Færsluflokkur: Dægurmál

N1 skandallinn eða hvað?

Frekar er nú hugmyndaauðgi þeirra markaðs- auglýsingamanna af skornum skammti þegar merki fyrirtækisins N4 er tekið og afbakað og klesst síðan á bensínstöðvar og bílapartasölur.  Logoin eru svo sláandi lík að ekki verður framhjá vikist hjá að þeir geri rækilega grein fyrir tilurðinni.

Ef þarna á að vera með einhvern orðaleik þá er þetta algerlega misheppnað; enneinvitleysan, og dettur mönnum í hug að almenningur gleymi misgjörðum fyrirtækisins í garð hans.  

Olíufélag í Danaveldi heitir Q8, hljóðlíkingin er þá kúeit, kuweit.  Hér er að bara N1, enneinn skandallinn.

 

Sorrý! 


mbl.is N4 kannar réttarstöðu sína vegna nafns og firmamerkis N1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bílnúmerahappdrætti er liðin tíð eða hvað?

Hér í eina tíð var einhvert góðgerðafélagið með skemmtilega fjáröflun sem fólst í sölu happdrættismiða.  Það gera reyndar mörg félög en þetta happdrætti var svolítið sérstakt.  Í stað venjulegs númers notuðust menn við skráningarnúmer bíla.  Þetta var í tíð gömlu stóru, svörtu og ljótu númeraplatanna sem huldu stóran hluta af fram- og afturhluta bíla, sérstaklega ef þeir voru í minni kantinum.

Þessi númer fylgdu eigendum sínum, en ekki bílunum eins og nú tíðkast.  Margir tóku ástfóstri við númerin og þau gengu gjarnan til afkomendana þegar eigendurnir héldu á vit forfeðra sinna.  Sem sagt þarna höfðaði happadrættið til hégóma bíleiganda sem að sjálfsögðu keyptu "sitt númer".  Hvað annað.  Áttu einhverjir ótíndir plebbar út í bæ að vinna þann stóra á bílnúmer mitt?  Nei takk.  Betra að kaupa miðann.

Vegna þessa uppátækis skagfirðinganna að slíta númer af löggubílunum rifjaðist upp 20 ára gömul saga úr þorpi á Vesturlandi.  Árla sunnudagsmorguns á fallegum vordegi bankaði  ungur maður upp á í húsum þessa friðsæla þorps.  Þeim sem til dyra gengu varð strax ljós að ungi maðurinn hafði gengið á vit gleði vornætur með Bakkus að fylgdarsveini. 

Glaðhlakkalegur bauð hann góðan og blessaðan daginn.  Þegar undir kveðjuna var tekið bauð hann þeim er í dyrum stóð hvort ekki mætti bjóða svo sem eins og eitt númer í bílnúmerahappdrættinu.  Að svo mæltu rétti hann fram pokaskjatta og viti menn.  Pokinn var fullur af númeraplötum, þessum gömlu svörtu.  Þegar kappinn var inntur eftir tilurð þeirra í pokanum sagðist hann bara hafa tekið þær sem voru frekar lausari en aðrar.

Við nánari eftirgrennslan staðarlögreglunnar kom í ljós að hann hafði tekið númer af yfir tuttugu bílum.  Málið var leyst á staðnum.  Pjakkurinn fékk að sofa úr sér vímuna en það því loknu tók hann til við að festa númerin aftur á bílana að viðstöddum löreglumönnum og eigendum þeirra. 

Sú refsing gleymist honum seint.


mbl.is Stálu númeraplötum af lögreglubílum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

....að kveða burt snjóinn - það getur hún

Þá er hann kominn, fuglinn, sem flestir íslendingar tengja við vokomuna.  Þessi fugl sem þjóðin elskar umfram aðra fugla og á sér þennan sérstaka sess í þjóðarsálinni.  Íslendingar flokkar fugla líka niður í góða fugla og slæma.  Þeir slæmu eru oftast þannig gerðir að röddin er rám, ekki hægt að éta, og þeir ógna á einhvern´, oftast óskilgreindan, hagsmunum okkar mannanna.

Suma fugla borðum við með bestu lyst, aðra ekki.  M.a. borðum við ekki lóuna því hún er svo "ljúf og góð" og er vorboðinn okkar ljúfi.  Þannig er ekki farið með frændur okkar Íra.  Þegar lóan flýgur að hausti frá "ísa köldu landi", tyllir sér til hvíldar á eyjunni grænu, þá fara veiðimenn á stjá og skjóta ógrynni af lóum sem þykja þar herramannsmatur og sama gildir um flest þau lönd sem lóan á vetrardvöl í.

Einhver tíma minnti einhver á hvort við mættum ekki nýta þessa náttúruauðlind eins og aðrar.  Vera svona sjálfbær eða þannig!

Ef ég man rétt varð allt vitlaust.

Af hverju?


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband