Vanhugsað

Ótrúlega vanhugsað.  Það eru ekki íslensk stjórnvöld sem hafa staðið að hækkunum á eldsneyti.   Gæti skilið mótmælin ef þau beindust að Sádunum eða Hugo Chavez Venusúelaforseta sem standa að hækkununum.  Hlutur ríkisins í olíunni er föst krónutala, 41 króna, á lítra + vsk sem er 24,5%.  Þannig að með hækkandi heimsmarkaðsverði fer raunhlutur ríkisins lækkandi.  Þessir fjármunir, þ.e. olíugjald fer óskert til vegaframkvæmda.  Vilja þessir bílstjórar minnka framlagið til þeirra?  Hvar ætli þeir mótmæli þá?

Hvernig væri að skoða þessi mál í heild þessir menn hættu að velja sér bíla eftir hestaflafjölda heldur orkueyðslu per flutt tonn/km.  Það er svolítið annað hvort bíllinn eyðir 70 lítrum á hundraði eða 40 með sama flutningsmagn.

Það sem jákvætt við hátt orkuverð er að það knýr menn til sparnaðar og leita nýrra orkugjafa og leiða til minnkandi orkueyðslu.  Það er það sem við ættum að sameinast um í stað þess að setja öryggi samborgarana í hættu.


mbl.is Bílstjórar mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir góðan pistil Sveinn Ingi. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 28.3.2008 kl. 13:56

2 Smámynd: Óli Þór Atlason

Þetta vissi ég ekki með olíugjaldið, takk fyrir að benda á það.  Sú staðreynd að olíugjaldið hefur ekkert hækkað að undanförnu rekur í raun síðasta naglann í þá vitleysu sem vörubílstjórar hafa verið að standa í.

Óli Þór Atlason, 28.3.2008 kl. 15:55

3 Smámynd: Landfari

Já ég verð að segja að mér finnst þessi mótmæli beinast að röngum aðilum. Þeir sem verða fyrir barðinu á þessu eru sjálfir að borga meira fyrir eldsneytið en þeir því þeir fá virðsaukaskattinn þó endurgreiddann en almenningur ekki.

Svo eru þeir líka að mótmæla vökulögunum eða hvað það heitir og ég get verið sammála um að það þurfi að laga þau að íslenskum aðstæðum. Held að þetta sé miðað við langflutninga erlendis þar sem vegalengdir eru miklu lengri en hér. Skilst að ef t.d. bílstjóra syfjar á leiðinni til Egilstaða eða Akureyrar þá megi hann ekki leggja sig í 15-30 mín eins og Umferðastofa er að auglýsa því það er ekki nógu langur tími til að teljast hvíldartími. Þá er heildar tíminn þegar hann er kominn á áfangastað kanski kominn yfir leifðan vinnutíma og viðkomanid fær sekt.

Landfari, 28.3.2008 kl. 21:57

4 Smámynd: Auðun Gíslason

Leiðréttu mig ef ég fer rangt með.  Oliugjald/41 kr.+153,30x19,68% vsk.= 71,20 kr..  Hlutur ríkisins af óbverði diesel er þá 71,20 kr..  Ef einhverjum finnst það lítið, þá væri gaman að vita hvað olíuframleiðsliríkin fá í sinn hlut af þessum 82,10 kr., sem eftir standa.  Vsk. er alltaf reiknað af lokaverði, þannig að alltaf þegar olíuverð hækkar, hækkar hlutur ríkisins.  Af hverri krónuhækkun í útsölu fær ríkið 19,68 aura.  10 krónu hækkun=1,97 króna o.s.frv.

Auðun Gíslason, 28.3.2008 kl. 22:00

5 identicon

Ekki gleyma að óstjórn í efnahagsmálum spilar inn í þetta líka, flest mál hafa amk 2 hliðar eða fleiri

DoctorE (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 22:39

6 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Landfari:  Umræðan um hvíldartímann er hreint út sagt kostuleg og sýnir vel hversu þessir bílstjórar eru illa uppfræddir um reglurnar. 

1.  Bílstjóri má aka 9 klst á hverjum degi (þar er bara átt við þann tíma þegar bifreiðin er á ferð, annar tími dregst frá)  Þetta getur þýtt í raun 12 - 14 tíma vinnudag.  Þar að auki má hann tvisvar í viku lengja virkan aksturstíma upp í 10 tíma.

2. Eftir akstur í 4,5 klst þarf bílstjórinn að taka sér a.m.k 45 mínúta hvíld.  Hann má skipta þessari hvíld upp að vild sinni, eina skilyrði er að hver hvíld sé a.m.k. 15 mínútur hver.  Þarna snýst málið fyrst og fremst um skipulagshugsun bílstjórans.  Að halda því fram að þeir EIGI að aka í 4,5 tíma og VERÐI þá að taka sér hvíld óháð stað eða stund er bara bull.

3.  Bílstjórinn þarf að ná 11 klst. hvíld á hverjum sólarhring.  Hann má stytta hvíldina niður í 9 klst. tvisvar í viku og einnig má hann breyta hvíldartímanum þannig að lengsti samfelli tími sé 8 klst og í allt 12 klst þann daginn. 

4.  Bílstjórinn þarf að fá einn hvíldardag í viku hið minnsta, þ.e. eftir hverja sex daga aksturslotu.

Af þessu má sjá að þetta er enginn smá vinnutími sem þeim er ætlaður hvern dag.  Nákvæmlega ekkert öðruvísi er hjá öðrum launþegum.  Eini munurinn er sá að það er refsivert og hættulegt athæfi að virða ekki lögboðinn hvíldartíma. 

Eitt af þeim sem bílstjórar vilja eru hvíldarstaðir.  Ég get í sjálfu sér skilið það en að ætlast til að ríkið sjái þeim fyrir mataraðstöðu, klósetti, sturtu með 30 - 50 km bili á þjóðvegakerfi landsins hljóta allir að hverslags bull þetta er.  Ef ríkið á að skaffa þeim þetta þá ekki ríkið að sjá bara um alla flutninga?  Eða hvað?

Auðunn:  Þetta er réttur útreikningur hjá þér.  Vissulega hækkar krónutala vsk með hækkandi verði.  Það gerir það á öllum vörum.  Hins vegar hefur hlutur hins opinbera lækkað hlutfallslega með hækkandi olíuverði.  Fyrir hækkunarferlið þegar olíulítrinn kostaði 90 krónur þá var hlutur ríkisins 58,7 krónur eða 65,2%.  Í dag hefur þetta hlutfall lækkað niður í 46,4%.  Lækkun á hlut ríkisins nemur því 18,8 prósentustigum.

Ég vona að þetta útskýri eitthvað 

Sveinn Ingi Lýðsson, 28.3.2008 kl. 22:41

7 Smámynd: Reynir W Lord

Ég er sammála Jurgen við verðum að standa saman og mótmælar, hvað er Geir að segja í ræðu í ársfundi seðlabankans "Hreinar skuldir ríkissjóðs eru nú litlar sem engar og geta fá vestræn ríki státað af slíkri stöðu" hvernig væri að nota þessa góðu stöðu ríkisins til að bæta stöðu þegna sinna og lækka álögur eða skatta á eldsneyti, en þá kemur líka sú spurning hvort Olíufélöginn taki það ekki bara til sín, við sjáum ekkert.:)

Reynir W Lord, 29.3.2008 kl. 09:12

8 Smámynd: Villi Asgeirsson

Takk fyrir fræðandi pistil, Sveinn. Ég þekki það hvergi að ríkið sjái bílsstjórum fyrir aðstöðu á vegum úti. Á meginlandi Evrópu eru plön sköffuð þar sem leggja má trukknum og halla sér, en í fæstum tilfellum er einhver sérsök aðstaða boðin. Nóg er af vegasjoppum, hálfgerðum verslunarmiðstöðvum, sem bjóða upp á allt frá mat til sturta og svefnpláss. Ég veit ekki betur en að bílstjórarnir borgi fyrir það sjálfir og reikni það einfaldlega inn í verðið.

Vegasjoppur eru út um allt land en það mætti kannski skoða að setja upp nokkur plön meðfram þjóðvegi 1 ef íslenskir flutningabílar eru yfirleitt með svefnpláss. 

Villi Asgeirsson, 29.3.2008 kl. 09:27

9 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég tek ofaan fyrir öllum sem rökræða við meiraprófsbílstjóra.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.3.2008 kl. 10:02

10 Smámynd: Haffi

Góð grein og fræðandi, eitthvað sem ætti að vera skyldulesning fyrir þessa atvinnulögbrjóta sem keyra um götur bæjarins liggjandi á flautinni.

Haffi, 29.3.2008 kl. 11:38

11 Smámynd: Davíð Þorvaldur Magnússon

frábær lesning.Sveinn ég er svo hjartanlega sammála þér,því þetta er það rétta og það sem ég hef alltaf verið að segja en fellur yfirleitt í gríttann jarðveg.En ef fólki blöskrar þetta verð hvernig verður sama fólk þá eftir 6-10 mánuði þegar verðið verður komið í 190-200kr

Davíð Þorvaldur Magnússon, 30.3.2008 kl. 12:06

12 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Stóra spurningin er af hverjum ættum við að vera með sértækar aðgerðir til að lækka gjöld á eldsneyti?  Gilda einhver önnur lögmál um eldsneyti en aðrar vörur sem eru að hækka mjög mikið á heimsmarkaði?  Hvað með áburð?  Hvað með stál? Hvað með timbur?  Hvað með kornvörur?  Ég spyr vegna þess að heimsmarkaðsverð þeirra hefur hækkað gífurlega á undanförnum mánuðum, í sumum tilfellum mun meira en eldsneyti.

Það er jákvætt við hækkandi verð á olíueldsneyti er að það neyðir okkur til að hugsa öðruvísi en við höfum gert.  Það er hægt að spara gífurlega eldsneytiskostnað með sparneytnari bílum (vörubílum líka), nota rafhitara á bílvélar (í innanbæjarakstri sparar slíkur hitari 15 - 30%), þétta byggð þannig að almenningssamgöngur virki þannig að örfá atriði séu nefnd.

Það er alveg ljóst að í samgöngummálum erum við komið í öngstræti.  Að lækka gjöld á eldsneyti er ekki leiðin út úr því stræti.

Jurgen:  Við eigum eitt sameiginlegt er það ekki?  Semsagt kjánaleg rök!!

Sveinn Ingi Lýðsson, 30.3.2008 kl. 13:44

13 Smámynd: Skaz

Sveinn, þú ert að tala um aðgerðir sem væntanlega myndu kosta samfélagið meira til lengri tíma heldur en lækkun olíugjalda.

Vissulega jákvæðar aðgerðir en óraunhæfar ef við miðum við samfélagið sem við lifum í.

Eldsneyti er sérstök vara, engin önnur vara er mikilvægari í dag heldur en vatn. Þegar er verið að fara í stríð útaf vöru telurðu ekki að hún hljóti að hafa einhverja sérstöðu?

Þetta er barnaleg afneitun að halda að við getum meðhöndlað allar vörur á sama hátt. Sérmeðferð er nauðsynleg til að taka til tillits þá stöðu sem vara hefur. Flókið kannski en á endanum sanngjarnt og áhrifaríkt. 

Skaz, 31.3.2008 kl. 14:34

14 identicon

Mér finnst þessi mótmæli gjörsamlega út í hött, fyrir mér er þetta eins og krakki væla í foreldrum sínum yfir því að sólin sé farin og farið sé að rigna, í stað þess að fara bara í regngalla, setja hausinn undir sig og drífa sig út.

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað mikið undanfarinn misseri og á bara eftir að hækka í framtíðinni m.a. vegna vaxandi olíunotkun Kínverja og þerrandi olíulinda heimsins.

Það hefur ekki farið framhjá neinum að krónan hefur veikst feiknar mikið undanfarið og það á að sjálfsögðu mjög stóran þátt í hækkun olíuverðs á Íslandi. Viðskiptahalli Íslands hefur verið allt of mikill undanfarið, við höfum flutt miklu meira inn heldur en út (við höfum eitt mera en við öflum!). Þetta höfum við geta gert vegna þess að hingað hefur streymt erlent lánsfé í stórum stíl og því hefur krónan haldist allt of sterk hingað til. Nú hefur krónan fallið og komið að skuldardögum!!

Við þurfum að fara draga úr innflutningi og auka útflutning og ef stjórnvöld fara að lækka álögur á INNFLUTU eldsneyti mun það klárlega ekki draga úr innflutningi!


Ég hef nú einhverja samúð með atvinnubílstjórum, þar sem þetta er nú þeirra lifibrauð, en þeir verða bara að hækka verðið á sinni þjónustu og við þurfum bara öll að taka þann kostnað á okkur, það er nú einu sinni komið að skuldardögum.

Ég er algjörlega á móti því að fara lækka álögur á eldsneyti sérstaklega til atvinnubílstjóra. Þungir vörubílar slíta götum og vegum landsins amk hundrað sinnum meira á hvern ekin km en meðal fólksbíll, á meðan eyða þeir ekki nema 5 til 10 sinnum meira eldsneyti. Því eru þeir ekki í raun að borga allan sinn þátt samkostnað þjóðarinnar við halda uppi vegakerfi landsins. Enn og aftur bendi ég mönnum á að hækka þjónustugjöld sín ef bílstjórum finnst þeir ekki fá viðunandi laun fyrir sína vinnu. 

En frístundabílstjórar á síþyrstum risajeppum...!! Að þeir skuli voga sér að væla yfir háu eldsneytisverði og kvarta undan því að ríkissjóður skuli vera að skila afgangi. Við eigum í raun að vera þakklát fyrir það, sérstaklega núna á þessum síðustu og verstu tímum. Nú þegar farið er að harðna í árinni er mjög gott að ríkissjóður hafi eitthvað upp að hlaupa og sé ekki á kafi í skuldum. Það er svo margt þarfara sem má nota þessa peninga í en afsláttur til manna í bílaleik upp á fjöllum. Eins og t.d. sífjársvelt heilbrigðiskerfi, auknar lífeyrisgreiðslur til aldraðra og uppbygging og viðhald vegakerfis. Ég vill amk frekar sjá þessa peninga fara í veik börn á sjúkrahúsum landsins.

Það að stífla aðalumferðaræðar borgarinnar er gjörsamlega óafsakanlegt. Ef barn kemst ekki á sjúkrahús í tæka tíð vegna þess að sjúkrabíllinn var fastur, ætla þá forsvarsmenn þessara mótmæla bæta foreldrum þess missinn?

Mótmælin ættu frekar að snúast að olíufélögum þessa lands sem hafa verið að maka krókinn undanfarin ár!!

Hækkandi eldsneytisverð ætti því að hvetja okkur til þess að fara að leita nýrra leiða í samgöngumálum. Við erum svo heppin að á Íslandi gnótt af nýtanlegri orku (svo framarlega að við niðurseljum hana ekki alla í álbræðslu). Þær aðgerðir stjórnvalda sem ég vildi frekar sjá væru að stuðla að "orkusjálfstæðu Íslandi". Það á eftir að verða gífurlega mikið hagsmunarmál fyrir þjóðarbúið með hækkandi olíuverði framtíðarinnar. Þær aðgerðir gætu m.a. verið lægri álögur á farartækjum sem nýta innlenda orku að öllu eða mestu leyti, s.s. vetnisbifreiða, "plug-inn" tvinnbíla og al-rafbifreiða. Hægt væri að styrkja enn frekar þær innlendu rannsóknir sem stuðla að tækniframförum á því sviði. Hagkvæmni raf-lestakerfis á Íslandi hefur öðru hverju verið skoðuð. Hvort sem um væri að ræða fólks- og/eða vöruflutningalestar ætti hækkandi olíuverð að vera gefa enn sterkari tilefni til þess skoða það með fullri alvöru.

Gummi Þór (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 22:49

15 identicon

eftir lauslegan lestur yfir sumt af bullinu herna þá.........

Menn mega ekki taka hvíldartimann i bilnum, bannad samkvæmt lögum.

viljið þið bjanar (TAKIÐ ÞAÐ TIL SIN SEM EIGA) hafa alla þessa bila a ferðinni yfir daginn???   ákveðið (MIKIÐ) Umferðar öryggi er að þeir seu sem flestir a ferðinni a nóttinni, og þar sem sjoppur a landsbyggðinni eru ekki opnar a nóttinni og jafnvel ekki a kvöldin er þetta mjög bagalegt að geta ekki komist á salerni eða fengið mat.    Þið yrðuð sáttir a ykkar vinnustað að geta ekki borðað eða skitið eða hvad????   

það má alveg deila um adferðirnar sem þessir bilstjorar nota, ég sjalfur styð þær og tek þátt i þeim.  

og þið eruð lika svona svakalega sáttir að i hvert sinn sem oliuverð hækkar ytir það undir verðbólgu og lánin min hækka..... eg er bar ekki sáttur við það!!!   og að var góður samanburðurinn sem heyrðist a bylgjunni i morgun , literinn i noregi kostar 180kr, meðalverkamanna launin eru rumar 2000kr medan meðalverkamannalaun her eru rumar 800kr, ef við fengjum utborgað i bensin litrum fengi norðmaðurinn 13,6litra medan islendingurinn fær eki nema ruma 6 litra....   hvernig ætlið þið bjalfarnir að verja þetta??? folk þvadrar um að þetta s ekki svo dyrt herna enn það þarf að tak fleira inn í dæmið td hvað það kostar að lifa sem er töluvert odyrara i hinum norðurlöndunm enn herna!!!       

og að ráðast i jeppamenn  synir bara fordoma,  menn hafa sin ahugamal sum dyrari enn önnur, og þegar aðstæður eru orðnar þannig að folk sjai ser ekki fært að stunda þessi ahugamal vegna græðgi rikisins, sem er eins g stendur stor gullpottur að þá hlytur eitthvað að bresta,     já eg a jeppa,  ég drekk ekki reyki ekki og fer aldrei i utanlandsferðir sem margir virðast fara i oft a ari,   sjalfur vil eg banna flugvelar til almennra nota, koma a millilanda siglingum, knunum af kjarnorku, það er ekki ásættanlegt að flugvelar sem eyða árseyðslu jeppans a klukkutimann seu að fljuga fávitum a milli landa og ekki er jeppinn að slita vegunum i fjallaferðum... og svo gleyma menn að þessir bilar eru kommnir med stærri burðarflöt og vigta minna enn yaris a hvern þumlung, ekki slita þeir vegunum þanngi að stór sjai á...... þetta finnst mer

mikki (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 23:32

16 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Mikki:  Synd að segja að ú sér málefnalegur og fordómalaus og vart svaravert en eina rangfærslu ætla ég að leiðrétta:  Bílstjórum er fullkomlega heimilt að taka hvíldartíma og hlé í bílnum.  Eina skilyrðið er að bíllinn sé kyrrstæður. 

Til hvers eru nánast allir flutningabílar með kojuhúsi? 

Sveinn Ingi Lýðsson, 4.4.2008 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband