Skrípaleikur með skatta

Ég hlakka til þess dags þegar einhver stjórnmálasamtök eða menn afnema þann óréttláta skatt, tekjuskattinn.  Hann er óverulegur hluti skatttekna en leggst af ofurþunga á millitekjufólk.  Þessi skattur sem eru leifar af aldagamalli tíund er orðin hrein tímaskekkja í nútímaþjóðfélagi.

Sem sagt burtu með tekjuskattinn, setjum flatan undanþágulausan virðisaukaskatt og kreistum neðanjarðarhagkerfið upp yfirborðið.


mbl.is Skattur lækkar meðan gjöld hækka um áramót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er tíska hjá stjórmálamönnum í dag, þykjast lækka skattstofna en á móti eru þeir að hækka gjöld, líkt og var reynt með áfengisskatt og gjöld fyrr í desember.

Það er eitt sem ég skil ekki er afhverju stjórnvöld lækka ekki launaskatta í takt við fyrirtækjaskatta, ég hugsa að maður færi alvarlega að íhuga að gerast verktaki á mun betri kjörum fyrir sömu vinnu ef skattar fyrirtækjana lækka úr 18% niður 10% eins og rædd hefur verið um sl. mánuði. 

Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 28.12.2006 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband