Etanól sem eldsneyti á bíla - Mikil losun köfnunarefnisoxíðs. Hvern er verið að blekkja?

Það er morgunljóst að ekki er allt sem sýnist.  Fátt er hægt að segja manni til að koma á óvart.  Þó sperrti ég bæði eyru við að hlusta á frétt RÚV um brennslu svonefnds lífræns eldsneytis.  Þar kemur eftirfarandi fram:

Lífrænt eldsneyti sem unnið er úr repju og maís gefur frá sér meira af gróðurhúsa- lofttegundum en eldsneyti úr jarðefnum. Þetta kom fram við rannsókn vísindamanna í Bretlandi, Bandaríkjunum og Þýskalandi.

Munurinn var 70%með repjueldsneyti og 50% með maíseldsneyti. Aðrar tegundir gáfu frá sér minna en jarðefnaeldsneyti. Etanól úr maís er helsta lífræna eldsneytið í Bandaríkjunum en í Evrópu er 80% af öllu lífrænu eldsneyti unnið úr repju.

Þá spyr ég:  Er verið að hafa okkur aftur að fífli, samanber vetnisvitleysuna sem reynt var að troða ofan í kokið á okkur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, líklega. Ég gæti best trúað að kjarnorkan ætti eftir að koma tvíelfd til leiks á næstu áratugum.

Sæmundur Bjarnason, 22.9.2007 kl. 16:34

2 Smámynd: Gulli litli

Þetta er ótrúlegt. Hverju á maður að trúa?

Gulli litli, 22.9.2007 kl. 17:59

3 identicon

Ég hef ekki kynnt mér þessa grein, en það vill gleymast þegar rætt er um losun gróðurhúsaáhrifa frá lífrænu eldsneyti að það þarf helling af olíu til að framleiða það og þar er losað koldíoxíð sem auðvitað ætti að reikna með í þessu dæmi. Það þarf t.d. olíu á traktorana þegar verið er að rækta hvort heldur maís eða repju, og á vörubílana sem flytja þung hlöss af þessu til og frá.

Þorvaldur Örn (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 10:01

4 identicon

Þetta fer allt saman í hring og endar á því að allir verða sammála um að á Íslandi er rafmagnið málið. Það þarf hvort eð er rafmagn til að búa til vetni / þjappa saman lofti (á nýju loftbílana) og svo framvegis. Hentugast, náttúruvænast og ódýrast er að nota rafmagnið milliliðalaust.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 12:15

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það þarf ekki nema normal skynsemi til að vita allt sem brennur gefur frá sér CO2 eða koltvísýring. Ekki má gleyma gufu frá vetnisvékum og vatnsnotkun sem fer í vetni ásamt vatnsnotkun sem fer í framleiðslu ethanols. einn líter ethonols þarf 6 lítar í framleiðslu á korni. Dísel vélin hefir verið talin fullkomnasta brunavélin og verður áfram. Þeir eru komnir með tækni sem hreinsar ruslið frá en allaveganna hef ég áhyggjur sem fjalla maður ef ég kemmst ekki upp á hálendi og til baka eftir viku dvöl. Út af rugli og vitleislu. Svona músefjun getur alveg náð heljar taki á mönnum

Valdimar Samúelsson, 24.9.2007 kl. 17:04

6 Smámynd: Einar Þór Strand

Í raun felst ruglið í því að ósönnuð kenning um að CO2 sé aðal ástæða þess að jörðin hefur hlýnað er ástæðan fyrir öllu bullinu.  Og þess vegna á að ráðast á CO2 með öllum ráðum þó svo að þau séu óskynsamleg og hreint út sagt vitlaus og stjórnmálamenn láta glepjast og henda penigum í þetta bull í stað þess að halda ró sinni.  Hins vegar er migum við ekki gleyma því að við verðum að fara gera eitthvað í þeirri offjölgun mannkyns sem við blasir og er mun verri en hitnun jarðar nokkurntíma.

Einar Þór Strand, 27.9.2007 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband