Gestabók
Skrifa í Gestabók
Gestir:
Miðskógar 8
Kíktu á bloggið: http://blogg.visir.is/midskogar8/ Kv, Henrik
Henrik Thorarensen (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 2. feb. 2009
Símtal heim til mín
Sæll Sveinn. Ég fékk símtal heim til mín í gærkvöldi frá Kristjáni Sveinbjörnssyni sem ég þekki ekkert og hef aldrei hitt. Hann sagðist vera "að hugsa um að vísa þessu til lögreglu" þ.e. mínum skrifum um mál vinar míns og starfsfélaga Henriks E Thorarensen. Þessu símtali hans var líklega ætlað að hræða mig til að skrifa ekki frekar um málið. Það mun hafa þveröfug áhrif, ég ætlaði mér ekki að gera meira enda búin að vekja athygli á málinu. Nú langar mig að gera usla sem var ekki upphaflega mín ætlun. Með kveðju,Marta
Marta B Helgadóttir, mið. 30. apr. 2008
Guðrún Jóhannsdóttir
Góð grein um óángæju á Álftanesi. Þess má lika geta að bæjarstjóri lét senda FEBÁ svohljóðandi tölvupóst: "Sigurður bæjarstjóri vill funda með stjórn FEBÁ eftir helgina m.a. vegna bréfs ykkar um deiliskipulagstillögu dags. 10. janúar sl. Ég sting uppá að við hittumst hér á Bjarnastöðum miðvikudaginn 23. jan. í hádeginu kl. 12:00." Það eina sem mér dettur í hug er að maðurinn sé ekki læs og þurfi að láta okkur lesa bréfið upp fyrir sig. Það er ekki í boði. Maðurinn er starfsmaður okkar Álftnesinga og venjan er sú að þegar starfsfólk þarf að tala við vinnuveitanda sinn/sína að starfsmaðurinn bankar kurteislega á dyr vinnuveitandans og spyr hvort hann megi ónáða...
Guðrún Jóhannsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 19. jan. 2008
Kveðja...
Óska þér og þínum alls hins besta á komandi ári 2008. Megi lukkustjarna ykkar skína skært að eilífu.
Gísli Birgir Ómarsson, sun. 30. des. 2007
Ah-- hemm!
Sæll Sveinn Ingi -- ekki ætlaði ég að senda þér þreföld skilaboð sama efnis þarna á dögunum. En eins og þú sérð skrifaði ég kveðjuna þrívegis og jafnharðan fleygði forritið henni eitthvað út í buskann -- þeas. hún hvarf! Og ég skrifað nýtt en þó efnislega hið sama. Hvað ætli verði um þessi skilaboð? Góð kveðja
Sigurður Hreiðar (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 29. okt. 2007
Vinarblogg
Sæll Svein Ingi og þakka þér fyrir bloggvinarboðið sem ég ætla að þekkjast. Annars er ég farinn að hallast að því að það sé vont að vera með of marga bloggvini og þó þeir séu ekki á listanum sé það ekki jafngildi þess að hundsa þá. Nefni sem dæmi frá mér Benedikt Axelsson og Ómar Ragnarsson. Þannig að þú mátt ekki taka það illa upp þó ég skjóti þér út einn góðan veðurdag né heldur tek ég það nærri mér þó að þú verðir fyrri til. Góð kveðja
Sigurður Hreiðar, fim. 25. okt. 2007
Bloggvinur
Sæll Sveinn Ingi og þakka þér fyrir að bjóða mér til bloggvináttu, sem ég ætla að þiggja. Raunar er ég farinn að hallast að því að það sé ekki gott að vera með of marga bloggvini í runu og þó einhver sé ekki þar á listanum sé hann ekki útskúfaður samt. Nefni t.d. Benedikt Axelsson og Ómar Ragnarsson sem ekki eru í bloggvinasafni mínu en ég fylgist reglulega með engu að síður. Ég bið þig því að fyrtast ekki við þó ég striki þig út aftur síðar, né heldur mun ég leggjast í sorg þó að þú verðir fyrri til að strika mig út þín megin frá! Góð kveðja SHH
Sigurður Hreiðar, fim. 25. okt. 2007
Bloggvinur
Sæll Sveinn Ingi og þakka þér fyrir að bjóða mér til bloggvináttu, sem ég ætla að þiggja. Raunar er ég farinn að hallast að því að það sé ekki gott að vera með of marga bloggvini í runu og þó einhver sé ekki þar á listanum sé hann ekki útskúfaður samt. Nefni t.d. Benedikt Axelsson og Ómar Ragnarsson sem ekki eru í bloggvinasafni mínu en ég fylgist reglulega með engu að síður. Ég bið þig því að fyrtast ekki við þó ég striki þig út aftur síðar, né heldur mun ég leggjast í sorg þó að þú verðir fyrri til að strika mig út þín megin frá! Góð kveðja SHH
Sigurður Hreiðar, fim. 25. okt. 2007
Páll V. Bjarnason arkitekt og fyrrverandi deildarstjóri Húsadeildar Minjasafns Reykjavíkur.
Ég sá um flutning á ÍR húsinu upp í Árbæjarsafn fyrir nokkrum árum og um það sá Þorsteinn Bergsson hjá Minjavernd. Húsið er stærsta, þyngsta og hæsta hús sem flutt hefur verið á landinu. Þar vorum við með besta og stærsta vagn hérlendis, þar sem hægt var að breyta hliðarhalla og fram- og afturhalla. Þetta gekk hægt en eins og í sögu, samt. Það er ótrúlegt hvað göturnar í bænum halla mikið , en þannig eru þær hannaðar, ekki fyrir flutning húsa heldur fyrir bílaumferð. Það var stoppað í beygjum og hallanum breytt, þannig að það gekk algerlega snurðulaust. Auðvitað þurfti að taka niður um 20 umferðarmerki og ljósastaura á leiðinni, sem Framkvæmdasvið Reykjavíkur lét okkur greiða formúu fyrir, þó að borgarstofnun ætti í hlut (Árbæjarsafn). Þegar ég las þessa frétt um flutning Hverfisgötu 44 þá var mín fyrsta hugsun eftir mína reynslu "hvers konar amatörar voru þarna að verki". Gott hjá þér að vekja athygli á þessu.
Páll V. Bjarnason (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 18. sept. 2007
Long time, no see!!
Datt inn a bloggid titt fyrir algjora tilviljun. svo nu er bara full astaeda ad senda ykkur hjonakornunum bestu kvedjur hedan fra Krit. Vid sjaumst vaentanlega i vetur, tegar eg flyt heim. Ingimundur.
ingimundur (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 6. ágú. 2007
Blessaður
Og takk fyrir kveðjuna. Er ekki ágætt að láta í sér heyra. Það eru jú kosningar framundan og líklega flest sem sagt er talið kosningabull og því ér ágætt að hafa þetta í gangi yfir árið svona í hófi. Besu kveðjur ss
Sigurður Sigurðsson, mán. 23. apr. 2007
Sæll Sveinn Ingi
Ég datt inn á bloggið þitt fyrir algjöra tilviljun. Þó það sé gaman að fylgjast með fólki í gegnum bloggið þá er nú komin tími til að hittast. Vonum að þið Dísa skvísa séuð ekki alveg búin að gleyma okkur á holtinu. bestu kveðjur og meðfylgjandi er slóðin inn á mitt blogg. Linda Ósk http://blog.central.is/lindfridur
Linda Ósk (Óskráður), fim. 29. mars 2007