Fimmtudagur, 4. júní 2009
Nýtingarréttur minn í Heiðmörk bókfærist sem "eign"
Undanfarin 10 ár hef ég nýtt mér gæði Heiðmerkur, jafnvel á hverjum degi. Sennilega stendur einhvers staðar að Heiðmörkin sé sameign sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu en mér finnst ég hafa með notkun minni á Heiðmörkinni að ég hafi eignast nýtingarrétt til hennar og hef ég því beðið endurskoðunarfyrirtækið Deloitte að bókfæra þennan nýtingarrétt sem eign í efnahagsreikingi mínum.
Það hljóta að gilda svipuð eða sömu lögmál um nýtingu almannaauðlindarinnar Heiðmerkur og annarra þjóðgarða og fólkvanga eins og lögmálin um nýtingu hafsins gæða. Ég ætla svo að eftirláta þessum snillingum bókhaldsbrellanna að finna út hlutfallstölu nýtingarréttarins.
Svo auglýsi ég hann til leigu fyrir "sanngjarnt" verð.
Hendið þessari hugmynd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég býð 1000 kr. fyrir hverja heimsókn. Ertu ekki sáttur við það?
Góð samlíking.
Finnur Hrafn Jónsson, 4.6.2009 kl. 18:30
Jú ég er nokkuð sáttur við það. Svo opnum við heiðmerkurskrifstofu þar sem öll viðskipti með nýtingarréttinn fara fram. Þá getum við örugglega hækkað verðið enda heppilegt fyrir lánshæfi okkar. Það segja bankarnir alla vega.
Sveinn Ingi Lýðsson, 4.6.2009 kl. 18:33
Það hafa allir aðganga að Heiðmörk, eins og að fiskinum áður. Kvótinn var ekki settur á fyrir útgerðarmenn, heldur til að minnka veiðar og vernda fiskistofna. Það þótti nauðsynlegt.
Þær breytingar sem síðar hafa orðið eru umdeildar. Framsal á kvóta 1991, heimild til veðsetningar og síðast niðurfelling á heimildum til afskrifta 1997. Allt vilji löggjafans, samþykkt sem lög frá Alþingi.
Kvótanum má henda út í hafsauga mín vegna, en tveimur spurningum er ósvarað: Hvernig á að innkalla veiðiheimildir? Hvað kemur í staðinn?
Haraldur Hansson, 4.6.2009 kl. 18:35
Sammála þér Haraldur með upphaflegt markmið kvótasetningarlaganna 1983. Fyrst og síðast átti að vernda og byggja upp þorskstofninn. Hvað hefur gerst síðan þá? Veiðiheimildir minnkandi ár frá ári og nú í sögulegu lágmarki. En útgerðin var fljót að sjá sér hag í þessu og ná hinni fullkomnu einokun. Fleiri tegundir í kvóta og stýra öllu heila klabbinu gegn um LÍÚ. Verðið var síðan hækkað eftir fjárþörf útgerðarinnar sem var mikil. Skuldsetningin glórulaus og botnlaus og bankarnir gráðugir að lána út á uppreiknaðann kvótann í efnahagsreikningum. Lán til kaupa á hlutafé í bönkum, bílaumboðum, eignarhaldsfélögum eins og Exista og FL Group.
Ég deili líka áhyggum þínum um hvað kemur í staðinn. Þeir stjórnmálamenn sem nú ráða ríkjum treysti ég síst til góðra vera í þessum málum. Helst vil ég sjá einfalt útboð á veiðiheimildum til t.d. fimm ára í senn. Nánar um það síðar.
Sveinn Ingi Lýðsson, 4.6.2009 kl. 18:59
Ég held að Íslenska þjóðin verði aldrei sammála um það hvaða fiskveiðistjórnunar kerfi við eigum að taka upp. Það er nú bara þannig.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 21:14
Ég held að kvótakerfið sem fiskverndunartæki sé bara ágætt, en framsal og það sem fylgdi í kjölfarið hefur eyðilagt þetta gersamlega. Ég veit ekki hvað er réttast að gera en ég set samt spurningamerki við firningarleiðina.
Þórður Bragason, 5.6.2009 kl. 10:40
Það er ástæða fyrir því að þú ert ökukennari en Þorvarður endurskoðandi.
Grétar (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.