Lifandi herðatré - tízkuljóminn hver?

Lengi hef ég horft í forundran og með óhug á tízkusýningar í sjónvarpi þar sem grindhoraðar, vannærðar stúlkur ganga fram bryggjuna með einkar ankannalegu göngulagi þar sem öðrum fæti er sveiflað fram fyrir hinn.  Svona gengur eðlilegt heilbrigt fólk alls ekki og því verður þetta, hjákátlegt svo ekki sé meira sagt.  Fleira er hjákátlegt eða réttara sagt sorglegt við þessar sýningar.

Vöxtur þessar stúlkna er líkastur því sem maður sér fyrir jólin ár hvert af hungruðum börnum Afríku þegar hjálparstofnanir biðla til ríkra feitra Vesturlandabúa um nokkar krónur til hjálpar hungruðum heimi.  Þessi vöxtur virðist hafa hentað tízkuhúsunum einkar vel þar sem þær (stúlkurnar) virðast allar af staðlaðri stærð og bera fötin álíka vel eins og herðavír (herðatré).  Þar með eru þessi grey orðin að fyrirmyndum stúlkubarna um allan heim sem reyna eftir mætti að tileinka sér útlit og lífstíl fyrirsætanna.  Ekki gramm af fitu ofan í kroppinn sem síðan er píndur í tækjasölum vorldklass og annara slíkra stöðva sem gera beinlínis út á ímyndina.

Afleiðingin blasir við á þessari áhrifaríku ljósmynd Oliviero Toscani sem hann tók fyrir tízkuhúsið Flash & Partner´s í Mílanó.  Myndin sýnir á átakanlegan hátt mannlega eymd stúlku sem óprúttnir tízkudólgar hafa skapað henni og fjölda annara ungra stúlkna.  Átröskunarsjúkdómar leggja þær að velli auk geðrænna vandamála sem fylgja þessum lífsmáta.  Hiklaust má bera afleiðingar þessa lífsstíls við afleiðingar fíkniefnaneyslu.

Sem betur fer virðast sum tízkuhúsanna vera að snúa við blaðinu og velja fyrirsætur sem hafa eðlilegan líkamsvöxt.  Þó verður við ramman reip að draga vegna mótstöðu lífsstílsiðnaðarins sem sem vill reka alla inn í tækjasali, borða alls kyns "fæðubótar"glundur og þar með móta alla í sama horf.  Þessi iðnaður veltir gífurlegum fjármunum í hinum vestræna heimi í dag og þessir menn munu ógjarnan vilja sjá af spæni úr þeim aski til annara hluta.


mbl.is Auglýsing vekur óhug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Frábær pistill hjá þér, maður getur ekki orðað þetta öðruvísi.

Sævar Einarsson, 25.9.2007 kl. 23:13

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Þetta er sannanlega orð að sönnu. Þetta hefur verið í umræðunni undanfarin ár.

Það er mun auðveldara að hanna föt á "herðatré" og ekkert fyrir neðan. Þá fara þessi föt afar vel. En þegar meiri hluti hins vestræna heims er alls ekki svona, fer þetta útlit von bráðar að vera gamaldags.

Þessi frægu merki sem þessir hönnuðir eiga framleiða ekki föt á fólk sem hefur einhverjar línur. Þess vegna er það mjög sérstakt að fólk skuli yfirleitt heillast að þessu.

Þetta minnir mig á dúkkulísurnar sem ég átti sem barn.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 25.9.2007 kl. 23:30

3 identicon

Ég er alveg sammála þér um það hversu hrikalegt það er að sjá þessar stúlkur, það var ekki að ástæðulausu að heróín lúkið komst af stað, þær líta allar út fyrir að vera neitendur greyin. Vonandi verður þessi auglýsing til þess að fólk opni augun, auðvitað þarf meira til en vonandi fylgja fleiri þessu eftir.

En svo er það þessi setning: .... Ekki gramm af fitu ofan í kroppinn sem síðan er píndur í tækjasölum vorldklass og annarra slíkra stöðva sem gera beinlínis út á ímyndina.

Og þessi: ....sem sem vill reka alla inn í tækjasali, borða alls kyns "fæðubótar"glundur og þar með móta alla í sama horf.

Þetta á bara ekki samleið með sjúkdómnum anorexíu, líkamsræktastöðvar nota vöðva og vera íþróttalegur í sýnar herferðir. Sem betur fer því að það eru fleiri í heiminum sem deyja úr sjúkdómum sem eru tengdir offitu en anorexíu. Já auðvitað eigum við öll bara að borða hollt og hreifa okkur... en við gerum það bara ekki öll, sum okkar þurfa hjálp. Það er nefnilega svo ótrúlega ótrúleg að á meðan að okkur eru sýndar myndir af þessum horuðu stúlkum og okkur er sagt af tískuheiminum að ef að við viljum líta vel út þá þurfum við að hálf drepa okkur úr vannæringu þá hefur offita aldrei verið eins mikil í hinum vestræna heimi. Fólk er hreinlega að deyja úr sjúkdómum tengdum offitu. "Við" erum að éta okkur í hel!!

Annað, ég efa að þessar stúlkur vilji stíga inn í tækjasal og lyfta lóðum og hvað þá að borða þau bætiefni sem að íþrótta fólk neitir, þetta gæti nefnilega allt leit til þess að þær fengju vöðva sem að í þeirra augum væri örugglega fita og þær því orðnar of feitar. Fyrir utan það þá efa ég að þær séu með næga orku greyin, ég sé þær ekki fyrir mér lyfta lóðum eða taka á sprettinn

HOG (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 03:34

4 identicon

Mikið er ég sammála þessum skrifum. Heilbrigð sál í hraustum líkama er eitthvað sem mætti minna oftar á. Við erum oft á tíðum komin út fyrir öll mörk og ekki góð fyrirmynd þeirra sem á eftir okkur koma. Mér finnst sorglegt að verða vitni að því að sjá unga krakka klipa sig og kvarta undan fitu hér og þar. Fæðubótarefni eru góð í hófi og hafa hjálpað mörgum. Fjölbreytt fæða og góð hreyfing er það besta. Allt gott í hófi, ekki satt?

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband