Óánægjualda á Álftanesi

 

Það er kostulegt að fylgjast með brölti bæjarstjórans á Álftanesi þessa daganna.  Núna lætur hann sig hafa það og segir allt vera í himnalagi og lukkunnar velstandi í því ágæta sveitarfélagi Álftanesi og ræðst að Magnúsi Stephensen og sakar hann um rangfærslur.  Magnús hafði skýrt í blaðaviðtali frá megnri óánægju íbúa við Suðurtún vegna auglýstra breytinga á aðal- og deiliskipulagi miðsvæðis Álftaness.  Því miður hefur bæjarstjórinn hefur tekið þann pól í hæðina að afgreiða alla óánægju sem rangfærslur, miskilning eða bara að fólk sé í fýlu (sérstaklega sjálfstæðismenn).  Síðasta afrek hans var að láta framkvæma skoðanakönnun um hina aðskiljanlegustu hluti þó svo flestar spurningarnar sneru að auglýstu aðal- og deiliskipulagi miðsvæðis Álftaness. 

Ekki veit ég hvaða snillingur var fenginn til að semja þessar spurningar.  Ég segir og skrifa  snillingur því engir nema slíkir geta samið spurningar sem bara er hægt að svara með jái.  Hér með er auglýst eftir honum því ekki vill Capacent Gallup, framkvæmdaaðili könnunarinnar, kannast við afkvæmið, segja það trúnaðarmál.  

Annað tveggja er bæjarstjórinn algjörlega burtvaxinn þeim veruleika sem við okkur íbúum Álftaness blasa eða um hreina og klára ósvífni hans er að ræða.  Því fer víðs fjarri að sátt sé  um nýja miðbæjarskipulagið.  Ég og bæjarstjórinn umgöngumst líklega ekki sama fólkið en fáa hef ég hitt sem ekki eru meira og minna ósáttir við skipulagið og framgöngu hans í málum sveitarfélagsins.    Mesta óánægjan ríkir um lokun Breiðumýrar við Suðurnesveg og þar með flutning umferðarinnar á nýjan veg sem liggur um og í jaðri skólalóðar.  Veg sem einnig liggur í bakgörðum gróinnar byggðar við Skólatún og Suðurtún.

Líka á að leggja talsvert land undir byggð auk tilfærslu Norðurnesvegar.  Það er land sem hingað til hefur verið talið af íbúum Álftaness vera griðland margæsa.  Ég tek því undir með Magnúsi Stephensen að kostulegt sé að fylgjast með formanni skipulags- og bygginganefndar tala fyrir þessari skerðingu á búsvæði gæsanna þar sem hann sjálfur er formaður Fugla- og náttúruverndarfélags Álftaness.  Kostuleg framganga atarna!

 Dreift hefur verið í hús á Álftanesi bréfi frá áhugahópi sem  vill knýja fram breytingar á þessu skipulagi.  Þessar breytingar felist fyrst og fremst í því  Breiðumýri verði ekki lokað og því forðað að fá mörg þúsund bíla umferð á dag um skólalóð og bakgarða.  Til að það verði að veruleika þarf nægan fjölda íbúa til að gera athugasemdir við skipulagið áður en frestur til þess rennur út 23. jan.  Því skora ég á fólk að nýta sér rétt sinn til að hafa áhrif á umhverfi sitt.  Það er hægt sé samstaðan ljós.

Að lokum:  Það voru engar rangfærslur í máli Magnúsar Stephensen.  Síður en svo.  En málið er að bæjarstjórinn heldur að með því að tönglast nógu oft á sömu ósannindunum muni menn trúa honum fyrir rest.  

Kannski er það svo.....hver veit?

Þeim sem áhuga hafa og vantar upplýsingar, aðstoð við bréfaskriftir eða annað varðandi málið geta hringt í síma 843 9406 eða sent tölvupóst á netfangið breidamyri08@gmail.com

 

 


mbl.is Samkomulag um uppbyggingu á Álftanesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Gíslason

Það er dapurt að núverandi valdhafar á Álftanesi svara alltaf með útúrsnúning, s.s að D deildin sé svekkt að hafa tapað kosningunum, menn þurfi að vera málefnalegri eða þá með hreina útúrsnúninga.   Þetta er ákaflega dapurt.

Gísli Gíslason, 20.1.2008 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband