Í upphafi skyldi endinn skoða

Það er ömurleg staðreynd að hópur fólks skuli hindra útsendingu á einum vinsælasta og elsta fréttaþætti landsins þó svo að það sé ósátt við framgöngu misviturra stjórnmálamanna undanfarnar vikur. Í tvo og hálfan mánuð hafi staðið yfir fjölmenn mótmæli sem fyrst og fremst hafa beinst að þeim sem ábyrgð bera. Stjórnmálamönnum, yfirmönnum Seðlabanka, Fjármálaeftirlits og ekki síst þeim óprúttnu fjárglæframönnum sem var leyft að leika hér lausum hala í allt of langan tíma. Mótmælin hafa með örfáum undantekningum verið friðsamleg og í flestum tilfellum málefnaleg.
Almenningur þarf að borga skuldir þessara vitleysinga. Sé eitthvað að marka fréttir af fjármagnsflutingum síðustu daga fyrir hrunið eru þeir örugglega ekki á flæðiskeri staddir.
Mistökin liggja fyrir og fremst í óvissum, fálmkenndum viðbrögðum stjórnvalda. Því má líkja við að vakna upp við að innbrotsþjófur hafi sótt heimili manns heim um nótt og haft öll verðmætin á brott. Fyrstu viðbrögðin voru því lík að best væri að skríða aftur upp í rúm og vona þetta vera vondan draum. Kannski þjófurinn sæi að sér og skilaði þýfinu.
Það var ekki svoleiðis. Viðbrögðin voru ekki í neinu samræmi við ástandið. Ekki kom til greina að draga sökudólgana til ábyrgðar. Í ljósi sögunnar er það skiljanlegt þar sem fjárglæframennirnir voru svo samanspyrtir við íslensk stjórnmálalíf að stór hluti ráðherra, þingmanna og jafnvel forsetinn hefði fokið þar með.
Mín tilfinning er sú að allur almenningur sé sár og reiður og margir vart búnir að skilja í hvað slæmum málum við erum. Nú um áramót missa margir vinnu og munu fara á atvinnuleysisbætur. Fjöldi fólks er í þeim sporum að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar. Þetta sama fólk horfir upp á gæðinga bankanna fá sínar skuldir niðurfelldar, bankana hafa kennitöluskipti og sjá glæframennina enn vera að skara eldi að eigin kökum.
Þetta er ekki ásættanlegt og á meðan stjórn Seðlabankans, Fjármálaeftirlits og ráðherrar sem klárlega bera ábyrgð sitja sem fastast er ekki nema eðlilegt að uppúr sjóði. Ég er hræddur um að þetta sé rétt byrjunin. Ástandið á götunum á eftir að versna ef stjórnvöld grípa ekki nú þegar inn í ástandið með róttækri uppstokkun. Fólkið sér að friðsamleg mótmæli bera lítin sem engan árangur. Það þýðir einfaldlega að mótmælin færast yfir á næsta stig, og næsta, og næsta.....
Geir, Ingibjörg og aðrir landsfeður. Eruð þið svo fjarlæg almenningi að þig séuð ekki að skynja það ástand sem er að skapast í þjóðfélaginu? Ef þið teljið ykkur skynja það er aðgerðaleysi ykkar óskiljanlegt.
mbl.is Fólk slasað eftir mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var það sem sagt markmiðið að stöðva þáttinn Kreppukall .

'eg skil vel að fólk skuli vera reitt er það sjálfur ,en er þetta rétta leiðin,veit ekki 

en eitthvað þarf að gera til að láta menn axla ábyrgð á sínum gjörðum ,ég gerði axarsköft þegar ég var valinn til trúnaðar og tók ábyrgð með því að hætta .

Ef menn eru valdir til trúnaðarstarfa verða menn einnig að vera menn til að stíga niður ef og þegar mistök verða  .

Guðmundur E.Jóelsson (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 16:18

2 identicon

sæll

Þessir síðustu atburðir komu mér á óvart, var að fylgjast með kryddsíldinni, en ég get vel skilið þessar aðgerðir. Fólk er almennt mjög reitt. Stjórnamálamenn bera mjög mikla ábyrgð á því hvernig komið er fyrir þjóðinni. Ég segi fyrir mína parta að ég er orðinn hundleiður á stjórnmálamönnum almennt, þingmönnum og ráðherrrum þessa lands.  Þeir eru ekki lengur trúverðugir. Þess vegna er ég all kátur með að þessum þætti skildi vera stútað. Svona aðgerðum fylgja pústrar, það er ekki hægt að komast hjá slíku. Við skulum vona að enginn hafi slasast alvarlega. En menn skildu minnugir þess að fréttamenska er hættulegt starf og margir úr þeirri stétt falla í valinn við sín skildustörf.

Haraldur A. Haraldsson (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 16:42

3 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Fólk er slasað eftir ofbeldisaðgerðir lögreglunnar, ekki eftir mótmælendur.

Björgvin R. Leifsson, 31.12.2008 kl. 21:05

4 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Eftir að hafa heyrt í sjónarvottum á staðnum og séð myndböndin held ég að seint verði sagt að þessi mótmæli hafi verið friðsamleg.

Má ég ráðast inn á heimili, hótel o.þ.h. öskrandi vígorð, skemmdandi eigur annarra og segja svo að hér hafi ég barasta verið í friðsamri mótmælaheimsókn?

Fjandinn hafi það, þó svo öll mín samúð sé með mótmælendum, þá geta þeir ekki kallað þetta "friðsamleg mótmæli".

Sveinn Ingi Lýðsson, 1.1.2009 kl. 01:25

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Björgvin. Var það lögreglumaður, sem henti steini í aldlitið á lögreglumanninum, sem kinnbeinsbrotnaði? Var það lögreglumaður, sem sló tæknimann stöðvar 2 í andlitið þannig að hann fékk glóðarauga? Voru það lögreglumenn, sem ruddust inn á Hótel Borg og ollu þar skemmdum bæði á eignum hótelsins og Stöðvar 2?

Það er munur á mótmælum og skrílslátum. Það, sem gerðist við Hótel Borg á gamálrsdag voru skrílslæti en ekki mótmæli.

Sigurður M Grétarsson, 2.1.2009 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband