Að vinna keppni og sigra andstæðing

Er hér ekki smá hugtakaruglingur á ferð.  Minn málskilningur segir að maður taki þátt í keppni, vinni hana eða tapi eftir atvikum.  Að heyja keppni við einhvern getur annað tveggja endað með sigri eða tapi og þá fyrir andstæðingnum en maður tapar ekki fyrir keppninni.

Hún amma mín hefði sagt:  "Láttu ekki svona rassbögu heyrast drengur minn". 

Ég myndi því segja: Kópavogur vann Útsvar!


mbl.is Kópavogur vann Útsvar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

"Er hér ekki smá hugtakaruglingur á ferð.  Minn málskilningur segir að maður taki þátt í keppni, vinni hana eða tapi eftir atvikum.  Að heyja keppni við einhvern getur annað tveggja endað með sigri eða tapi og þá fyrir andstæðingnum en maður tapar ekki fyrir keppninni.

Hún amma mín hefði sagt:  "Láttu ekki svona rassbögu heyrast drengur minn". 

Ég myndi því segja: Kópavogur vann Útsvar!"

Þeir hjá Mogganum hafa greinilega tekið mark á þér en ... þar sem þú ert greinilega góður í íslensku, hvað segir þú þá um að „heyja keppni“ - er rétt að segja það? Ég hef heyrt orðasamsetninguna að heyja einvígi og að etja kappi, en heyja menn keppni?

Ingibjörg Hinriksdóttir, 10.5.2008 kl. 00:36

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Nei, menn keppa bara.

Ég hefði haldið að Kópavogur hefði unnið Reykjavík í keppni sem kölluð er Útsvar.

Mér vitanlega var enginn að keppa við þáttinn.

Sæmundur Bjarnason, 10.5.2008 kl. 01:31

3 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Ingibjörg, minn málskilningur er sá að menn heyja einvígi og etji kappi sem dregið er af orðinu at , sbr. -gangur -hæfi -yrða o.s.frv.

En Mogginn lagaði fyrirsögnina.  Þar var tilganginum náð. 

Sveinn Ingi Lýðsson, 10.5.2008 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband