Miðvikudagur, 2. apríl 2008
Skattlagning skuldara
Hef aldrei skilið þessi stimpilgjöld. Þekki ekki forsöguna og hvernig þau eru tilkomin. Ennþá síður skil ég hvaða rök liggja að baki þess að skattleggja skuldara sérstaklega umfram aðra. Ósköp venjulegt launafólk sem berst í bökkum að halda endum saman og greiða af íbúðarhúsnæði þarf stundum að grípa til þess ráðs að taka ný lán og endurfjármagn húsnæðiskaup. Í hvert sinn og nýtt veðskuldabréf er gert er þessu fólki gert að greiða himinháan skatt skuldarans.
Nú hefur viðskiptaráðherra lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um stimpilgjöld. Þar er gert ráð fyrir niðurfellingu stimpilgjaldsins við kaup á fyrstu íbúð. Ef maki á íbúð fyrir fæst helmingur niðurfelldur. Að mínu mati er þetta skref í rétta átt en af hverju í ósköpunum stekkur hann ekki yfir skurðinn og fellir niður stimpilgjöld af íbúðarhúsnæði alfarið.
Til að mæta tekjutapinu mætti hækka fjármagnstekjuskattinn. Þar eru tekjur skattlagðar - ekki skuldir. Ég hef margoft haldið því fram að skattur af fjármagnstekjum eigi að vera sá sami og af launatekjum. Til þess þarf að lækka launatekjuskattinn og hækka fjármagnstekjuskatt á móti.
Hvað þurfum við að bíða lengi eftir stjórnmálamönnum sem hafa kjark og þor til að skera meinsemdirnar úr skattkerfinu?
Stimpilgjöld af fyrstu íbúð burt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Athugasemdir
Hafa ber í huga að sömu gaurarnir og stjórna þessu auka á verðbólgu með aðgerðum til að vinna gegn verðbólgu. Sem er alveg rosalega vitrænt.
Ásgrímur Hartmannsson, 3.4.2008 kl. 00:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.