Sýnum samstöðum og köllum landið réttu nafni - Burma

Þegar það loks gerist.  Þegar það loks gerist.  Almenningur í Burma með krúnrakaða Búddamunkana í broddi fylkingar rís upp gegn þeirri grimmdar harðstjórn sem ríkt hefur um alltof mörg ár.  Harðstjórar hersins sem haldið hafa völdum með tilstyrk annarar harðstjórnar, þeirrar er ræður öllu í Kína.

Þessir harðstjórar hafa breytt nafni landsins í Mjanmar auk þess að breyta nafni höfuðborgarinnar Rangoon.  Þessi nýju nöfn eru táknmyndir stjórnarherranna og fólkinu í landinu alls ekki töm.  Ég skora á bloggverja, fjölmiðlamenn og ekki síst stjórnmálamenn að sýna íbúum þessa hrjáða lands þá virðingu að kalla það réttu nafni - Burma.

Það væri örlítill samstöðuvottur í baráttunni fyrir betra lífi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þór Gunnarsson

Heyr, heyr !

Í Alvöru talað! 

Ólafur Þór Gunnarsson, 28.9.2007 kl. 10:58

2 identicon

Ég heyrði að fréttastofa Rískissjónvarpsins notaði nafnið Burma. Gott hjá þeim!

keg (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 11:31

3 Smámynd: Inga Rós Antoníusdóttir

Gott hjá RÚV. Búrma skal það vera!

Inga Rós Antoníusdóttir, 28.9.2007 kl. 13:29

4 Smámynd: Gissur Pálsson

Burma var það heillin. 

Gissur Pálsson, 28.9.2007 kl. 18:21

5 Smámynd: Júlíus Valsson

Sammála! Burma er Burma!

Júlíus Valsson, 28.9.2007 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband