Eru hybrid bílar umhverfisvænir?

Það er alveg magnað hvernig hver étur vitleysuna upp eftir öðrum.  Vissulega eyða hybrid bílar heldur minna eldsneyti en aðrir og kolefnislosun þeirra því nokkuð minni en bensínbíla.  Á móti kemur að rafgeymar þeirra eru mjög stórir og innihalda mikið af alvarlega mengandi efnum.  Niðurstaða sérfærðinganefndar á vegum Bandaríkjaþings komst að þeirri niðurstöðu í vetur að hybrid bílar væru ekki eins umhverfisvænn kostur og talið hefur verið.  Nefndin lagði til að reynt yrði að auka hlutfall dísilbíla sem kostur væri en þar sem mikil spilliefni eru í rafgeymum hybrid væru þeir ekki góður kostur að sinni.  Á nýlegum lista yfir umhverfisvæna bíla til almenningsnota í neytendablaðinu Consumer Report komst aðeins einn hybrid bíll á topp tíu listann, allir hinir voru dísilbílar.  Hins vegar viðgengist ótrúlegt auglýsingaskrum varðandi þessa hybrid bíla þar sem lofið sem á þá væri borið stæðist ekki nákvæma skoðun.

Áhugasömum má benda á þessa síðu


mbl.is Forsetaembættið fær umhverfisvænan bíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: H

Nákvæmlega , ég las i kringum verksmiðjuna sem framleiðir þessa rafgeyma sé allt steindautt og allt dýralíf horfið ! 

Þessir rafgeymar eyðast svo ekki fyrr en eftir dúk og disk ef  einhverntímann !

Hybrid rafgeymabílar eru tómt bull og þvæla , Mercedes Benz S línan er mest endurvinnanlegasti bíll sem til er segja fræðingarnir í útlandinu víst. 

H, 6.7.2007 kl. 23:32

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þarna ertu á réttu róli. Langeinfaldast og ódýrast er að nota minnstu dísilbílana sem taka mun minna af dýrmætu rými á götunum en tvinnbílarnir.

Meira að segja minnstu bensínbílarnir eru nálægt eyðslu tvinnbílanna.

Það þarf ekki annað en kynna sér hinn flókna vélbúnað tvinnbílana til að sjá að þar er farið langa og dýra leið til lausnar vandamáli sem má leysa á miklu ódýrari hátt.

Venjulegur almúgamaður sem ekur á litlum dísilbíl fær í engu notið þeirra fríðinda sem stjórnvöld hafa nú gefið tvinnbílunum.

Þetta er óréttlátt og þjóðhagslega rangt.

Ómar Ragnarsson, 6.7.2007 kl. 23:58

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Já það er hálfnöturlegt að horfa uppá auglýsingaskrumið. Dísillin stendur fyrir sínu, enn sem komið er og synd og skömm að sjá hve stjórnvöld eru staurblind, en það er hins vegar ekkert nýtt. Hversu umhverfisvænt er t.a.m. framleiðsluferli þessara blessuðu tvinnbíla?

Halldór Egill Guðnason, 7.7.2007 kl. 03:02

4 Smámynd: Björn Jóhann Guðmundsson

Sæll Sveinn

Ef ég man rétt þá er þrátt fyrir minni eldsneytisneyslu dísilbíla. Þá eru þeir alls ekkert síður mengandi en bensínbíll sem eyðir meira. Þá sérstaklega ekki nýjir bensínbílar þar sem gríðarlega mikill þrýstingur er notaður við að koma eldsneytinu í brunahólfið. Því er sótið sem bílinn myndar svo fínt að það sest ekki eins og það gerir á eldri dísivélum þar sem notaður er minni þrýstingur. Þannig að þó CO2 mengun sé minni er sótmengun mun meiri og ekki síður hættulegri

Bið að heilsa heim félagi

Björn Jóhann Guðmundsson, 7.7.2007 kl. 08:16

5 Smámynd: Björn Jóhann Guðmundsson

Ups átti að standa nýjir dísilbílar í þriðju línu

Björn Jóhann Guðmundsson, 7.7.2007 kl. 08:18

6 Smámynd: Jóhann

Hybrid bílar eru ekkert umhverfisvænni en venjulegir bílar - Ennþá. En til að þróun geti verið í rafhlöðum þarf að vera einhver eftirspurn eftir þeim og í dag vill almenningsálitið umhverfisvæna tækni. Mér sýnist þetta allt vera á réttri leið en það er enn langt í land.

Jóhann, 7.7.2007 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband