Afdrifaríkar kosningar?

Í dag ganga Hafnfirðingar til kosninga um breytt deiliskipulag iðnaðarsvæðis í Kapelluhrauni.  Breyting skipulagsins ræður úrslitum um hvort mögulegt sé að stækka álver Alcan um 150%.  Eins og ég hef kynnt mér málið skiptir mengun þar litlu máli til eða frá.  Mjög lítil mengun er frá fyrirtækinu önnur en sjónmengun og efna- og kolefnismengun mun ekki aukast um 150% vegna möguleika á breyttum vörnum með tilkomu stækkunarinnar.

Jákvæðu punktarnir við stækkun eru fleiri störf, meiri hagvöxtur, meiri útflutningstekjur, meiri tekjur bæjarfélagsins, auk afleiddra þátta sem aukinnar verslunar og þjónustu á ýmsan máta.  Einnig gefur stækkun okkur möguleika á að ná hagstæðari samningum um raforkusölu.  Það er ekkert leyndarmál að þetta fjörutíu ára, sumpart úrelta álver, er fyrst og fremst rekið enn vegna mög lágs orkusamnings.

Neikvæðu þættirnir eru fyrst og fremst aukin þensla með hærri verðbólgu, hærri vöxtum og þeirrar spennu á vinnumarkaði sem við megum síst við.  Hver vill aukna verðbólgu, hærri vexti.  Hærri vexti en þá sem hæstir gerast í Evrópu.  Einnig hlýtur að teljast mjög neikvætt að stór hluti þeirrar takmörkuðu fallvatnsorku sem við eigum enn fari til stóriðju sem gefur tiltölulega litlar tekjur miðað við annan iðnað.

Sumir virtir fræðimenn hafa látið hafa það eftir sér að hagkvæmasti orkuöflunarkostur íslendinga í dag sé að loka í Straumsvík.  Nægur markaður sé fyrir þessa orku og hana megi selja á miklu hærra verði.  Þetta hljóta að vera sterk rök þar sem öllum má vera ljóst að orku eigum við ekki ótakmarkaða þó öðru hafi verið haldið að þjóðinni áratugum saman.

En hvað um það.  Hafnfirðingar ganga í kjörklefann rigningardaginn 31. mars.  Ljóst er að þessar kosningar verða mjög tvísýnar.  Miklar deilur og rammar hafa verið um málið sem ekki hefur að öllu lotið flokkslínum.  Hverjar sem niðurstöður þessara kosninga verða munu Hafnfirðingar búa enn á sama staða og verða að lifa saman í sátt og samlyndi.  Vonandi verða vopnin slíðruð og hugað að betri og bjartari framtíð til handa öllu "Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu" að þeim loknum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sveinn

Eru til "virtir"  fræðimenn sem láta hafa eftir sér:"að hagkvæmasti orkuöflunarkostur íslendinga í dag sé að loka í Straumsvík.  Nægur markaður sé fyrir þessa orku og hana megi selja á miklu hærra verði.

Kveðja Tryggvi L. Skjaldarson

Starfsmaður Alcan

Tryggvi L. Skjaldarson (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 11:22

2 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Yfirleitt svara ég ekki óskráðum "nafnleysingjum" en geri hér undantekningu.  Já, verðum við ekki að telja t.d. háskólakennara, til hóps hinna virtari fræðimanna.  Sumir þeirra hafa haldið þessu fram, m.a. Guðmundur Ólafsson lektor í hagfræði sem hefur lagt mjög sterk rök fyrir þessu.  Hitt er annað mál hvort ég sé sammála því.  Til þess brestur mig kunnáttu.  Það á efalaust við um fleiri.  Það sem ég geri í grein minni er að tína til rök með og á móti.  Sem sagt það eru fleiri hliðar á málinu en bara tvær.

Sveinn Ingi Lýðsson, 31.3.2007 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband