háðsglósur DO fyrir. Menn hafa verið kallaðir "úrtölumenn" , "eftirásérfræðingar" og annað í þeim dúr.
Flestum virtist löngu ljóst að hin geggjaða stýrivaxtastefna var alls ekki að virka og til að bæta gráu ofan á svart var bindiskylda bankanna lækkuð á sama tíma og vextirnir voru hækkaðir.
Ábyrgð auðmannanna sem hafa hent fjöregginu á milli sín á undaförnum árum er firnamikil. Þeir menn sem ég vil kalla "hrifsarana" (þ.e. þeir sem hrifsa til sín alla bestu bitana í krafti frekju, ósvífni og fullkomnu virðingarleysi við almenna hluthafa) bera mikla ábyrgð og ljóst skoða þarf ábyrgð þeirra. Hver eru núna: Bjarni Ármanns, Björgúlfur Thor, Karl Wernersson, Pálmi Haralds, Jón Ásgeir að ógleymdum Hannesi Smárasyni svo einhverjir þeirra ósvífnustu séu nefndir. Af hverju bjarga þessir menn ekki bönkunum sínum þegar illa árar? Í stað þess skal almenningur blæða.
þannig koma margir þættir saman en að sjálfsögðu hlýtur yfirstjórn efnahagsmála og bera mestu ábyrgðina. Alla vega ber hún ábyrgð gagnvart hinum almenna borgara.
Skyldi FME taka stjórn Seðlabankans yfir?
Ég bara spyr.
Sveinn Ingi Lýðsson, 7.10.2008 kl. 09:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.