Bjargráð skíðamanna í kreppustandi

Sýnir þetta ekki bara að íslendingar eru að læra að bjarga sér í kreppunni með ráðdeild og útsjónarsemi.  Annars væri gaman að sjá rekstrarreikning skíðasvæðanna og sjá hvað kortasala skilar í tekjum á móti útgjöldum og rekstri þessara svæða.

Einnig væri fróðlegt að fá upplýst hvað þetta áhugamál kostar skattgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu. Það er merkilegt að hægt sé að moka fjármunum almennings til ákveðinna áhugamála sem virðast njóta velvildar pólitíkusa á meðan aðrar greinar almenningsíþrótta eru í algjöru fjársvelti.


mbl.is Vilja stöðva endursölu skíðapassa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skil ekki af hverju ekki má gefa skíðapassann sinn sem maður hefur keypt fullu verði ef maður getur svo ekki nýtt hann!.  Mjög undarlegt líka þegar ekki eru seldir skíðapassar sem gilda hálfan daginn.  Það er aðeins einn maður sem getur nýtt einn passa þannig að þau rök að það komi niður á skíðasvæðinu að passi sé gefinn ef hann er ekki fullnýttur eru fáránleg.

Hins vegar má benda þér á Sveinn að skíðaiðkun er fjölskyldusport og þegar skíðasvæðin eru opinn þá eru fleiri þúsund manns í fjöllunum bæði á svigskíðum og gönguskíðum, þetta er sport sem þarf að byggja mun meira undir en gert er í dag.  Fjöldin um helgar er slíkur að það þyrfti umferðastjórnun á svæðinu, vinsældirnar eru slíkar.  Fullyrði að ekkert fjölskyldusport eða íþróttaiðkun ef menn vilja kalla það því nafni er eins fjölsótt á veturnar þegar kostur er.

Haraldur Óskar (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 09:28

2 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Situr síst á mér að gera lítið úr þessari tómstundaiðju en bendi á að gæta þurfi jafnræðis við útdeilingu fjármuna til einstakra íþróttagreina, almenningsíþrótta og tómstundasports. 

Sá sem kaupir skíðapassa hlýtur að geta ráðstafað honum að vild sinni, gefið selt eða hent, allt eftir atvikum.  Leiðir til að mæta þessu hljóta að vera að takmarka ferðafjölda á hvert kort eða aðrar slíkar ráðstafanir.  Mér finnst þessi forstöðumaður fyrst og fremst hugsa í vandamálum en ekki í lausnum.

Sveinn Ingi Lýðsson, 4.3.2009 kl. 10:02

3 identicon

Sæll Sveinn minn.

Langaði bara að þakka þér fyrir góða pistla hérna á blogginu þínu. Þetta eru meiriháttar flottir pistlar og góðir. Eigðu rosalega góða helgi Sveinn minn og gangi þér sem allra, allra best í lífinu. Flott blogg.

Bestu kveðjur.

Valgeir.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 10:23

4 identicon

Sæll Svenni

Forstöðumaðurinn í Bláfjöllum fer, að ég held, ekki alveg rétt með, þegar hann segir að lagt sé á 1000 kr. gjald sem menn fái síðan endurgreitt. Hér að neðan er afrit af verðskrá skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli og þar kemur fram að ef keypt er svokallað lykilkort, sem er handfrjálst, þ.e. ekki þarf að stinga því í kortalesarann, þá kosti það 1000 kr aukalega. Síðan er hægt að hlaða inn á það heilum degi eða fleiri dögum, allt eftir því hvað menn vilja. Þessu korti er síðan hægt að skila þegar menn eru hættir að skíða, td. eftir vikudvöl í Norðlensku Ölpunum,og fást þá 500 kr endurgreiddar. Í Hlíðarfjalli er hægt að kaupa að auki 1, 2, eða 3 klukkutíma (3 klt. ca. hálfur dagur).

Ég held að þetta snúist ekki um það að hanka einhverja fyrir að gefa eða selja dagkortið sitt, það er fáránlegur málflutningur hjá forstöðumanninum. Hinsvegar hefur skíðasvæðið í Bláfjöllum aldrei staðið undir sér til langs tíma. Rekstur þess veltur alfarið á snjóalögum og veðri. Aftur á móti hefur rekstur skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli tekið stakkaskiptum eftir að settar voru upp snjó-kanónur fyrir nokkrum árum og hefur svæðið því verið opnað mun fyrr á hverjum vetri síðan þær voru settar upp. Það þýðir tryggari snjór og meiri aðsókn - og síðan skemmir ekki veðurðblíðan sem alltaf er í Hlíðarfjalli :)

Bkv.

Elli

Verð

Verðskrá 2008/09

 Fullorðnir:

Börn/Öryrkjar og Ellilífeyrisþegar

utan Akureyrar:

   
1.Klst. Lyftumiði

990

385

2.Klst. Lyftumiði

1.210

495

3.Klst. Lyftumiði

1.430

605

   
1. Dagur

2.200

825

2. Dagar

3.960

1.395

3. Dagar

5.940

2.100

4. Dagar

7.480

2.695

5. Dagar

8.910

3.465

6. Dagar

11.220

4.200

7. Dagar13.090

4.905

8. Dagar  14.960

5.610

   
Hólabrautarsvæði*

990

385

Upplýsingar:

Frítt: Börn fædd 2003 til dagsins í dag  ( Börn miðast við grunnskólaaldur)

Barnagjald: Börn: fædd 2002-1993
Fullorðnir:  Fullorðnir eru þeir sem eru fæddir 1992 og fyrr.

  Ellilífeyrisþegar og öryrkjar búsettir á Akureyri fá frítt.

 *Hólabrautarsvæðið eru Hólabraut, Auður og Töfrateppið

Rafræn kort

Kortin eru afhent á sérstökum spjöldum sem þarf að stinga í sérstakan lesara. Hægt er að breyta spjöldunum yfir í handfrjálsan búnað/lykilkort. Lykilkort er mjög þægilegt því ekki þarf að stinga því í lesara. Aðgangsbúnaðurinn les kortið í vasa viðkomandi. Lykilkortið er fjölnota og hægt nota ár eftir ár, Ný lyftukort eru hlaðin inn á kortið. Lykilkort kostar 1,000 krónur og hægt er að skila því gegn 500 krónu endurgreiðslu.

Iðkenndur skíða ávallt á eigin ábyrgð og eiga að renna sér eftir aðstæðum.

Elías Bjarnason (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband