Íslenskur aðall

Undanfarin ár hafa verið ár velmegunar á Íslandi.  Gífurlegar breytingar hafa orðið umhverfi viðskipta og atvinnulífs þar sem höft hafa verið losuð og frelsi til athafna hafa aukist.  Að auki leiddi ríkið sínar bestu kýr úr fjósi og gaf útvöldum flokksgæðingum.   Allt þetta varð til þess að ný stétt manna er upprisin; stétt nýríkra.

Sem betur fer kunna margir þeirra nýríku þokka að fóta sig á fjármunasvellinu en því miður virðast allt of margir eiga þar mjög erfitt.  Ég öfundast vegna þeirra en hitt er verra þegar við í lotningu fyrir valdi peninganna ætlum okkur að semja einhverjar sérreglur fyrir þá sem meira mega sína.

Versta dæmið um þetta hafa verið fáránlegar skattareglur þar sem fjármagnstekjueigendur þurfa ekki að greiða sömu skattprósentu og almenningur.  Þetta er sagt að því gefnu að stór hluti ríkra hafi tekjur sínar af fjármagni og greiði þar af leiðandi skatta af fjármagni en ekki beinum atvinnutekjum.   Þetta skattaóréttlæti þarf strax að laga með lækkun tekjuskatts eins og ég hef áður bent á í fyrri bloggfærslum.

Nýjasta dæmið eru sér tollhlið í flughöfnum fyrir þessa einstaklinga.  Þeir hafa að vísu haft sér afgreiðslu í flughöfnum áður með forgangi í innritun, sér biðsölum o.sv.frv.  Björn Bjarnason gagnrýnir þetta og bendir réttilega á bloggsíðu sinni en segir svo: 

„Í þessu efni á að gilda sama regla og í skattamálum, það er að fjárhagslegt svigrúm nýtist til að lækka skatta á öllum en ekki til að ívilna sumum. Þá er sú kenning góð, að sérreglur fyrir útvalda leiði frekar til mistaka en alúð við almennar reglur, sem gilda fyrir alla."

Það var sem sagt málið!  Þarna held ég að Björn hafi sótt heldur óheppilega samlíkingu svo ekki sé nú meira sagt.  Hvergi blasir við meira misrétti en í skattlagningu landsmanna.

Eða hvað finnst ykkur?


mbl.is Sérreglur fyrir útvalda leiða frekar til mistaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, misréttið hefur aukist gífurlega undanfarið og Ísland er að verða stéttskipt land þar sem spilling krælir á sér.  Ekkert bendir til þess að þetta muni breytast á næstunni.  Ný ríkisstjórn hefur engan áhuga á þessu, jafnvel þó að í henni sé flokkur sem kennir sig við jöfnuð, þ.e Samfylkingin sem reyndar er einn mesti tækifærissinaði flokkur sem uppi hefur verið á Íslandi og langt því frá að vera jafnaðarmannaflokkur í verki.

Hinir nýríku kunna sér ekki læti og láta alla vita hversu ríkir þeir eru.  Til er heill iðnaður í formi glanstímarita sem fjallar um þetta fólk þannig að þetta virkar eins og blaut tuska framan í sauðsvartan almúgann hér á landi.

Víða erlendis er ríkt fólk farið að leyna því hversu ríkt það er, svo það fáið að vera í friði.  Dæmi eru líka um að ríkt fólk hafi orðið fyrir aðkasti svo sem árásum, ránum, bílar þess hafi verið skemmdir og í mjög slæmum tilfellum hefur börnum þessa fólks verið rænt til að krefjast lausnargjalda af því.   Vonum að slíkt muni aldrei koma upp hér á landi.

Sérréttindi og sérmeðhöndlun fólks eftir efnahag eða stöðu mun aldrei leiða neitt gott af sér.  Gott hjá Birni Bjarna að gagnrýna þetta.  Hann er minn maður.

Örlygur N. Jóhannsson (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 15:42

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Góður pistill. Við skulum vona að allir muni sitji við sama borð skattalega og þá sérstaklega þegar kemur að löggæslu; að allir séu í sömu röðinni þannig séð, að ekki sé um VIP kerfi að ræða eins og á vinsælum diskótekum.

Benedikt Halldórsson, 14.7.2007 kl. 07:16

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

KLUKK ! Nú er ég að KLUKKA þig. Þá þarft þú að segja 8 hluti um sjálfan þig á síðunni þinni og klukka svo 8 aðra og nafngreina þá þar og mig líka sem klukkaði þig. Skrifa líka í athugasemdir á síðunum þeirra að þeir séu klukkaðir. Þeir sem eru svo heppnir að vera klukkaðir af þér eiga svo að gera eins og þú og þannig getum við klukkað allan heiminn.Fékk þig lánaðan af síðunni hans Jens Hjelm, mágs míns

Jónína Dúadóttir, 14.7.2007 kl. 14:33

4 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Jónína þú ert aðeins og sein.  Þess klukk-skyldu er ég búinn að uppfylla.

Sveinn Ingi Lýðsson, 15.7.2007 kl. 15:47

5 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég sé ekkert athugavert við að það sé hægt að borga extra fyrir að rúlla hraðar í gegnum innritun enda er það ekki sú sneggstja þjónusta í heimi, og ef fólk vill borga extra fyrir að vilja ekki deila sömu skítalykt og táfýlu og almenningur(ég meðtalinn) þá má það borga extra fyrir það, en ekki skal gera undantekningu á reglum er varða landslög og skulu allir jafnir fyrir lögum og þá á ég við tollinn, þetta er brot á mörgum reglum og skiptir það engu hver borgar brúsan. 

Sævar Einarsson, 24.7.2007 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband