....og hversdagurinn er upp runninn

Þá eru hátíð munns og maga að baki og við tekur grámylgulegur hversdagsleikinn.  Annars voru þetta yndisleg jól´með fjölskyldunni, jólatré, hamborgarhrygg, jólagjöfum og alles.  Barnabörnin voru nærri drukknuð í jólagjafaflóðinu sem skall á eftir hrygginn.  Sem betur fer komu við þessi fullorðnu þeim til bjargar og drógu að landi.  Sem sagt sumar gjafanna flutu fram hjá í bili en eiga eftir að finnast á fjörum síðar. 

Á jóladag var hefðbundið fjölskylduboð og svo skreið minn maður undir sæng með Konungsbók Arnaldar.  Varð að leggja hana frá mér hálflesna þegar svefninn sótti að. 

Helgi Björnsson hagyrðingur á Snartarstöðum í Lundarreykjardal orðaði jólin ansi skemmtilega á jólakorti fyrir margt löngu síðan þegar við sátum í dönskutíma hjá Sveini Víkingi í Reykholtsskóla:

Hátíð þessi haldin er

til heiðurs munni og maga

megi græðgin gefa þér

góða jóladaga.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband