Fimmtudagur, 21. desember 2006
Út úr Byrginu
Það var ekki gæfulegt að horfa á Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld. Ég held að hverjum manni sé ljóst eftir þennan vitnisburð auk annars sem fram hefur komið að forstöðumaðurinn hefur meira en lítið af óhreinu mjöli í sínu pokahorni. Það er grafalvarlegt mál og klárt brot á hegningarlögum að misnota sér traust skjólstæðinga sinna. Hann var nú einu sinni forstöðumaður meðferðarheimilis eða hvað sem mál kalla það annars og svona haga menn í þeirri stöðu sér ekki.
Hitt er svo annað mál hver fjármálastjórnin hefur verið og hver sé ábyrgð stjórnmálamanna og embættismanna kerfisins á þeirri botnlausu óreiðu sem þar hefur viðgengist með fjármuni almennings.
Athugasemdir
Kórrétt hjá þér Sveinn, þarna er greinilega eitthvað gruggugt í gangi.
En ég býð þig velkominn í heim þeirra sem bloggandi eru, farnist þér sem allra best með þessa síðu
Jólakveðja,
Sindri Ká
Sindri Kristjánsson, 21.12.2006 kl. 21:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.