Miðvikudagur, 12. nóvember 2008
Kíkið á þetta - óborganlegur húmor!
Þriðjudagur, 11. nóvember 2008
Dómgreindarleysi og veruleikafirring ráðamanna
Miðaldra lífsreyndum manni kemur fátt á óvart þessa dagana. Samt er ég furðu lostinn á því þeirri dæmalausu veruleikafirringu sem fram kemur í hrokafullu svari þeirra Geirs og Ingibjargar. Eru þessi menn, Árni og Björgvin fullgildir ráðherrar sinna málaflokka? Í hverju felst ráðherradómurinn? Vegtyllunni einni saman án nokkurrar ábyrgðar á athöfnum eða athafnaleysi undirstofnanna sinna?
Sama má segja um seðlabankastjórnina. Þar er bara of seint í rassinn gripið, allur trúverðugleiki og traust er farið fjandans til. Krónunni ekki lengur viðbjargandi þannig að litlu máli skiptir hvort hinn hrokafulli lýðskrumari Davíð Oddsson og hans kollegar sitji eða fari.
Fólk er almennt orðið ofsareitt og nú mun reiðin beinast að geðlurðunni Geir Haarde og blaðurskjóðunni Ingibjörgu. Ástandið er orðið mjög eldfimt og það er orðin bara spurning um hvenær fyrsta steininum er kastað, fyrsti bíllinn brenndur, fyrsti táragasbrúsinn tæmdur og eitthvað sé nefnt.
Þjóðin krefst svara. Þjóðin krefst aðgerða.
Núna.
Vegið ómaklega að ráðherrum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 10. nóvember 2008
Heiðarleiki stjórnmálamanns - Bjarna klúður Harðarsonar
Sér svo færi á koma klámhöggi á Valgerði sem lendir beint í eigin andliti. Þetta lýsir reyndar í hnotskurn íslenskum stjórnmálamönnum sem eru upp til hópa gjörspilltir eiginhagsmunaseggir. Bjarni á ekki annan kost en segja af sér strax í fyrramálið og biðjast opinberlega afsökunar.
Jólabókasalan er að byrja og best hjá Bjarna og fara aftur í bókabúðina sína.
Föstudagur, 7. nóvember 2008
Hagfræði fyrir byrjendur
Í þorpi einu birtist maður og kvaðst vilja kaupa apa af þorpsbúum á 1000 krónur stykkið. Þar sem mikið var um apa í nágrenni þorpsins fóru þorpsbúar að veiða apana og selja manninum þá. Maðurinn keypti þúsundir apa af þorpsbúum á 1000 krónur. Þegar framboðið fór að minnka bauðst maðurinn til að borga 2000 krónur fyrir apann. Aftur jókst framboðið um tíma, en síðan minnkaði það enn frekar og hætti loks alveg þar sem erfiðara var fyrir þorpsbúa að finna fleiri apa til að selja.
Maðurinn tilkynnti þá að hann mundi borga 5000 krónur fyrir hvern apa sem hann fengi, en hann þyrfti að skreppa frá í smá tíma og aðstoðarmaður hans mundi sjá um kaupin á meðan. Eftir að maðurinn var farin hóaði aðstoðarmaðurinn þorpsbúum saman og bauðst til að selja þeim apana, sem voru geymdir í búrum, á 3500 krónur stykkið. Fólkið gæti svo þegar maðurinn kæmi aftur selt honum apana á 5000 krónur. Þorpsbúar söfnuðu saman öllu sínu sparifé og keyptu apana af aðstoðarmanninum. Síðan hefur ekkert spurst til mannsins eða aðstoðarmannsins. Ofangreinda sögu fékk ég senda áðan. Eftir að hafa lesið hana skildi ég allt í einu betur íslenska bankakerfið og hlutabréfamarkaðinn.
Miðvikudagur, 5. nóvember 2008
Dalton bank brothers?
Af skuggalegum kumpánum fréttist í Borgarfirðinum. Töldu menn sig þekkja þar Dalton bræður, hestlausa. Síðast fréttist af þeim vinnandi í banka í Reykjavík og aðspurðir þá töldu þeir sig hafa fengið góða "útrás" fyrir vel þekkta hæfileika sína.
Glöggir menn lögðu saman tvo og tvo og hafa nú tengt komu bræðranna við hrossahvarfið. Einn þeirra mun hafa byggt sér sumarhöll í Norðurárdalnum að sögn bræðranna.
Lukkuláki og Léttfeti munu vera á leiðinni. Miklar vonir eru nú bundnar við nýtt starf Láka, þ.e. í íslenska fjármálaeftirlitinu.
Horfin hross úr haga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 3. nóvember 2008
Hvílík martröð - Nauðsyn á erlendum rannsóknaraðilum
Á sama tíma eru núverandi ríkissaksóknari og sá fyrrverandi settir í það auma og vonlausa hlutskipti að rannsaka hugsanlega brot fjölskyldumeðlima. Ráðandi öfl í samfélagi okkar eru svo samtvinnuð þessari spillingu að ekki kemur annað til greina en leita út fyrir landsteinana að óháðum rannsóknaraðilum.
Annað mun vart trausts vert.
Engar niðurfellingar hjá Landsbanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 15. október 2008
Að snúa bökum saman og byggja upp traust...
Það sem vekur mesta furðu að stjórnendur bankans skuli vera svo "innmúraðir" og "innvígðir" í múra fílabeinsturnsins við Kalkofnsveg og þeir skynji ekki vitjunartíma sinn.
Það er miður.
Ekki persónugera viðfangsefnin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 14. október 2008
Fyrirbyggjandi viðhald?
Þrátt fyrir alvöru málsins er ekki hægt annað en brosa út í annað. Mannanna verk eru aldrei fullkomin og til allrar hamingju varð ekki skaði af. Elliði fékk hins vegar "fyrirbyggjandi viðhald".
Vona að öllum heilsist vel.
Í þræðingu með hraði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 12. október 2008
Á lítilli eyju við heimsskautahjara
Rakst á þetta kvæði á strandir.is Þetta held ég að sé lýsandi fyrir hug margra í dag fyrir þeirri ömurlegu stöðu sem búið er að setja íslenska þjóð í. Það kannski ekki neinn einn sem ber það alla sök og misjafnt er hvernig "útrásarvíkingarnir" hafa brugðist við. Sumir flýja land með fjármuni í ferðatöskum á meðan aðrir virðast ætla að takast á við vandann eins og menn.
Á lítilli eyju við heimsskautahjara
býr heimakær, vansvefta, auðtrúa þjóð.
Hún leit upp til ráðsmanna loðinna svara
sem loforðum öfugt í kok hennar tróð.
Þeir níddust á trausti og trúgirni okkar
táldrógu sannlega helvítis til.
Og allt sem þeir gerðu, þeir gordrullusokkar
gerðu þeir flottræflum sínum í vil.
En frelsið er háðara boðum og bönnum
en bláeygðir frjálshugar ímynda sér.
Þjóð mín var notuð af nýríkum mönnum
og nauðgað af útrásarvíkingaher.
Veit ekki eftir hvern þetta er en ef einhver getur upplýst mig um það verður það þegið þökkum með.
Nú er komið í ljós að höfundurinn er Baggalúturinn góðkunni Bragi Valdimar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.10.2008 kl. 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 9. október 2008
Hvað sagði Árni Matt við Alistair Darling sem reitti breska ráðamenn til svona mikillar reiði?
Það kemur fram í Fréttablaðinu að fjármálaráðherra Bretlands A. Darling hafi átt símtal við kollega sinn Árna Mathiesen í eftir kastljósviðtalið við DO í fyrrakvöld og það sé fyrst og fremst það samtal sem breski fjármálaráðherrann hafi vísað til, furðu lostinn ásamt G. Brown, forsætisráðherra Breta í gærmorgun. Þeir voru mjög stóryrtir og sögðust sækja rétt sparifjáreigenda ICESAVE með góðu eða illu til íslenskra stjórnvalda.
Nógu slæmar voru heimskulegar yfirlýsingar DO og það heyrðu og sáu allir. Ef það reynist rétt að dýralæknirinn hafi reitt breska ráðherra til svona mikillar reiði verður hann að upplýsa þjóðina um hvað þeim fór á milli. Það getur vart skaðað meir en orðið er.
Ábyrgð þeirra manna sem stunduðu hér hreina og klára fjárglæfra og stukku síðan frá borð og skildu allt eftir í rjúkandi rúst er mikil og ríkisvaldinu ber skylda til að fela viðeigandi yfirvöldum að frysta eignir þeirra hérlendis sem og erlendis og sækja þá til saka. Þeirra er sökin mest. Hins vegar virðist ljóst að opinberar eftirlitsstofnanir hafa ekki staðið sig og beinlínis skaðað hagsmuni þjóðarheildarinnar.
Glannalegar (vægt til orða tekið) athafnir og orð þessara manna sérstaklega seðlabankastjóra hafa augljóslega skaðað þjóðina gífurlega. Því er spurning um hvort orð hans varði ákvæði 91. gr. X. kafla alm. hegningarlaga:
91. gr. Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem falsar, ónýtir eða kemur undan skjali eða öðrum munum, sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin.
Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.
Hafi verknaður sá, sem í 1. og 2. mgr. hér á undan getur, verið framinn af gáleysi, skal refsað með 1) fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef sérstakar málsbætur eru fyrir hendi.
Það þýðir ekkert að segja að ekki þýði nú að leita að sökudólgum. Það er svona svipað og einhverjir dólgar leggi heimili manns í rúst og manni sé efst í huga að að laga til og koma heimilinu aftur í stand í stað þess að ná tjónvaldinum.
Kallar maður ekki á lögguna í svona tilfellum?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)