Blogg um blogg og bloggleiki - Tillaga til ritstjórnar

Núna ætla ég að brjóta loforð sem ég gaf sjálfum mér og öðrum en það var að ég skyldi aldrei blogga um bloggið.  Er þá hægt að komast lengra í vitleysunni en blogga um blogg?  Til að gera langa sögu stutta þá hefur ritstjórn bloggsins auðvelda' lesendum aðgengi að því sem efst er á baugi í bloggheimum með því að skipta færslum niður í flokka, ný blogg, heit blogg, vinsæl blogg o.sv.frv.  

Nú ber svo við að þegar heitabloggs dálkurinn er opnaður þá blasa þar við 24 færslur.  Helmingur þessara færslna eða 12 snúast um leik sem ágætur bloggverji, Kalli Tomm, ýtti úr vör fyrir nokkru.  Ekki það að þessi leikur eigi ekki rétt á sér.  Síður en svo.  Hins vegar er hann orðinn svo útbreiddur og kvíslast um allt moggabloggið að hann lítur orðið út eins og einhvert æxli.

Ég legg því til við ritstjórn bloggsins og búinn verði til sér dálkur fyrir bloggleiki.  Þar hafa þá þeir sitt sem þar hafa áhugann en truflar aðra minna sem eru kannski á svolítið öðrum nótum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Gott hjá þér!  kv. B

Baldur Kristjánsson, 2.10.2007 kl. 23:12

2 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Þetta er góð athugasemd,mæli með þessu

Ari Guðmar Hallgrímsson, 3.10.2007 kl. 08:15

3 identicon

Í hverju felst truflunin ?  Þá meina ég sú truflun sem "adrir, sem eru á ödrum nótum" verda fyrir?

Er þad eingöngu ad nefndir "adrir" komast ekki á listann yfir heitu bloggin af því hann er stútfullur af Kalla Tomm og félugum. 

Mér sýnist frekar vera þörf á umburdarlyndi bloggheims en sértækum adgerdum af hendi mbl.is. 

elfa (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 10:09

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Skrái mig hér með í hóp meðmælenda.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.10.2007 kl. 10:10

5 Smámynd: Gulli litli

Er einhver sem getur frætt mig? Hvaða leik eru þið að tala um? Fyrirgefið fáfræðina..

Gulli litli, 3.10.2007 kl. 10:27

6 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Eina aðgerðin sem ég er að leggja til er að settur verði upp sérstakur flokkur fyrir þá sem hafa stunda þennan leik og aðra keðjuleiki.  Málið er að leikirnir kalla á mikinn fjölda athugasemda sem aftur verða til þess að yfirfylla "heitu bloggin".

Ég hef síður en svo á móti svona leikjum og tek þátt í þeim ef mér sýnist svo en það þarf að skapa þeim nauðsynlegt rými til að ekki togni of mikið á umburðarlyndi annarra bloggara.

Sveinn Ingi Lýðsson, 3.10.2007 kl. 11:02

7 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Gulli:  Opnaðu "heitar umræður" og þá sérðu hvað við erum að tala um.  Leikurinn heitir yfirleitt "Hver er maðurinn".

Sveinn Ingi Lýðsson, 3.10.2007 kl. 11:03

8 Smámynd: Gulli litli

Takk Sveinn, búinn að kíkja á þetta og er þér hjartanlega sammála.

Gulli litli, 3.10.2007 kl. 11:11

9 Smámynd: Heiða  Þórðar

Mikið var!!!! að einhver kom með lausn á þessum bráðsmitandi andskota!

Heiða Þórðar, 3.10.2007 kl. 12:12

10 identicon

Ég verd ad vidurkenna ad mér finnst þad algert "ekki vandamál" ad heitu umrædurnar séu fullar af netleikjum, þó ég taki ekki þátt í þeim sjálf.  Þetta gæti varla verid smærra mál.  Reikna heldur ekki med ad slíkir leiki lifi ofsalega lengi ... þad gera þeir sjaldnast.

Finnst ykkur í alvörunni ekkert smásálarlegt ad pirra sig á þessu??  

elfa (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 13:14

11 identicon

Árni, ég hef einmitt sjálf kíkt á heitu umrædurnar í leit ad áhugaverdum skodanaskiptum, svo ég skil alveg pointid.  

Vodalega hreint sjaldan aftur á móti sem mér finnast heitu umrædurnar áhugaverdar ... en misjafn er smekkur manna.  Ef ég ætti ad bidja um uppskiptingu "heita pottsins" myndi þad vera í annars vegar´"áhugaverdar umrædur" og hins vegar "endalaust kjaftædi" :) :) .... svo gætum vid rifist um hvor megin KalliTomm og leikurinn ætti ad vera.

En almennt finndist mér mbl.is gjarnan mega hafa fleiri linka í hverjum flokki, mætti alveg fjölga um amk helming.

elfa (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband