Færsluflokkur: Sjónvarp
Þriðjudagur, 25. nóvember 2008
Hver hinn innri maður forsætisráðherrans?
Þegar hann uppgötvar að fréttamaðurinn spyr hann krefjandi óþægilegrar spurningar breytist viðmótið. Pirringur sést og þegar hann á ekki til svar bregst hann illa við og veit af reynslu að sókn er besta vörnin. Því ræðst hann á fréttamanninn G.Pétur og frávarpar vandræðum sínum yfir á hann. Þetta er vissulega vel þekkt aðferð í sjálfsvörn og rökþroti. Það er því hægt að virða GHH það til vorkunnar að hann er mannlegur og bregst við á mannlegan hátt þegar hann kemst í þrot og kann ekki svar við beittri spurningu G.Péturs.
Að sjálfsögðu átti þetta erindi við þjóðina. Voru þeir ekki báðir í vinnu hjá henni. Er ekki hlutverk forsætis að kunna skil á þeim atriðum sem þarna var spurt um og geta svarað fyrir það. G.Pétur var líka í vinnu hjá þjóðinni. Honum bar að rækja fréttamannsstarf sitt af trúmennsku og kostgæfni og veita stjórnvöldum aðhald með beittri opinni upplýstri umræðu sem varpaði ljósi á raunverulega stöðu mála. Mistök G.Péturs liggja fyrst og fremst í því að birta þetta ekki fyrr. Þó er betra seint en aldrei.
Sérstaklega á þessum umbrotatímum. Þar skiptir miklu persónustyrkur og persónugerð þeirra er með völdin fara. Það sem GHH sýndi þarna var langt frá því að vera viðeigandi af manni í hans stöðu. Í þeirri naflaskoðun sem öll þjóðin þarf nú að ganga í gegn um skal allt upp á borðið. Þetta líka. Því betur sem brotin raðast upp í heildarmyndinni mun þessi skoðun gefa okkur tækifæri á endurmati, endurskoðun gilda, framtíðarsýnar og markmiða. Til þess er sagan að hægt sé að læra af henni.
Krafa um að viðtali við Geir verði skilað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 22. nóvember 2008
Ekki meir, ekki meir........Geir
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 24. maí 2008
Frábær árangur Íslendinga!
Ég hafði það af að sitja með fjölskyldunni heilt kvöld og horfa á júróvísíónina. Mikið af góðum lögum sem vegnaði misjafnlega. Persónulega var ég hrifnastur af Armenska laginu auk þess sem Finnar og Danir voru þrusugóðir.
Þau Regína og Friðrik performeruðu fullkomlega, góður söngur, notuðu sviðið vel og hreinlega geisluðu. Verstur andskoti að þau skyldu ekki hafa almennilegt lag til að syngja. Stigin 64 fengu þau út á frábæran söng, ekki lagið sem mér fannst ansi dapurt, engin laglína, enda engan hitt enn sem getur raulað laglínuna. Næst versta lag sem við höfum sent, bara "Það sem enginn sér" með Daníel Ágústi var lakara. Gulu hanskarnir hefðu verið betri, gullfalleg laglína sem hefði mátt gera virkilega góða með frekari vinnslu. En hvað um, við val á lagi úr forkeppninni kemur alltaf betur og betur í ljós slæmur tónlistarsmekkur - eða er kannski smekkur hinna allra svona slæmur?
En svo er það sigurlagið Believing með rússanum Dima Bilan. Það er ekki annað hægt að heyra en þetta sé að stórum hluta til sama lagið og Cat Stevens söng fyrir 40 árum, Wild World. Þetta getur hver og einn dæmt fyrir sig með að bera saman myndböndin hér að neðan:
Dima Bilan; Believing
Cat Stevens; Wild World
Ísland endaði í 14. sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 9. maí 2008
Að vinna keppni og sigra andstæðing
Er hér ekki smá hugtakaruglingur á ferð. Minn málskilningur segir að maður taki þátt í keppni, vinni hana eða tapi eftir atvikum. Að heyja keppni við einhvern getur annað tveggja endað með sigri eða tapi og þá fyrir andstæðingnum en maður tapar ekki fyrir keppninni.
Hún amma mín hefði sagt: "Láttu ekki svona rassbögu heyrast drengur minn".
Ég myndi því segja: Kópavogur vann Útsvar!
Kópavogur vann Útsvar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 24. apríl 2008
"Bíðið krakkar, við erum live eftir smástund......"
Það dýrmætasta sem nokkur fréttastofa á er tvennt; góðir fréttamenn og trúverðugleiki. Mikið er lagt upp úr þessum tveim atriðum og þegar blettur fellur á trúverðugleikann eða persónu fréttamannanna er stofunni vandi á höndum. Bregðast þarf skjótt við og annað tveggja að yfirmenn stofunnar skjóti skildi fyrir fréttamanninn með skýrri afdráttarlausri yfirlýsingu eða víkja viðkomandi frá störfum án nokkurs undandráttar eða tafar.
Sé þetta ekki gert svo er trúverðugleiki fréttastofunnar í uppnámi. Það sem nú er á allra vitorði og gerðist á bensínstöðvarplaninu í gær var fréttamanni Stöðvar 2, Láru Ómarsdóttur, ekki til sóma. Unglingar sem þarna voru hafa staðfest í samtölum við mig að Lára bað þau um að bíða með að eggja og flöskukast í smástund, þau yrðu "live" eftir örstutta stund og þá mættu þau kasta að vild sinni. Tökuvélinni var síðan stillt upp þannig að "athafnir" unglinganna sæjust sem allra best.
Starfsmaður Stöðvar 2 gaf þeim síðan merki þegar eggjakastið byrjaði. Sorrý ég trúi þessum krökkum en ekki "fréttamanninum/leikstjóranum" Láru. Ég hef nefnilega aldrei reynt þau að neinum ósannindum. Það voru mér vonbrigði að í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 var ekki tekið á þessu máli sem er henni til mikils vansa. Því lengur sem dregið er að opna málið verður það fréttastofunni æ dýrkeyptara.
Lára á varla annan kost en segja starfi sínu lausu, jafnvel þó þetta hafi átt að vera í "gríni".
Yfirlýsing frá Láru Ómarsdóttur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |