Mánudagur, 1. september 2008
Inn í nútímann - eða hvað?
Gott mál hjá Sturlu Böðvarssyni forseta Alþingis sem staðið hefur fyrir margvíslegum breytingum á þingstörfum síðan hann varð forseti. Að sjálfsögðu eiga fundir fastanefnda Alþingis að fara fram fyrir opnum dyrum, hvað annað. Þess vegna líst mér afleitlega á þá skipan að nefndirnar hafi einhvert val um hvort fundirnir séu opnir eður ei.
Slíkt á einungis að gera algjörum undantekningum, og þá einungis séu viðkvæm mál einstaklinga eða fyrirtækja sem komi þar á fundarborðið.
En... þetta er þó framför.
Hægt að fylgjast með fundum fastanefnda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.