Þjóðsöngur Spaugstofumanna

Þjóðsöngurinn er fallegt verk - það er víst.  Hins vegar er hann erfiður í flutningi og vart nema á færi atvinnumanna í söng.  Þetta hefur oft farið í mínar fínustu að geta með engu móti tekið undir á hátíðastundum nema verða mér rækilega til skammar.

Í kvöld fluttu Spaugstofumenn sinn 300. þátt á 18 ára ferli hjá RÚV.  Frægasti þátturinn er efalaust Guðlastarþátturinn þar sem kirkjunar menn fóru á límingunum yfir þeirri ósvífni þeirra og kærðu þá fyrir guðlast.  (Var einhver að minnast á múslima? Ha?)  Í kvöld tóku þeir þjóðsönginn með nýjum texta og efalaust hefur þessi skrumskæling hans farið yfir brjóstið á einhverjum. 

Kannski mega þeir búast við kæru frá vegna brots á lögum nr. 7 frá 1983 en þar segir m.a í 3. gr. laganna:   "Þjóðsönginn skal ekki flytja eða birta í annarri mynd en hinni upprunalegu gerð. Ekki er heimilt að nota þjóðsönginn á nokkurn hátt í viðskipta- eða auglýsingaskyni".  

 Hver veit?

Spyr sá er ekki veit.... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Það virðist vera æðsta takmark þeirra , að fá á sig málaferli.
Það er besta auglýsingin.
Þetta er ekkert leyndarmál með þjóðsöngin , að hann máttu ekki snerta.

Halldór Sigurðsson, 24.3.2007 kl. 21:34

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Eruði ekki að grínast, haldiði virkilega að einhver sé svo heilagur í framan yfir þessum þjóðsöng (sem engin getur sungið skammlaust, Sveinn er ekki einn um það) að hann fari að skemmta þeim með því að kæra þetta? Ég gæti svosem ímyndað mér einhvern kerfiskallinn en ekki öðruvísi....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 25.3.2007 kl. 02:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband