Miðvikudagur, 21. janúar 2009
Siðferðiskennd misboðið - jarðvegur óeirða
Nú er komið að því sem ég og margir aðrir höfum varað við. Mótmælin hafa færst á stig 2, þ.e. átök við lögreglu, eldar kveiktir, lauslegum hlutum kastað, fólk sýnir óhamda gremju framan í sjónvarpsmyndavélar. Þetta er ekkert annað ein bein afleiðing af því ráð- og dugleysi sem einkennir stjórnvöld.
Það er ekkert að gerast. Alþingi sett í gær eftir hið torskiljanlega jólaleyfi. Og hvað var á dagskránni. Var það ávarp forsætis til þings og þjóðar? Nei. Var það umræða um hið hroðalega ástand sem við erum stödd í? Nei Var það framlagnings frumvarps um efnahagsráðstafanir? Nei. Var það tilkynning ríkisstjórnar um kosningar? Nei.
Nei, nei, nei. Svona leit dagskrá þingsins út:
1. Óundirbúinn fyrirspurnatími.
2. Vátryggingastarfsemi (heildarlög, EES-reglur) 225. mál, lagafrumvarp viðskiptaráðherra. 1. umræða.
3. Greiðslur til líffæragjafa (heildarlög) 259. mál, lagafrumvarp félags- og tryggingamálaráðherra. 1. umræða.
4. Sala áfengis og tóbaks (sala léttvíns og bjórs) 37. mál, lagafrumvarp SKK. 1. umræða.
5. Olíugjald og kílómetragjald (endurgreiðsla gjalds) 40. mál, lagafrumvarp HöskÞ. 1. umræða.
6. Andstaða við eldflaugavarnakerfi í Austur-Evrópu 49. mál, þingsályktunartillaga
7. Tóbaksvarnir (reykherbergi á veitingastöðum) 57. mál, lagafrumvarp JM. 1. umræða.
8. Stjórnarskipunarlög (bráðabirgðalög, þingseta ráðherra) 58. mál, lagafrumvarp KHG. 1. umræða.
9. Prófessorsembætti á sviði byggðasafna og byggðafræða 59. mál, þingsályktunartillaga ÁJ. Fyrri umræða.
10. Skipafriðunarsjóður 60. mál, þingsályktunartillaga MS. Fyrri umræða.
11. Áhrif markaðsvæðingar á samfélagsþjónustu 66. mál, þingsályktunartillaga ÖJ. Fyrri umræða.
12. Umferðarlög (forgangsakreinar) 93. mál, lagafrumvarp
Ég vissi um dug- og ráðleysið en að halda úti dagskrá sem þessari þegar landið brennur ber vott um ótrúlegt dómgreindarleysi. Vægast sagt.
Misbjóðum ekki réttlætiskennd almennings. Þá er friðurinn úti. Enn er tækifæri til að sýna vilja til verka. Brýnasta úrlausnarefnið er að endurheimta traust. Það verður erfiðara með hverjum aðgerðalausum deginum sem líður.
Það þarf að hreinsa til og reka afglapamennina úr Seðlabanka, Fjármálaeftirliti, bönkunum auk þess sem fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra ættu að vera búnir að taka pokann sinn fyrir löngu væru þeir gæddir minnstu sómatilfinningu.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Trúmál og siðferði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.