Vanvitaháttur

Mín skoðun hefur lengi verið sú að taka ætti upp stigskift ökuréttindi, Eitt þeirra atriða væri að takmarka réttindi byrjenda með bráðabirgðaskírteini varðandi afl ökutækisins, líkt og gert er með mótorhjólaréttindi þ.e. hestöfl deilt með þyngd.   Þannig mætti koma í veg fyrir þann vanvitagang sem sést á þessu myndskeiði.

Athæfi sem þetta lýsir ótrúlegu virðingar- og dómgreindarleysi gagnvart samborgurum sínum, í þessu tilfelli börnum á skólalóð.


mbl.is Ofsaakstur á skólalóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég skil ekki hvað þeim gengur til ... eru þeir að reyna að sýnast vera svalir í augun á 13 - 15 ára börnum ? eru tvítugir strákar að gera sér dælt við 13 - 15 ára stelpur ? þetta er háalvarlegt mál svona fávitagangur og svo vakna upp spurningar hverjum þeir héldu að þeir væru að ganga í augun á, spurning að senda þá í sálfræðimat og greindarpróf.

Sævar Einarsson, 25.8.2008 kl. 13:28

2 identicon

Það hvarflar sterklega að manni að þeir hafi verið þarna til að selja fíkniefni því skv. fjölmiðlum þá eru þeir grunaðir um vörslu fíkniefna.

Sölumenn dauðans hika ekki við að selja fyrir utan grunn/gagnfræðaskólana, en ég er sammála fólki um að þessir drengir virðast hvorki þroskaðir né greindir.

Magnús Ó (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband