Nýtt lýðræðisafl. Athyglisverð hugmynd um "sjálfseyðandi" lýðræðishreyfingu!

Í ljósi undanfarinna atburða og viðbragða íslenskra stjórnmálamanna hugsar hver sitt.  Mér finnst með ólíkindum að engir hafi axlað ábyrgð á fjármálahruninu þrátt fyrir að hafa verið trúað fyrir varðstöðunni.  Stjórnmálamenn ættu að bera ábyrgð gagnvart kjósendum og embættismenn gagnvart framkvæmdavaldinu.  Ég minnist ekki á hlut fjárplógsmannanna sem settu hér allt á hausinn og veltu skuldum sínum á almenning.  Alla vega ekki ógrátandi.

Aldrei í íslandssögunni hafa stjórnmálamenn afhjúpað jafnrækilega vanhæfni sína og ábyrgðarleysi.  Steininn tók úr í gær í Kastljósviðtali Ingibjargar S. Gísladóttur.  Þar gaf að líta hrokafullan, veruleikafirrtan pólitíkus sem virtist miða allt sitt við að halda völdum.  Skítt með allt annað.

Svona fólk á þjóðin ekki skilið.  Það er óviðunandi og sýnir ágalla þess kerfis sem við höfum búið við.  Reyndar köllum við það lýðræði en er það ekki í raun.  Mun frekar er hægt að tala um flokksræði sem við þegnarnir lútum.  Fáum að kjósa um tilbúna lista flokkanna á fjögurra ára fresti og sitjum svo uppi með eitthvað sem jafnvel enginn vildi.  Fólk sem situr sem fastast og ber fyrir sig að hafa verið kosið fyrir 18 mánuðum eins og Ingbjörg sagði í gærkvöldi.

Þessu verður að breyta og það er  hægt.  Til þess þarf skýra sýn, frumkvæði og vilja.  Hana hefur Egill Jóhannsson o.fl. sýnt.  Hann hefur lagt fram mjög athyglisverða hugmynd að hreyfingu sem hefði það eitt að markmiði að breyta stjórnskipan Ísland í átt til virks lýðræðis.  

Ég hvet alla til að lesa hugmyndir Egils en þær má finna hér:  http://egill.blog.is/blog/egill/entry/765418/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband