Flest verður Samfylkingunni að fótakefli

Samfylkingunni verður flest að fótakefli þessa dagana.  Dagarnir telja sig niður til kosninga og stóri dagurinn nálgast óðfluga.  Einhvern veginn hefur flokknum ekki tekist að marka sér þá sérstöðu og trúverðugleika sem kjósendum er nauðsynlegur.  En eitt er víst.  Samfylkingin á mikið mannval og þar eru margir reyndir og leiknir stjórnmálamenn.  Stjórnmálamenn sem kunna þá göfugu list, rökræðuna. 

Því fannst mér nánast því absúrd að horfa á í Kastljósinu fulltrúa Samfylkingarinnar fara gjörsamlega á límingunum í kappræðu við fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.  Ungar konur á framabraut en kannski ekki ýkja reyndar.  Þessi umræða var hvorki vitræn né málefnaleg því fulltrúi Samfylkingarinnar, gjammaði stanslaust frammí með ómálefnalegar athugasemdir um hvað henni sjálfri fyndist um viðmælandann.  Manneskjan var greinilega vanstillt og taugaveikluð og hélt engan veginn andlitinu.  

Þetta er því undarlegra sem Samfylkingin á að skipa frábæru fólki í svona hanaat.  Fólki sem kann rökræðuna og lætur ekki taka sig svona auðveldlega í bólinu.

Tæpast hefur kjósendum Samfó fjölgað í kvöld.  Varla þeim sem horfðu á Kastljós. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Ægir, þið hafið verið að vinna heimavinnuna ykkar, sbr. Fagra Ísland, Unga Ísland og Efnahagsstefna Íslands bera glöggt vitni um.  Þið státið af miklu mannvali og efalaust er Kristrún mætasta manneskja.  Haldið henni bara frá sjónvarpi og opinberri kappræðu þar til hún lærir listina að rökræða.

Bendi þér líka á blogg sálfræðingsins Péturs Tyrfingssonar um þetta at. 

Sveinn Ingi Lýðsson, 13.4.2007 kl. 23:55

2 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Það er rétt sem þú nefnir varðandi heimavinnuna. Kristrún stóð sig afar vel á Kastljósinu í kvöld. Ótrúlegt að horfa á unga flotta komu eins og Ragnheiði Elínu láta eins og krakki.

Eggert Hjelm Herbertsson, 13.4.2007 kl. 23:58

3 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Spurning til Eggerts: Að hvaða leiti lét Ragnheiður Elín eins og krakki?

Björg K. Sigurðardóttir, 14.4.2007 kl. 01:00

4 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Ragnheiður svaraði aldrei neinu um afglöp ríkistjórnarinnar í efnahagsmálum -- hún benti alltaf á Ingibjörgu Sólrúnu og sagði eitthvað ljótt um hana. Það er erfitt að sjá það sem eitthvað annað en barnaskap. Mér fannst Kristrún vera mun mun betri.. en gekk þó kannski full hart fram og sýndi Ragnheiði ekki næga þolinmæði, því Ragnheiður var hvort sem er ekki að segja margt af viti, gleymdi um hvað hún var að tala og því bara fínt að leyfa henni að eiga orðið meðan hún vildi það. Kristrún var samt með mun betri málefnastöðu; enda vildi Ragnheiður ekki viðurkenna að 7% verðbólga og fyrirsjánlegur hallarekstur á ríkisjóði væri vond staða... pínu vandræðalegt.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 14.4.2007 kl. 02:17

5 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Í bloggi mínu er hvergi minnst á málefni enda læt ég þau algerlega liggja milli hluta. Stjórnmálaskoðanir þessara tveggja kvenna skipta mig engu máli.  Það sem upp úr stendur að Kristrúnu lætur vonandi flest betur en "rökræða" í sjónvarpi.  Það verður ekki til að auka virðingu Alþingis ef hún ætlar að láta svona þar.

Frammistaða Ragnheiðar var ósköp litlaus en þegar leið á dró hún dám af viðmælandanum.  Sigmar hafi heldur enga stjórn á þessu.

Það er grundvallarregla í rökræðu að þó svo maður sé mótfallin skoðunum annarra þá virðir maður rétt þeirra til að halda þeim fram og persónugerir þær ekki.  Því miður steig Kristrún í alla þá drullupolla sem á vegi hennar urðu í gærkvöldi.  Ljósi punkturinn var að það slettist mest á hana sjálfa. 

Sveinn Ingi Lýðsson, 14.4.2007 kl. 10:07

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kristrún virðist kunna það best að setja upp hæðni og fyrirlitningasvip, hver sem viðmælandi hennar er og í hvaða þætti sem hún birtist, besservissa svipurinn á henni er orðinn þreytandi.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.4.2007 kl. 13:39

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það er alveg rétt að Kristrún gjammaði endalaust frammí fyrir Ragnheiði Elínu og var nánast dónaleg og ekki geri ég ráð fyrir því að frammistaða Kristrúnar hafi dregið að nýja fylgismenn frekar hrakið fólk frá.
Guðmundur og Illugi voru um daginn í Kastljósi og í gær Ragnheiður og Kristrún, Illugi og Ragnheiður eru samkvæmt skoðanakönnunum örugg inn á þing en ekki Guðmundur og Kristrún.

Við höfum aldrei hafa það svona gott. xd.

Óðinn Þórisson, 14.4.2007 kl. 14:57

8 identicon

Kristrún ætti ekki að sjást framar í sjónvarpi; hún eyðilagði samræðurnar algjörlega, þannig að þær fóru algjörlega fyrir bí.    Ítrekuð frammíköll, hroki og frekja, svo ekki sé talað um líkamstjáning, andlitsfettur og uppstilling bæklinga sem ekki voru til umræðu, er eina sem ég man eftir úr þessum þætti.   Mjög ógeðfeldur einstaklingur þarna á ferð, sem hefur örugglega kostað Samfylkinguna mörg atkvæði.

Þá fær Sigmar falleinkunn fyrir þáttarstjórnun.

María J. (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 15:48

9 identicon

Athyglisvert mat hjá Eggerti; maðurinn virðist snúa veruleikanum eins og flestir sjá hann algjörlega á hvolf.   Því fleiri svona menn í framvarðarsveit flokksins, því smærri verður hann.

Bjarni M. (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband