Miðvikudagur, 27. desember 2006
Nágrannakærleikur Alcan
Mikið er nú gott að vera Hafnfirðingur og eiga Alcan að. Þeir hugsa sko um sína menn (Hafnfirðinga) og til að gleðja hann Jón og aðra Hafnfirðinga sendi fyrirtækið honum og hinum Hafnfirðinginum upptöku af tónleikum næstbesta sonar Hafnarfjarðar þar sem hann söng með sinfó og alles um daginn. Þar voru allir voða hrifnir og glaðir.
Getur nokkuð verið að Alcan sé að undirbúa ákvarðanatöku um stækkun álvers? Þessi glaðningur og svo kannski krúttlegt páskaegg nr. 5 í vor breytir kannski afstöðu einhverra óákveðinna kjósenda?
Spyr sá er ekki veit....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.