Drykkjutengd ferðaþjónusta?

Eins og flestum ætti að vera kunnugt er mikill vöxtur í ferðaþjónustu um land allt.  Hér á árum áður ferðast fólk um og skoðaði fossa, hveri og sögufræg fjöll og aðrar sagnaslóðir.  Menn slógu upp tjaldi í túnjaðri einhvers bóndans og fengu sér kannski smá "brennsa" út í kaffið svona rétt áður en skriðið var í svefnpokann að kvöldi.  

Unglingarnir áttu Verslunarmannahelgina og gátu óáreittir drukkið þar frá sér ráð og rænu á tilteknum skemmtisvæðum eins og Húsafelli, Eyjum, Húnaveri og einhverjir þekktir sukkstaðir séu nú nefndir.

Hins vegar voru þorpin flest hver nokkuð afskipt af ferðamannastraumi.  Þar búa að sjálfsögðu áhugamenn um þjóðaríþróttina peningaflokk.  Þessir áhugamenn eygðu skemmtilega leið til að laða til sína íslendinginn á nýja felli- eða hjólhýsinu.  Efnt var til þorpshátíða undir hinum ýmsustu nöfnum eins og Bíladagar Akureyringa, Humarhátíð Hornfirðinga, Færeyskir dagar Ólsara og og nú síðast Írskir dagar Skagamenna.  Þessar hátíð hafa aðallega getið sér orð fyrir drykkju, óspektir og eril hjá lögregluþjónum.  

Með tilliti til þess að yfirvöld ferðamála hafa eindregið hvatt til nýbreytni í ferðaþjónustu landsbyggðarinnar verður að telja þetta nokkurt nýmeti á diskinn þann.  Diskinn sem skartað hefur sögutengdri, menningartengdri, náttúrutengdri, hestatengdri þjónustu svo eitthvað sé nefnt.  Nýjasti rétturinn á diskinum eru þessar bæjarhátíðar.

Skyldu þær þá ekki vera drykkjutengd ferðaþjónusta? 


mbl.is Mikið um ólæti og ryskingar á Akranesi í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Best heppnaða bæjarhátíð síðari ára er að mínu mati Fiskidagurinn mikli á Dalvík en þú lýstir göllum hinna ágætlega.

Benedikt Halldórsson, 8.7.2007 kl. 23:12

2 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Já ég er sammála þér með Fiskidaginn enda stendur hann ekki bara yfir í einn dag?

Sveinn Ingi Lýðsson, 8.7.2007 kl. 23:28

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Væri ekki rétt að tala um drykkju og dóp? Ömurlegt að horfa upp á þetta foreldravandamál.

Halldór Egill Guðnason, 9.7.2007 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband