Eigum við ekki að hlusta á Ísleif Jónson varðandi Sundabraut?

Sleginn var nýr en ekki óvæntur tónn í Sundabrautarumræðunni með grein Ísleifs Jónssonar í Mogganum í dag.  Það gerir tóninn athyglisverðan er hver slær hann.  Ísleifur er ekki var einhver besserwisser út í bæ heldur reynslubolti í skoðun jarðlaga og borunum sem fyrrum stjórnandi Jarðborana ríkisins um árabil. 

Þegar  hann tjáir sig um jarðgagnagerð er rétt að hlusta og ég veit um marga jarðvísindamenn sem eru honum sammála.  Í umræðunni um Sundabraut er tiltölulega stutt síðan slegið fram hugmynd um jarðgöng.  Áður hafði verið rætt fyrst og fremst um Eyjaleiðina og hábrú yfir í Gufunes.  Vegagerðin hefur alltaf haldið fram eyjaleið sem besta kosti, fyrst og fremst út frá því að sú lausn þjóni mun betur umferðarhagsmunum borgarbúa og gesta þeirra, hafi minni umhverfisáhrif og sé það að auki mun ódýrari.  Ég held t.d. að fólk almennt geri sér ekki grein fyrir því mikla raski sem fylgir jarðgangagerð og þá hugsa ég sérstaklega til Laugarnessins.

 Hins vegar er ég ekki sammála honum varðandi breikkun Hringvegarins í gegn um Mosfellsbæ.  Það er löngu komin brýn þörf á Sundabrautina alla leið upp á Kjalarnes.  Að kljúfa Mosfellsbæinn í tvennt með hraðbraut er vond hugmynd.


mbl.is Varar við Sundagöngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrr í dag er nöldrarinn búinn að lýsa yfir óhug sínum gagnvart því að öllu hinu enn óspillta strandsvæði vestan frá Gufunesi og upp í Álfsnes verði spillt með hraðbrautargerð. Þetta er eitthvert óspilltasta og aðgengilegasta útivistarsvæði hér í borginni. Það er ólýsanlega skemmtilegt að ganga þarna um með krökkum á góðum degi og virða fyrir sér náttúruna, fugla, seli, gróður og allt hvað heitir. Þess utan hefur tekist að halda þessu svæði ótrúlega hreinu miðað við hvað byggð er nærri. En svona er þetta nú, umferðarguðinn heimtar sínar fórnir.  

Nöldrarinn (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 14:31

2 Smámynd: Morten Lange

Er ekki Mosfellsbæ þegar klufinn í tvennt af þjóðvegi 1 ?

Tek undir með Nöldrarinn, að of litið hefur verið fjallað um það sem tapast þegsr og ef Sundabraut verði lögð. Þarmeð er ekki sagt  að ég telji visst að Sundabraut ætti að vikja. 

Kannski væri  málamiðlun einfaldlega  að gera Sundabraut  einmitt ekki að hraðbraut.  50 eða 60 km hraði ætti að duga vel. Áþesum  lægri hraði komast líka fleiri bílar á klst yfir tilteknu þversniði, eins og flestum ætti að vera kunnugt um, sem á annað borð ræða umferðarmál af alvöru.

Morten Lange, 30.3.2008 kl. 14:57

3 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Morten, með gerð Sundabrautar myndi núverandi hringvegur verða að rólegri innanbæjargötu í Mosó.

Sveinn Ingi Lýðsson, 30.3.2008 kl. 15:02

4 identicon

Ég mundi vilja fara sömu leið og er farin á mörgun stöðum í heiminum þar sem ekki hentar að bora. Þetta var meðal annars gert í Boston og San Fransisco, búnar eru til forsteyptir kassar sem síðan er sökkt í grafna rennu á sjávarbotninum. Sjónum dælt út og þá eru komin göng.

Hallgrímur (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 15:14

5 Smámynd: Snorri Hansson

Ég geri ekki mikið með bann til 1000.000 ára. En af hverju að fara dýrustu leiðina

ef það er ekki nauðsinlegt. En það þarf kjark til að skifta um skoðun og er það ekki

einmit hann sem núverandi meirihluti er algjörlega laus við.

Snorri Hansson, 30.3.2008 kl. 17:48

6 identicon

Nei, við eigum ekki að hlusta á Ísleif Jónsson varðandi Sundabraut. Munum að verkfræðistéttin eins og hún lagði sig var á móti Hvalfjarðargöngum. Munum að enginn verkfræðingur kom að þeirri framkvæmd.  Ísleifur þessi er ekki reynslubolti í skoðun jarðlaga .. heldur besserwisser úti í bæ .. þegar að jarðlögum kemur ... enda verkfræðingur.  Árni Hjartarson jarðfræðingur á Ísor og fleiri þar á bæ hafa rannsakað jarðlögin sem göng Sundabrautar fara í gegnum. Þar eru reynsluboltar á ferð, jarðfræðingar með þekkingu. Það breytir hins vegar litlu sem engu hvort Sundabraut verður ofan jarðar eða neðan. En hvert árið breytir miklu. Verkfræðingar eru góðir í stærðfræði en þeir hafa alltaf verið alveg ægilega illa að sér í jarðfræði.

Björn Hróarsson (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 18:33

7 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Það er kannski misminni hjá mér að var ekki sami Árni Hjartarson sem rannsakaði berglögin fyrri borun jarðganga Fljotsdalsvirkjunar.  Það gekk svakalega vel, var það ekki?

Sveinn Ingi Lýðsson, 30.3.2008 kl. 21:18

8 Smámynd: Sturla Snorrason

Það hefur alltaf verið ljóst að eyjaleiðin er besti kosturinn og gerir svæðið í kringum Geirsnef ennþá öflugri miðpunt fyrir nýjan miðbæ Reykjavíkur. Ef Reykjavík ætlar að hjakka í þessu 101 rugli verður miðbær höfuðborgarinnar komin í Kópavogin eftir örfá ár.

Sturla Snorrason, 30.3.2008 kl. 23:03

9 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Já við eigum að hlusta. Við eigum líka að hætta við þessa Sundabraut. Færum Vesturlandsveg þannig að hann fari vestur á milli Mosó og Reykjavíkur og þaðan upp á Kjalarnes.

Birgir Þór Bragason, 31.3.2008 kl. 08:22

10 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Birgir Þór Bragason, 31.3.2008 kl. 11:11

11 Smámynd: Loopman

Það á bara gera flotta brú / þjóðveg beint yfir eyjarnar uppá Kjalarnes og svo link af þeim vegi beint uppi  grafarvog. Og hugsa dæmið sikar 40 ár fram í tíminn. # föld akrein allavega í hvora átt og bara alvöru mannvirki. Ekki þessi helvítis göng sem er ekki hægt að stækka, byggja við eða neitt.

Stjórnmálamenn eiga ekki að vera með puttana í vegagerð. Til þess hafa þeir ekki þekkingu né gáfur.

Loopman þakkar fyrir sig

Loopman, 2.4.2008 kl. 20:59

12 Smámynd: Loopman

3 föld akrein átti það að vera, sorry.

Loopman, 2.4.2008 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband