Sunnudagur, 14. janúar 2007
Þegar andlitið dettur af manni
Í kvöld sá ég atvik á götunni þar sem í bý. Þetta fékk mig til að missa gjörsamlega andlitið. Þarna geystist maður á vélsleða eftir götunni á miklum hraða með ungt barn sitjandi fyrir framan sig. Já ég sagði með barn sitjandi fyrir framan sig á sleðanum. Það er kannski ekki mikil umferð í götunni en hún var nægilega mikil til að þurfa að horfa upp á árekstra tvisvar sinnum í það eina ár sem ég hef búið við hana.
Ég man þá tíð þegar þótti sjálfsagt að halda á og sitja undir börnum í bílsætum. Og auðvitað kostaði það líf og limi barnanna ef eitthvað alvarlegt kom upp á. Þessi ósiður var lagður af fyrir meira en þrjátíu árum og þykir glæpsamlegt athæfi í dag. Því miður þá sér maður enn svo dæmalaust dómgreindarleysi eins og þetta á vélsleða, á mótorhjólum og fyrir nokkru sá ég ökumann dráttarvélar á þjóðvegi með barn í fanginu.
Hvað er að? Er fólk svona dæmalaust heimskt, illa innrætt eða hvað? Mig skortir skýringar. Vitið þið þær?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.