Gunnlaugur Claessen, Garðar Gíslason, Ingibjörg Benediktsdóttir, Markús Sigurbjörnsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson

Kæru dómarar.  Þessi dómur misbýður almenningi.  Gjörsamlega.  Mér líka.  Þess vegna munu nöfn ykkar standa með stórum svörtum stöfum á mínu bloggi í dag.

Látum nöfnin þeirra standa í svörtu  í allan dag á bloggsíðum okkar. Þau tala fyrir sig sjálf verkin þeirra. Og við erum með þögla yfirlýsingu um hvað okkur finnst um þau.

Það voru hæstaréttardómararnir; 

Gunnlaugur Claessen, Garðar Gíslason, Ingibjörg Benediktsdóttir, Markús Sigurbjörnsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson

sem sáu ástæðu til að milda dóm nauðgarans úr 4 ár sem var dómur héraðsdóms í 3 1/2 ár.

Hvar stendur þjóð sem skynjar ekki réttlæti sitt og traust á þeim sem eiga að fylgja því eftir???

Ég ætla að láta þessi nöfn og spurningu mína standa hér í dag með stórum svörtum stöfum. Vona að fleiri geri slíkt hið sama á sinni bloggsíðu undir yfirskriftinni

Hinn svarti dagur Dómaranna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Þór Strand

Sveinn núna held ég að þú hafir gleymt einhverju og þetta er fyrir neðan virðingu þína sem fyrverandi lögreglumanns.  Þú ert ekki fær um að dæma hvort þau damdu rétt eða ekki það er einungis þeirra.

Einar Þór Strand, 17.9.2007 kl. 16:05

2 identicon

Dómar Hæstaréttar eru oft furðulegir og þau rök sem þeir nota eru oft svo illskiljanleg og þau koma almenningi fáranlega fyrir sjónir.  Oft er dómum hreinlega snúið við í sakamálum þar sem að sekt virðist augljós.  Það hefur marg sýnt sig að það borgar sig að áfrýja til Hæstaréttar vilji maður fá sekt sína mildaða eða hreinlega felda niður.  Maður óttast að þetta "réttarfar" leiði til sjálftöku borgarannar, að dómstóll götunnar framkvæmi refsingar og það opinberlega, jafnvel í beinni útsendingu.

Sigurlaugur Pálsson (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 16:41

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þetta er nú meiri hrokinn Einar Þór.  Hvað er fyrir neðan virðingu fólks sem krefst réttlátari dóma yfir ofbelsishrottum í þessu landi?? Af hverju er alltaf talað niður til fólks þegar það leyfir sér að hafa skoðun og mótmæla ástandi sem er ekki viðunandi??? Það eru ekki allair heimskingjar nema hæstaréttardómarar..ha?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 17.9.2007 kl. 17:40

4 Smámynd: Einar Þór Strand

Katrín ég vill benda þér á að það er ekki öfundsvert að vera dómari og þurfa að dæma um atburði útfrá því sem fólk segir og að standa við það fyrir eigin samvisku, þá fyrst reynir á hvaða mann menn hafa að geyma.  Það að Hæstsiréttur mildar oft dóma kemur til vegna þess að hann er ekki ánægður með gæði sönnunarinnar sem dæmi (þó ég hefi ekki hugmynd um hvað réði í þessu til felli).  Það er því grundvallar atriði þegar menn gagnrýna Hæstarétt er að halda persónu þeirra sem þar starfa fyrir utan gagnrýnina því annars er hætta á að dómskefið safnist fólk sem velji vinsældir fram yfir réttlæti og dæmi því fólk sem er saklaust bara til að þóknast almenningi og þá erum við komin í vond mál.

Einar Þór Strand, 17.9.2007 kl. 19:57

5 Smámynd: Ólafur Þór Gunnarsson

4 ár eru mildur dómur fyrir þennan verknað, ekki batnar það við 3 1/2 ár. Er það nema von að mönnum misbjóði.

Í Alvöru talað!

Ólafur Þór Gunnarsson, 17.9.2007 kl. 20:22

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Í þessu tilfelli er það mjög skýrt að dómararnir sjálfir sjá aukna sekt en lækka bætur og minnka refsingu. Það er það sem er málið. Og hvað áttu við..eru dómarar fyrir utan gagnrýnismörk vegna þess hversu erfitt starf þeirra er???Ef lagabókstafurinn stenst ekki og kerfið er svo illa gallað að dómurinn verður aldrei að raunveruleika..hvert eigum við þá að horfa annað en á fólkið sem er að vinna á þennan hátt??? Bara eitthvað út í loftið???

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 17.9.2007 kl. 21:56

7 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Einar, það er ljóst að þú hefur ekki lesið dóminn.  Niðurstaða dómarana er skýr.  Ákærði var sakfelldur.  Sönnun sektar var talin fullnægjandi bæði í héraðsdómi og hæstarétti.  Það sem málið snýst um er hvort refsing ákærða sé í samræmi við alvarleika brotsins.  Svo tel ég ekki vera og þar sem þú nefnir mig sem fyrrverandi lögreglumann þá veit ég að í þeirri stétt eru margir gáttaðir á refsingunni.  

Og til að bæta gráu ofan á svart mun níðingurinn vera flúinn úr landi. 

Sveinn Ingi Lýðsson, 17.9.2007 kl. 22:42

8 identicon

Það hefur svo sem verið marg sagt hvernig þetta gengur fyrir sig en full ástæða virðist til að halda því áfram.  Í stuttu máli þá þá er það talið eitt að hornsteinum réttarríkissins að samræmi sé í dómum. Það er að segja að sá sem brjóti af sér í dag eigi von á sambærilegri refsingu og sá sem braut af sér í gær. Þá skiptir engu máli hvort lögin segi 1-16 ár eða 2-16 ár, ef sú hefð (fordæmi) kemst á að ákveðin verknaðarlýsing, ef svo má að orði komast, innan brotaflokksins hafi í för með sér tiltekna refsingu. Þessi hugmynd er einmitt til þess fallin að tryggja að geðþóttaákvarðanir dómara ráði ekki för þegar kemur að refsingum (sama hvort um skjalafals eða nauðgun er að ræða). Ef síðan er vilji til að breyta þessum fordæmum í tilteknum brotaflokkum þá getur löggjafinn, ekki dómsvaldið, aukið refsirammann eða breytt lögum með þeim hætti að frá gildistöku laganna gildi þyngri refsingar. Þá eru dómarar óbundnir af fyrri fordæmum. Beinið því spjótum ykkar til Alþingis, þessi dómarar eru að vinna góða vinnu og vísa einmitt til fordæma Hæstaréttar og forsendna Héraðsdóms. Ef við hefðum ekki þessa reglu væri kerfið sjálft óréttlátt og það er mun alvarlegra en þessi eini nauðgunardómur.

Í ofanálag má minna á að ný hegningalög tóku gildi 4. apríl síðastliðinn (atvik þessa máls áttu við atburði sem áttu sér stað fyrir gildistöku þeirra). Ég þekki lögin ekki vel, en mér skilst að þau muni hafa þau áhrif að þyngja refsingar í þessum málum sem er ekkert nema gott mál. Næst mætti löggjafinn svo leitast við að þyngja refsingar í ofbeldismálum, bæði stórum og smáum.

Andri Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 12:05

9 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Löggjafinn (Alþingi) breytti refsiramma hegningarlaganna og ef menn nenna að lesa lagabreytinguna og þann skýra vilja hans að þyngja refsingar vegna svona brota þá blasir það við að dómararnir eru ekki að dæma eftir hefðinni.  Ef svona alvarlegt brot kostar 3 ár af 16 ára refsiramma hvers konar brot þurfa menn að framkvæma til að dómurum þóknist að fylla út í rammann.  Ég hef reyndar hvorki geð né hugmyndaflug til að ímynda mér slík níðingsverk.

Hitt er ljóst að hugmyndir réttarkerfisins um nauðganir virðast ekki í samræmi við réttarvitund almennings.  Það er alvarlegi hluturinn í þessu.  Spurningin er hvað veldur þessu misræmi.  Hér eru menn dæmdir í áralanga refsivist vegna peningamisferlis en ekki þegar sál og líkama er nauðgað.

Dómarar hafa ekki verið í neinum vandræðum að fylla upp í refsirammann vegna morða og í framhaldi af því spyr ég:  Hver er munurinn á morði og sálarmorði? 

Sveinn Ingi Lýðsson, 18.9.2007 kl. 13:25

10 identicon

Sveinn þú svarar engu að því sem ég nefndi. Hugmyndir réttarkerfisins um nauðgun eiga ekki að vera í samræmi við réttarvitund almennings, heldur í samræmi við lög og reglur. Fordæmi og þær reglur réttarríkisins sem nefndar eru að ofan eru miklu mikilvægari en hugmyndir manna í einstaka brotaflokkum. Hvað veldur að þessi fordæmi verða til er samt annað mál - og má eflaust finna upphaf þeirra í ákveðnum gamaldags viðhorfum dómskerfisins. Löggjafanum er ætlað að breyta því og þá færa dómsvaldinu réttarvitund almennings, ef svo má að orði komast. Þessi færsla þín er því jafn vitlaus og áður. Eina fólkið sem ætti að gagnrýna eru alþingismenn.

Hvað varðar breytinguna á lögunum þá sagði ég þér að atvikin í þessu máli áttu sér stað ÁÐUR en ný lög voru sett. Menn verða ekki dæmdir eftir nýjum lögum sem sett eru eftir að atvik áttu sér stað. Það er sömuleiðis hornsteinn réttarríkisins. Það væri æskilegt að forsvarsmenn moggabloggsins myndu taka kennslu í þessum mannréttindafræðum - en það er talið mikilvægt að atvik verði ekki brotlegt eftirá eða refsingu (eða refsiramma) sé breytt eftir að atvik á sér stað. Þú sérð væntanlega af hverju það væri hið mesta óréttlæti.

Svo er munurinn á morði og sálarmorði nokkuð augljós, þó vafalaust framkalli hið síðarnefnda meira magn þjáninga fyrir viðkomandi fórnarlamb.

Andri Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 13:46

11 identicon

Sæll Sveinn,

Þetta er frábært framtak hjá þér og ég fagna þessari umræðu sem hér á sér stað og víðar í samfélaginu. Kjarni þessa máls er einmitt sá að Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að málið er alvarlegra en Héraðsdómur hafðu úrskurðað en dregur engu að síður úr refsingunni og bótunum. Hitt er svo annað mál að vegna fordæmisgildi fyrri mála að þá hafi skapast hefð fyrir vægum refsingum fyrir svona mál og að þess vegna sé ekki hægt að dæma þyngri dóma. Þetta er alls ekki nógu góð ástæða, vegna þess að dómurum ber skilda til þess að meta hvert mál fyrir sig út frá aðstæðum hverju sinni. dómar eiga að endurspegla tíðarandann og gæta velsæmis. Nú er svo komið að almenningur í þessu landi hefur marg oft lýst yfir viðbjóði sínum á svona málum og sér í lagi þegar gerendur sleppa með væga dóma eins og í þessu tilfelli. Dómstólar verða einnig að taka mið af almennri umræðu og breyttum áherslum í samfélaginu ásamt fyrri dómum. Ef hendur dómara væru eins bundnar af fyrri fordæmum og verið er að tala um hér fyrir ofan þá eru dómara hreinlega óþarfir og einfalt mál að skipta dómurum út fyrir forrit sem vélrænt og tilfinningalaust kveður upp dóma. þannig viljum við ekki hafa hlutina og þess vegna erum við með lifandi fólk í þessum embættum. Dómarar bera samfélagslega ábyrgð sem þeim ber að axla, þeir geta ekki falið sig á bakvið fyrri dóma eingöngu. Ég tek undir með Sigurlaugi að hér fer að styttast í það að dómsstólar götunar fara að láta til sín taka því það hefur sannast trekk í trekk að núverandi dómstólar eru gjörsamlega úr takt við vilja samfélagsins!

kv,

Umhugsun 

Umhugsun (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband