Fimmtudagur, 28. desember 2006
Þekkir þú einhvern sem hefur þurft að leita að?
Enn er vegið að björgunarsveitum landsins. Þessar ómetanlegu sjálfboðaliðasveitir sem fjármagna sig að stórum hluta með flugeldasölu nokkra daga á ári. Ég þekki það starf að eigin raun sem unnið er í sveitunum og þekki þann ódrepandi áhuga, elju og ósérhlífni sem þar ræður ríkjum. Fjárhagslegur grundvöllur þeirra hefur verið flugeldasalan og um það hefur verið sátt áratugum saman í samfélaginu og þannig skuli það vera. Björgunarsveitirnar hafa heldur ekki sótt í "sérmerktar" fjáraflanir annarra líknarsamtaka.
Nú er þessi sátt í uppnámi þar sem nokkrir einkaaðilar hafa séð sér hag í því að maka þarna krókinn. Vissulega má finna marga vöruna sem er ódýrari en hjá Landsbjörgu. Það er bara ekki málið. Málið er að með kaupum á flugeldum hjá Landsbjörgu erum við að leggja okkar af mörkum til að tryggja okkar eigið öryggi svo og öryggi okkar nánustu. Ég kaupi mína flugelda hjá Landsbjörgu með gleði, gleði yfir væntanlegri einkaflugeldasýningu í bakgarðinum heima og gleði yfir því að hafa lagt mitt af mörkum. Að hverjum þarf að leita næst? Þér?
Athugasemdir
Sæll Sveinn,
Ekki deilum við nú alveg sömu skoðun á málefninu. Þó svo við séum sammála um stryrktarhlutann í málinu. En mér hefur fundist Landsbjörg hafa farið offari í "bendingum" hingað og þangað. Það á ekki að vera sjálfgefið að allir kaupi hjá Landsbjörg til að mynda þá selja íþróttafélögin, Lions, Kiwanis sem og önnur líknafélög vítt og breitt um landið flugelda og öll sem eitt styrkja þau á einn eða annan hátt góð málefni. Ég skrifaði smá komment á blogið hjá mér um einmitt Landsbjörg og þennan þátt.
Óttarr Makuch, 28.12.2006 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.