Mánudagur, 29. september 2008
Krókódílatár?
Með hliðsjón af því sem á undan hefur gengið í samskiptum Baugsmanna og núverandi seðlabankastjóra og þeirri augljósu heiftar hans í garð Baugsmanna hefur óneitanlega hríslast um mann sú tilfinning að hann hafi grátið krókódílatárum yfir örlögum Glitnis og Stoða.
Loks hafi takmarkinu verið náð, koma Jóni Ásgeir og hinum "götustrákunum" á hnén. Eitthvað sem ekki tókst fyrir dómstólum.
Hver verður svo næstur: Landsbankinn? Hann getur varla verið í gæfulegri stöðu núna, hafandi lagt umtalsverðar fjárhæðir til sem nú tapast í þjóðnýtingu og gjaldþroti.
Það verður erfið nótt sem fer í hönd hjá sumum.. því miður.
Loks hafi takmarkinu verið náð, koma Jóni Ásgeir og hinum "götustrákunum" á hnén. Eitthvað sem ekki tókst fyrir dómstólum.
Hver verður svo næstur: Landsbankinn? Hann getur varla verið í gæfulegri stöðu núna, hafandi lagt umtalsverðar fjárhæðir til sem nú tapast í þjóðnýtingu og gjaldþroti.
Það verður erfið nótt sem fer í hönd hjá sumum.. því miður.
Átelja harðlega vinnubrögð Seðlabanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tja eru ekki Baugsmenn búnir að sjúga/syngja sitt!
nolli (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 00:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.