Fimmtudagur, 5. febrúar 2009
...þegar rykið sest
Athyglisverð skoðanakönnun Frjálsrar verslunar. Um leið og rykið sest sést hversu fljótt fylgið hrynur af VG sem á tímabili mældist sem stærsti flokkurinn. Það er slíka fróðlegt á sjá hvert straumarnir liggja í væntanlegu formannskjöri í Sjálfstæðisflokknum. Mín skoðun er reyndar sú að flokkurinn eigi sér efnilegan forustumann, Guðfinnu Bjarnadóttur, en hún hefur ekki sýnt neinn áhuga á formennskunni. Þá eru eftir Bjarni Benediktsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Bjarni virðist njóta talsverðrar hylli en fyrir hvað veit ég ekki. Þorgerður Katrín hefur í sæti varaformanns sýnt skörulega takta en það spillir fyrir henni nú að hafa ekki tæklað sín mál í haust þegar fjármálaspilling æðstu stjórnenda Kaupþings komst í hámæli.
Að taka ekki af skarið þá og segja af sér öllum vegtyllum voru mistök. Það hefði sýnt bæði kjark, dómgreind og ábyrgð að hafa gert það. Hafandi gert það ætti hún greiða leið beint í formannsætið. Því miður gerði hún það ekki og er henni fótakefli nú.
Bjarni tengist einnig vafasömum málum sem stjórnarformaður N1 en hafði dug til þess að koma sér þar frá borði áður en í óefni var komið. Það verður að telja honum til tekna. Á hinn bóginn hefur hann fátt sýnt af leiðtogahæfileikum og staða hans á þingi og í flokkum legið á hillu meðalmennskunnar.
Það er ekki nóg að hafa nafnið, útlitið og ættina. Slíkt fleytir mönnum kannski af stað en dugar sjaldnast að ná bakkanum handan fljótsins.
Bjarni og Þorgerður Katrín oftast nefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.