Færsluflokkur: Íþróttir

Bjargráð skíðamanna í kreppustandi

Sýnir þetta ekki bara að íslendingar eru að læra að bjarga sér í kreppunni með ráðdeild og útsjónarsemi.  Annars væri gaman að sjá rekstrarreikning skíðasvæðanna og sjá hvað kortasala skilar í tekjum á móti útgjöldum og rekstri þessara svæða.

Einnig væri fróðlegt að fá upplýst hvað þetta áhugamál kostar skattgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu. Það er merkilegt að hægt sé að moka fjármunum almennings til ákveðinna áhugamála sem virðast njóta velvildar pólitíkusa á meðan aðrar greinar almenningsíþrótta eru í algjöru fjársvelti.


mbl.is Vilja stöðva endursölu skíðapassa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takk Óli, takk Logi, takk Alexander, takk, takk......

Í dag kemur íslenska landsliðið í handbolta heim eftir frábæran árangur á Ólympíuleikunum í Kína.  Það er búið að vera stórkostlegt að fylgjast með þessum drengjum í hverjum leiknum eftir annan.  Baráttuandi, skipulag og fyrst og fremst leikgleði hafa drifið liðið áfram og hver stjórþjóðin eftir aðra var að velli lögð.

Ég vil þakka liðinu fyrir þær einstöku ánægjustundir sem það hefur veitt mér sem og öðrum áhorfendum.  Það var auðvelt að hrífast með eins og raunar öll þjóðin gerði í gleði sinni.  Gömul þjóðernisvitund tók sig upp og hressti upp á þjóðarsálina.  Samt er það alltaf svo að einn og einn rekur hornin í eins og við höfum orðið vitni að hér á blogginu undanfarna daga.  Meira að segja forsetafrúin varð fyrir þessu vegna þess að hún mátti ekki sýna sömu gleði og hrifningu og hver annar.  

Tökum okkur Ólaf Stefánsson til fyrirmyndar og segjum "bíbb" á slíkar nöldurskjóður og mætum í miðbæinn til að taka á móti liðinu.  Sýnum þar með þakklæti okkar í verki og gleðjumst með þeim í dag.

Enn og aftur.  Þúsund sinnum TAKK, TAKK, TAKK....


Loks kom Bikarinn í Hólminn!

Frábært að sjá Snæfellinga vinna góðan sigur í höllinni í dag.  Loksins hafðist það en liðið hefur spilað tvívegis áður um bikarinn en ekki haft árangur sem erfiði.  Gífurleg stemming var á bekkjunum og gleðin mikil og ósvikin í leikslok.  Koitila þjálfari Snæfells hefur unnið mikið og gott starf með liðið.  Einnig er öll umgjörð utan um körfuboltann í Hólminum til mikillar fyrirmyndar. 

Eitt fannst mér nokkuð skrítið og alls ekki samboðið stórleik sem þessum.  Leiktaflan var í lamasessi og erfitt fyrir leikmenn og áhorfendur að átta sig t.d. á villufjölda.  Einnig er hljóðkerfi hússins eins og út út kú og útilokað að skilja það sem kynnirinn sagði.

Svona beisikk atriði verða að vera í lagi! Svo einfalt er það nú.

En innilega til hamingju Hólmarar.  Þetta var frábært hjá ykkur öllum! 


mbl.is Snæfell bikarmeistari í fyrsta sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta eina leiðin til að stöðva Arsenal?

Skelfilegt að sjá brot Martins Taylor á Eduardo Da Silva.  Myndbandið sýnir því miður ekki neitt annað en ásetning Taylors að meiða andstæðinginn.  Ekki átti hann minnstu möguleika að ná boltanum.  Því miður eru svona brot að sjást allt of oft og þá sérstaklega á móti stórliðunum, Arsenal, Man.Utd, Liverpool og Chelsea.  Það er því miður ekki annað að sjá en menn séu hreinlega settir í það hlutverk að "klippa" andstæðingana af velli.  Þar helgar tilgangurinn meðalið.

Annars má sjá myndbandið hér.  Þá geta menn dæmt um þetta sjálfir.


mbl.is Eduardo fótbrotnaði - Birmingham jafnaði í lokin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Kristján Einar

Þessi árangur Kristjáns Einars kemur mér ekki á óvart.  Hann hefur einfaldlega allt til að bera að ná langt í kappakstri.  Einstaka hæfileika, vilja kraft og sterkan einbeittan persónuleika.  Markmiðin eru skýr svo og hvaða leiðir skuli fara að þeim.

Það verður spennandi að fylgjast með Kristjáni í sumar í Formula 3 mótaröðinni.  Fyrir þá sem vilja fylgjast með má benda á vefsíðu hans, www.kristjaneinar.com

 


mbl.is Kristján Einar ráðinn til bresks formúluliðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dramatík í Stykkishólmi

Það var æsispennandi leikur í Hólminum í kvöld þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu sekúndunum.  Mikil spenna, hraður leikur og mörg mistök.  Um tíma hélt ég að Hólmarnir væru að glutra þessu niður.  Klárlega þeirra lakasta vörn í langan tíma.

Næst er að vinna KR heima og taka þar með forustuna í einvíginu.  Draumastaðan er að Snæfell og Njarðvík eigist við í úrslitunum, tvö bestu lið landsins í dag. 

Mitt gamla hólmarahjarta slær alltaf með Snæfelli.  Gangi þeim allt í haginn. 


mbl.is Snæfell vann í æsispennandi leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband